Page 1 of 1

Ultra sonic cleaner - hátíðni hreinsun

Posted: 01 Sep 2010 09:15
by maggragg
Hefur einhver prófað svon sonic cleaner á skothylkin. Þetta er orðið verulega vinsælt úti til að hreinsa notuð skothylki en þetta mun hreinsa þau mun betur og fljótar en þessir hefðbundnu "thumblers" eins og maður er vanur að nota. Þetta byggist á svokölluðum hátíðnihljðbylgjum og nota tannlæknar meðal annars svona græjur til að hreinsa tólin sín.

Kosturinn við þessi tæki er sá að þau hreinsa hylkin á nokkrum mínútum og hreinsa þau allvega að utan og innan og líka í hvellettubotninum, semsagt þau koma allveg tandurhrein að inna og utan úr tækinu. Hægt er að kaupa svona tæki á ebay og núna hefur Hornady fyrst endurhleðslufyrirtækja boðið svona tæki sérstaklega fyrir skothylki.

Lock-N-Load® Sonic Cleaner™
Image

Samanburður á hreinsun með thumbler og svo ultra sonic hreinsun:

Image

Góð grein um þetta hér.

Re: Ultra sonic cleaner - hátíðni hreinsun

Posted: 08 Dec 2010 20:53
by maggragg
Hornady er komin með nýrra og stærra tæki til að hátíðnihreinsa hylki

Þetta er hinn svokallaði Lock N Load - Magnum Sonic Cleaner.
Image

http://www.youtube.com/watch?v=pDJtqj9BR6g&feature=player_embedded#!

Einnig er meiri umfjöllum þetta hér og hér

Einnig er Brownells með grein hér

Re: Ultra sonic cleaner - hátíðni hreinsun

Posted: 06 Aug 2011 22:34
by G.ASG
Ég er búinn að nota ultrasonic cleaner núna í eitt og hálft ár og er bara mjög sáttur við útkomuna.
Keypti efni sem heitir citranox sem flýtir fyrir ferlinu og hylkin verða mjög shiny.
Langar samt að prufa stainless tumbling media en er soldið dýrara.

G

Re: Ultra sonic cleaner - hátíðni hreinsun

Posted: 22 Aug 2011 14:52
by maggragg
Ég er sjálfur með Thumbler og held ég að ultra sonic sé mun þægilegri og fljótlegri í alla staði. Held samt að stálið sé toppurinn en líka dýrast.