Page 1 of 1

Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 19:09
by iceboy
Manni langar alltaf í eitthvað nýtt í skápinn og ég er svona að spá hvað ég á að fá mér.

Ég er nú ekki með dýr vopn en langar kannski að fá mér eitthvað aðeins dýrara og vandaðra.

Það sem er í skápnum í dag er.

Remmi 870 sem ég er búinn að eiga í að verða 17 ár ( eða frá því ég var 18 ára)
Sako Vixen 222 sem ég eignaðist 15 ára. Með Bushnell kiki 8X32
Mauser m98 6.5x55 með vortex viper 6,5-20X50
Browning x-bolt cal 270
Mossberg plinkster cal 22
Browning phoenix top cote
Benelli super nova
Huglu u/y tvíhleypa.

Planið er að fá betri kiki á x-boltinn.

En þá er spurningin. Hvað væri skemmtilegt að fá sé annað í skápinn?

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 19:21
by Gisminn
Úff þér alla vega vantar ekkert en ég myndi langa að hafa einn 17HMR með varmint hlaupi og svo verður þú að hafa annan jafn gamlann remma hálfsjálvirkan 11-87 með eða eldri en þinn :-)

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 19:36
by iceboy
Já þú segir nokkuð.

Pabbi á reyndar eina af fyrstu 1100 byssuna sem kom til landsins.

Ég á nú von á að taka við vopnunum hans þegar hann hættir, sem er nú vonandi langt þangað til gerist.

Þá á ég von á að það bætist í skápinn

Áðurnefnd 1100 byssa
Husquarna ga 16 ca árgerð 1936 ( i finu lagi, málmpatrónum til að hlaða í)
Tikka t3 6,5x55
Brno 30-06
Brno 243
Mossberg 243

en þetta eru svosem engis villikettir.

Það væri náttla gaman að fá sér einhvern skemmtilegan villikött.

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:05
by Gisminn
Já 1100 byssurnar voru víst ekkert síðri en ef þér vantar villikött er þá ekki ruger 204 málið 8-)
Smá dæmi
http://www.youtube.com/watch?v=fn4X25Zj ... re=related
http://en.wikipedia.org/wiki/.204_Ruger

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:11
by iceboy
Jú hann freistar.

Það er einn sem ég þekki að setja saman einn svoleiðis.
Ég ætla að fá að prófa hann og athuga málið svo betur.

Er hann ekki skemmtilegur í gæsina?

Það væri gaman að geta teigt sig lengra í riffilskotum á gæsina.
Langar að komast í lengri færi en þessi sem ég er að skjóta á núna.
Ég er að skjóta þær upp í 300 metra með 222. Hvernig er 204? Ég veit að hann er mjög hraður og flatur, en hvernig er slagkrafturinn í svona léttri kúlu löngu færi?

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:18
by iceboy
Miðað við videoið þá ætti nú alveg að vera hægt að drepa gæsir á góðum færum með svona.

En hversu stóran kiki myndu menn setja á svona? þá er ég að hugsa um til að skjóta gæs með á 3-400 metrum, semsagt hvaða stækkun

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:21
by Gisminn
Ég þekki það ekki sjálfur en bara heyrt allt gott um þetta en ég nota sjálfur 6,5x55 100-120 graina noslerBT og er að skjóta frá 70 og upp í 350 metra en býð spentur eftir færi með rifflinum núna því ég ættla að sjá hvað 140 graina Berger VLD gerir við gæsina. ;)
Ég er með sightron 6-24x50 og á 350 er ég komin í 20-24 stækkun því ég legg svakalega uppúr því hvar kúlan lendir í gæsini

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:24
by iceboy
Ég tók fyrstu gæsina með mínum 6,5x55 á 200 metrum 20 ágúst.
Með 120 gr hollow point kúlu. Það kom mjög vel út, engar kjöt skemmdir

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:25
by Gisminn
Ég bætti við síðasta svar

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 03 Sep 2012 21:28
by iceboy
Ég er mjög sáttur við minn vortex með 6,5 -20 finnst það vera skemmtilegt stækkunarsvið

En gæti hugsað mér t.d á 270 annaðhvort 6-24 eða 8-32

enda er ég vanur að veiða með fastri 8x stækkun svo að ég veit að það er ekkert vesen að hafa það sem lágmarksstækkun, ekki nema þá ef maður fer erlendis að veiða í skógi þá getur það verið leiðinlega mikil stækkun

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 04 Sep 2012 00:30
by Benni
Þú ert með riffla sem dekka alla veiði svo af hverju ekki einhvern hrikalega hraðann villikött?
Td, 22-250 AI, 243 AI, 6mm-284 eða einhvert skemmtilegt magnum hylki eins og 264 win mag eða 7mm STW.

Er sjálfur með 22-250 Ackley Improved sem mér finnst hrikalega skemmtilegt caliber, gerist varla mikið flatara, nákvæmt og hefur verið mikið auðveldara að finna góðar hleðslur í improved útgáfuna en óbreitta hylkið hjá mér.
50 greina kúla á yfir 4000 fetum á sekúndu er ótrúlega flatt og sprengir allt í tætlur :mrgreen:

Ps er líka með Vortex viper 6,5-20x50 sem ég er mjög sáttur við.

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 04 Sep 2012 10:16
by iceboy
Já það er spurning um að fá sér einhvern flottan villikött. Það gæti verið gaman að því

Re: Hvað á að vera í skápnum?

Posted: 04 Sep 2012 11:52
by E.Har
204 ruger er ekki villiköttur!
Villiköttur er ekki verksmiðjaframleiddur og ekki verksmiðjuframleidd skot til í hann!

Hugsunin þarf að vera gæði frekar en magn. Skil vel að menn safni dóti í upphafi gerði það svo sem sjálfur, en ef þetta er þitt sport þá taka til :-)

Það sem mér finnst að eigi að vera í skápnum til veiða fyrir utan antik eða einhvað með persónuleg gildi er :::::::::::::::: 2 haglabyssur og 3-4 rifflar, má alveg reyna að sameina þá :-)

:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Haglabyssur
Y/U haglabyssa, vönduð.
Semioutomat nr 12 traust verður mesta vinnubyssan og þarf að vera góð.
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Rifflar:
22 til æfinga og smá plink
4,7-6 mm mjög flatur nákvæmur riffill má vigta einvhað með stórri stækkun. 6-24 (refur fugl ofl)
6,5-30cal minni stækkun t.d 3-12 hreindýr, refir selir frekar flatur ekki mikið um tré á Íslandi
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Til veiða erlendis t.d 9,3 eða einhver hentugur vippari
(Getur allt verið sami skiptihlaupahólkurinn)
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::

Ef þú ert svo með delluna á þá bætist við meira t.d antik; markrifflar ; no 20 ofl :-)