Page 1 of 1

600 metrar

Posted: 03 Sep 2010 21:04
by maggragg
Fór þann 12 júní 2009 og setti upp skotmark á 600 metrum. Jafn vindur var um 2-3 m/s og á skotstað virtist hann vera um 10° á skotstefnu frá vinstri

Samkvæmt útreikningum þurfti að stilla sjónaukan upp um 16,5 MOA og var það gert. Vindurinn var reiknaður 0,5 MOA þar sem ég áætlaði stefnu vindsins um 10°. Sjónaukin var stilltur á 100 m.

Fyrst reyndi ég að liggja á svörtum sandinum en tvíbráin var það mikil að það sást ekkert nema syndandi hvítur ferningur. Ég ákvað síða að skjóta af húddi á bíl og gáði svo eftir fyrsta skot.

Skotið lenti um 12 tommur eða tæp 2 MOA frá skotmarki til vinstri en hæðin var á marki. Ég leiðrétti sjónaukan um 2,5 MOA til vinstri sem var svo eftir á skoðað 1 MOA of mikið. Vindurinn blés meir á skotstefnu við skotmarkið þegar það var skoðað

Grúppa með þremur skotum mældist 0,629 MOA og var hún 7 tommum ( um 1 MOA til vinsri og rúmlega 3 tommum fyrir ofan (0,5 MOA) skotmarkið.

Þetta var skotið með Norma Golden Match 130 gr. í 6,5x55 í custom riffli og er ég gríðarlega ánægður með hann enda ekki hægt að kvarta yfir svona grúppu með verksmiðjuskotum.

Félagi minn skaut á rebbamyndina og var ákoman svipuð. Feriltaflan sem var notuð er gerð í QuickTarget og er hún nánast dead on á 600 metrum í hæð. Vindurinn er óvissuþátturinn og það sem maður þarf að leggja mörg skot í að læra á enda sá þáttur sem ræður mestu um hvar skotið lendir.

Ég tek það fram að ég er ekki að fara á hreindýr heldur var þessi skífa sett upp til gamans.

643 metrar

Posted: 03 Sep 2010 21:24
by maggragg
Og hérna eru myndir af skoti á 643 metrum síðasta haust. Í mjög góðum aðstæðum. Ég setti upp 20 lítra brúsa og mældi færið með GPS 643 metra. Reiknaði svo fallið út og vindrekið en það var örlítill hliðarvindur. Kúlan fór utan í brúsan vinstramegin og klippti í sundur miðan og gerði örlítið gat en nóg til þess að ég sá vatnsgusuna þegar kúlan hæfði brúsann. Ég tel mig hafa gert ákveðna reikniskekkju og því ekki hitt brúsan í miðjuna en það er erfitt að segja það eftir á.

Riffill:
Otterup M69 breyttur af Bóbó. Mauser lás, Schultz & Larsen hlaup 27" 6,5x55 SE
Norma Golden Match 6,5x55 130 grain.

Ljósmyndir eftir Einar Sturluson