Page 1 of 1
Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 07 Oct 2012 22:16
by AndriS
Jæja ætlaði að vera búinn að setja eitthvað hérna inn fyrir löngu um nýja leikfangið. En betra er seint en aldrei. Vill líka koma ánægu minni á framfæri varðandi þá sem skrifa hérna inn. Gaman til þess að vita að menn gefa sér tíma til að setja niður hugleiðingar sínar.
Var búinn að vera að leita af riffil sem myndi heilla mig. Skoðaði Rössler og Howa mikið ásamt öðrum og aldrei ætlaði ég að geta fundið þann rétta. Þá voru einnig hugleiðingar um hvaða cal hann skildi vera í að trufla mig endalaust.
Þegar ég loks hafði ákveðið að 6.5x55 væri það sem ég vildi þá var ég kominn á nippið við að panta Rösslerinn en kunni bara aldrei almennilega við skeptin sem ég sá. Voru bara ekki að passa fyrir mig.
Þá vandaðist málið aftur...
Datt svo einn daginn inn í Hlað og sá þennan fína Otterup M52 í 6.5x55 og hafði gikknum og hlaupinu verið skipt út á einhverjum tímapunkti. Þarna kveiknaði hugmyndin af því að gera riffilinn bara nákvæmilega eins og ég vildi hafa hann.
Nokkrum dögum síðar hafi ég fjárfest í skepti úr Hlad, GRS Varmint/Sporter. Ekkert smá ánægður með það. Klárlega besta skepti sem ég hef komið höndum á.
Þegar ég hafði rifið Otterupinn niður og fengið skeptið var farið með þetta til Jóhanns Norðfjörð (Bóbó) og snittaði hann hlaupið, fræsti fyrir rail og bjó til muzzel brake. Einnig fór hann yfir gikkinn, lásinn og breyti boltahandfanginu. Þá var lásinn beddaður í skeptið.
Ég gæti ekki verið meira ánægður með útkomuna
Þá vantar manni bara sjónauka.

Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 07 Oct 2012 22:18
by AndriS
Tek það fram að Magnús Ragnarsson hafði enginn áhrif á hvaða cal ég valdi að lokum... Hóst Hóst ...

Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 07 Oct 2012 22:35
by Gísli Snæ
Glæsilegur. GRS hópurinn fer stækkandi
Eins og ég sagði einhverstaðar - þá verður erfitt fyrir þig að fá Vortex Viper PST - biðröðin er hrikalega löng og síðan skilst mér að USA búar séu alltaf að verða erfiðari og erfiðari í útflutningi. Talaði við Sigurði uppi í Hlað þegar ég náði í skeftið mitt og þeir höfðu ekkert frétt frá Vortex lengi.
Hvað með að taka bara Bushnell? Hef verið að lesa fína dóma um nýju Tactical sjónaukana þeirra. Eru á um 800 dollara úti í USA. Hef fínar reynslu af því að panta frá
http://www.libertyoptics.com
Síðan er félagarnir hjá Hlað komnir með spennandi Meopta - þó að hann sé MOA sem ég vill helst ekki.
http://www.hlad.is/index.php/netverslun ... oss.-copy/
Skoðaðir þú eitthvað að láta Bóbó Duracoata lásinn og hlaupið? Hafa menn einhverja skoðun á því?
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 07 Oct 2012 22:46
by AndriS
GRS er nátturulega bara málið
Ég er búinn að skoða mikið Bushnell í dýrari týpunum en þegar ég sendi á sumar búðirnar þá var afgreiðslufresturinn vangefinn. Virðist vera að allt sem er FFP og MIL sé bara ekki til á lager.
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 07 Oct 2012 23:44
by TotiOla
Sæll Andri
Til hamingju með gripinn og gott cal

Ef þú ert ekki fastur á FFP þá á ég til fyrir þig frábæran long range sjónauka á sanngjörnu verði.
Hentu á mig PM ef þú hefur áhuga á að skoða Sightron SIII SS 10-50x60 Mil-Dot með 0,05 MRAD færslum.
Annars bara til hamingju aftur og endilega póstaðu niðurstöðum þegar þú ert búinn að "tilkeyra" græjuna

Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 12:25
by Bc3
Rosalega flottur hjá þér en hvað kostar svona otterup 6,5x55í hlað núna?
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 13:21
by AndriS
Minnir að þeir hafi verið á 48.000 kr. Bara skoða gikkinn og hlaupið vel.
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 15:34
by Garpur
Flott sett, vonandi reynist hann vel.
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 18:24
by Hjölli
Til hamingju með gripinn sniðugt að kaupa máser og eiða svo í skefti og
græjur verður gaman að sjá hernig hann er að skjóta
er svoldið hissa samt hve margir virðast hafa áhuga á fyrst focal plane
krossi í riffilkíkir er það ekki verra i markskotfimi með mikla sækkun
þegar krossin er of breiður
kveðja
Hjörleifur Hilmarsson
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 18:32
by maggragg
Mér sýnist krossin vera það fínn að hann ætti ekki að vera vandamál. Krossinn er 0.4 MRAD að þykkt og þekur því alltaf 4 mm af skotmarkinu á 100 metra færi óháð stækkun, þ.e 8 mm á 200 metrum sem er undir 1 cm og það er nokkuð gott að skjóta grúppu undir 1 cm á því færi.

Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 20:32
by TotiOla
Hjölli wrote:Til hamingju með gripinn sniðugt að kaupa máser og eiða svo í skefti og
græjur verður gaman að sjá hernig hann er að skjóta
er svoldið hissa samt hve margir virðast hafa áhuga á fyrst focal plane
krossi í riffilkíkir er það ekki verra i markskotfimi með mikla sækkun
þegar krossin er of breiður
kveðja
Hjörleifur Hilmarsson
Sæll Hjörleifur
Ég er með svona FFP sjónauka og ég verð að segja, þó að taka beri mínum orðum með fyrirvara vegna takmarkaðrar reynslu, að þykkt krossins í mestu stækkun (s.s. mestu þykkt) svipar mjög til þykktar kross almennt í SFP. Er þetta skiljanlegt?
S.s. ef ég er með FFP á 24x þá er krossinn svolítið þykkur en þekur þó ekki meira en hann þekur á 6x þar sem þetta er FFP. Hins vegar ef ég er með SFP þá breytist þekjan eftir því sem þú ert með meiri stækkun. T.d. á mínum 10-50x60 SFP sjónauka þá er krossinn frekar þykkur og á 24x stækkun þá þekur krossinn svipað á 100m og FFP sjónauki í sömu stækkun, finnst mér. Hins vegar ef ég stækka upp í 50x þá er krossinn farinn að þekja mikið minna af skotmarkinu. Þó auðvitað sé enginn að fara að nota 50x á 100m

Það er amk. alveg óþarfi.
Magnús, þú ert svo vel að þér í fræðunum. Er þetta nokkuð tóm steypa hjá mér?
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 20:41
by TotiOla
Hér má t.d. sjá mynd af krossinum í svona sjónauka á (ef minnið svíkur mig ekki) 6x eða 8x stækkun og sést þarna vel hvað krossinn er fínn á lægri stillingum sjónaukans.
P.s. Biðst afsökunar á off-topic umræðunni hérna. Ættum kannski að stofna nýjan þráð um þetta?

Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 21:07
by maggragg
Þetta er rétt hjá þér Þórarinn og ég stofnaði nýjan þráð um þetta topic

Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 08 Oct 2012 21:15
by AndriS
Það var nú mikið í lagi að þráðnum hefði verið rænt í þessa umræðu

En fyrst Maggi er búinn að búa til nýjann þráð þá er það bara fínt líka.
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 09 Oct 2012 20:28
by Bc3
Hvað getur verið að gikk um i þessum byssum?
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 09 Oct 2012 20:47
by AndriS
Það er svo sem ekki endilega það að eitthvað sé endilega að gikknum. Heldur frekar að ef maður ætlar að versla Otterup Mauser þá er betra að reyna að finna byssu sem búið er að skipta um gikk. Oft var búið að setja keppnisgikk í þær og þar af leiðandi fær maður meira fyrir peninginn. Ég áttaði mig ekki sjálfur á því fyrr en að ég fór með mína til byssusmiðs sem sagði mér frá því að ég væri með gamlan og góðan keppnigikk. Ég er svo sem enginn sérfræðingur í þessu en hef líka prófað gömlu hergikkina og þeir eru grófari.
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 10 Oct 2012 11:05
by Björninn
Sæll Andri
Má spyrja að því hvað skeptið kostaði hingað komið?
Re: Nýja leikfangið Mauser - GRS
Posted: 10 Oct 2012 11:45
by AndriS
Þá er nú ekkert leyndarmál. Það var keypt af Hlað og verðin má sjá á vefnum þeirra.
http://www.hlad.is/index.php/netverslun ... kepti/grs/