Page 1 of 2

Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 18:45
by Gísli Snæ
GRS skeftið kom í dag, eins og lofað var í Hlað. Þar standa menn við sín orð.

Þá var síðasta púslið í breytingunum komið í hús. Reyndar á eftir að setja nokkra hluti á riffilinn en það mun væntanlega gerast í næstu viku hjá Arnfinni. Setti hann samt saman til að sjá hvernig hann liti út og ætla jafnvel að hlaða í hann og skjóta um helgina til að fá fyrir og eftir beddun samanburð.

En eins og ég sagði þá var þetta upprunalega Tikka T3 Varmint í 260 Rem. Caliberið er óbreytt og því verður ekki breytt - hrikalega sáttur við það. Einnig er orginal hlaupið ennþá á rifflinum og verður áfram á næstu ár - sé enga ástæðu til að skipta því út þar sem riffilinn er drullu nákvæmur með því. Ekkert benchrest en nóg fyrir mig. Orginal skeftiðið var selt til Ólafs (er nikkið ekki TF-Óli) hér á vefnum.

En þá að því sem var/verður gert

Settur í GRS Long Range skeftir - skeftir er svart og skv. Sigurði í Hlað lang svartasta skeftið sem þeir hafa fangið. Ég var BARA sáttur við þennan lit.

- Búinn að skifta um bolt shroud - keypt af Tóta Óla.
- Búinn að kaupa nýtt boltahandfang sem þarf aðeins að laga til - keypti tvö, félagi minn fékk hitt og það small í eins og flís við rass.
- Keypt ný botnplata og AICS 5 skota magasín sem á eftir að setja í.
- Atlas tvífótur og picantinny rail sem hann mun festast á.
- Roedale muzzlebrake sem kom líka í dag (ásamt skeftinu) - skemmtilegt hvernig þetta smellur stundum saman.

Og þá held ég að það sé komið.

Image
Liturinn kemur nú ekkert sérlega vel út á þessari

Image
Muzzlebrakeið sést aðeins betur á þessari - það er bara fest á með skrúfum - ekki snittað.

Image
Hrikalega sáttur við þennan monopod

Image
Riffilinn ásamt þeim hlutum sem eiga eftir að fara á

Set síðan inn nýjar myndir þegar að allt verður klárt

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 18:54
by Tf-Óli
Þetta er snilld. Til lukku.
Gamla skeftið þitt er að ganga í endurnýjun lífdaga, riffillinn er í beddun.

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 19:12
by Gísli Snæ
Takk fyrir það Ólafur

Sá myndina um daginn. Gott að sjá að það fer á flottan riffil.

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 20:10
by Hjörtur S
Þetta er bara glæsilegt. Nú fer að koma tími á samanburð við Savage :lol:
Til lukku með gripinn !

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 20:17
by Gísli Snæ
Sæll Hjörtur

Já núna er bara að koma tími á það. Er líka að fara að prufa nýtt púður - Reloader 17.

Hlakka til að sjá hvernig það kemur út

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 20:33
by reynirh
Með glæsilegri Tikkum sem maður hefur séð, Til lukku með hann.

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 20:50
by Gísli Snæ
Takk fyrir það Reynir. Er mjög sáttur við hvernig þetta kom út.

Einu gleymdi ég þó - það er hvar ég verslaði allt í riffilinn og hvernig þær verslanir reyndurst.

GRS skeftið: Að sjálfsögðu verslað í Hlað og frábært að eiga við þá. Það stóðst allt sem þeir sögðu.

CDI botnplatan og AICS magasínið: Þetta var verslað á www.tikkaferformance.com Get ekki mælt nógu vel með þessum náungum (Jason og Greg). Engin vandræði með að senda út úr USA. Þeir voru mjög duglegir að uppfæra "statusinn" á vefsíðunni sinni. Maður sá auðveldlega í hvaða fasa pöntunin var

HSS boltahandfangið: það var einnig keypt frá www.tikkaperformance.com - en kemur frá www.hss.net.au - sem eru líka tilbúnir að senda til Íslands.

Bolt shroud: Keypti það af Tóta Óla sem fékk það í Noregi að mig minnir

Muzzlebrake: Pantað hjá www.roedale.de. Bremsan er snilldarvel smíðuð en það tók alveg 3 mánuði að fá hana. En engin vandræði með að panta og vaskurinn erlendis er ekki reiknaður með ef þið farið að spá í verð hjá þeim.

Atlas tvífótur: Þessi var aðeins erfiður. Til að byrja með vildi enginn senda hann út fyrir USA - bara enginn. Síðan vildi svo vel til að ég var að fara út til USA og fór að biðja menn um að senda á hótelið. Það gekk líka skelfilega illa þar til að ég fann www.milehighshooting.com . Þeir voru tilbúnir að senda á hótelið (athugaði aldrei með að senda beint frá þeim þar sem ég var hvort eð er að fara út þegar ég fann þá). Sendu strax - gáfu mér 5% afslátt því ég nota spjallborðið á www.snipershide.com og málið var dautt. Snilld að eiga við þá.

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 21:21
by gylfisig
Helv. laglegt.
Hvað tegund af parketi er þetta á gólfinu ' :D

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 21:26
by Gísli Snæ
Takk fyrir það Gylfi

Þetta er harðparket frá Agli Árnasyni :)

http://www.balterio.com/collection.php? ... =oth_eu-en

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 04 Oct 2012 21:44
by maggragg
Þetta er hreint út sagt GLÆSILEGUR riffill hjá þér Gísli. Vonandi fær maður að sjá hann einhverntíman í alvörunni. Er mjög spenntur fyrir Atlas tvífótum síðan ég sá þá fyrst á Snipers Hide fyrir nokkru síðan. Fallegt skepti, snilld að vera með botnplötu sem tekur AICS magasín. Þetta má segja að sé draumariffillinn. Til hamingju með græjuna!!!!

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 05 Oct 2012 20:22
by Gísli Snæ
Skellti mér út í Hafnir í dag til að prufu keyra gripinn áður en hann fer í beddun og loka lagfæringar. Þetta GRS skefti er hreint út sagt frábært. Ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Mæli hiklaust með því.

Hlaupbremsan var líka að virka vel þannig að núna er nánast allt hopp horfið úr rifflinum.

PS.
Efir fyrstu kynni, þá held ég líka að það sé bullandi framtíð í Reloader 17

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 05 Oct 2012 22:44
by Sveinn
Glæsilegt, Gísli! Býst við að eðalglerið Vortex Viper PST sitji ofan á þessu :D Segðu mér fávísum af hverju Butt hook er gott, skil monopod, en hefði haldið að Hunter útgáfan af GRS væri gott fyrir hreindýrið og skotprófið, er allavega sjálfur að spá í þannig skefti.

Og væri gaman að heyra af hverju þú valdir þessa magasíngerð. Hvaða kosti hún hefur fram yfir ríkismódelið frá Tikka,..

Takk fyrir góðar upplýsingar um verslunaraðila! I´m all ears...

Mbk, Sveinn

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 05 Oct 2012 23:11
by Gísli Snæ
Sæll Sveinn

Þessi riffill verður nú mest notaður á skotsvæðinu og vonandi í refaskytterí. Er með fínann Sako sem ég skottast með austur.

Butt hook og monobod fara hrikalega vel saman. Maður hefur frábært hald með vinstri hendinni og á mjög auðvelt með að stilla monopodinn með því að halda utan um skeftir (butt -hookið).

Magasínið var tekið út af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi var ég farinn að lenda í því að skotin voru ekki að passa í orginal magasínið - ekki mikið bil fyrir kúluísetningu. Síðan er ég ekki hrifinn af þessum plast magasínum og plast botnplötu. Og reyndar eftir daginn í dag þá komst ég að því að það er einhverra hluta erfiðara að setja Tikka magasínið í og taka það úr (nýja settið er ekki ennþá komið í) eftir að það fór í GRS skeftið. Og að lokum skal ég viðurkenna, því að ég er dellukarl, að mig bara drullu langið í þetta magasín og botnplötu :)

Já ef þú (eða einhver annar) hefur einhverjar spurningar t.d. varðandi þá sem seldur mér þetta allt, endilega sendið mér línu eða gerið bara eins og einn gerði í dag - hringið í mig - 6991386

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 06 Oct 2012 02:55
by TotiOla
Til hamingju með gripinn Gísli :D

Þetta er allt að skríða saman hjá þér. Virkilega eiguleg græja að verða! Og var þó flottur fyrir að mínu mati ;) Ein spurning. Hvað gerir skrúfan ofan á brake-inu? Þ.e.a.s. þessi eina sem stendur upp úr því.

Er þetta einhver stilliskrúfa eða er þetta til þess að losa um innsta lagið, sem ég var búinn að lesa mig til um að væri hægt að skipta út. Bæði eftir því sem þú færir þetta á milli kalíbera og eins ef það lætur á sjá vegna notkunar.

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 06 Oct 2012 11:28
by Gísli Snæ
Beið akkúrat eftir því að vera spurður að þessu :)

Þetta er festing fyrir mirageband (veit ekki hvað það er kallað á íslensku)

http://www.webshop.roedale.de/product_i ... -Band.html

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 06 Oct 2012 11:33
by maggragg
Snilld! Það verður ekki leiðinglegt hjá þér á næstunni :) Þurfum að skelli í eitt long range mót fljótlega :)

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 06 Oct 2012 12:30
by Gisminn
Er þetta til að koma í veg fyrir tíbrá ?

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 06 Oct 2012 13:50
by Gísli Snæ
Já. Mirage = Tíbrá.

En ég á ekki svona band - þetta er bara festing sem er til staðar.

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 07 Oct 2012 12:14
by hpþ
Sæll Gísli, ég er sjálfur nýlega kominn með riffil í þessu kaliberi og er mjög ánægður með það sem ég hef náð úr honum hingað til, en hann er þessa dagana án sjónauka og hef ég verið að velta fyrir mér þessum Vortex Viper sjónauka í 6,5 - 20 x 50, hef ekki litið í gegnum slíkan ennþá. Hvernig er skerpan á mestu stækkun og hvernig er glerið þegar farið er að slá á birtuna í samanburði við dýrari glerin ?

Heldur hann vel stillingu t.d ? Hef svo sem ekki heyrt neitt nema gott af þeim hingað til. :arrow:

Ps.
Flottur riffill hjá þér ;)

Re: Tikka Varmint í GRS Long Range

Posted: 07 Oct 2012 12:24
by AndriS
Gísli til hamingju með riffilinn. Hann lítur geðveikt vel út. Er sjálfur að setja reyna að klára minn. Skelli kannski inn myndum í kvöld. Vantar reyndar en að finna mér kíki.

Halldór P. 6,5 - 20 x 50 Viperinn hefur verið að fá góða gagnríni og fyrir þá sem ekki leggja í Vortex Viper PST 6-24x50 EBR1/Mrad FFP þá held ég að hann sé málið. Hef verið að íhuga hvort ég eigi að flytja hann inn þar sem 6-24x50 FFP ætlar að verða vandamál að fá hingað.