Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember FRESTAÐ

sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember FRESTAÐ

Unread post by sportvik »

Jæja kæru vinir

Núna erum við hjá Sportvík að undirbúa borgarferð með vörurnar okkar. Við munum verða á Skotsvæði Skotreynar laugardaginn 3 nóvember frá 13-16.

Erum með vörur til sölu á staðnum og einnig tökum við pantanir í aðrar vörur.
Kynnum fyrir ykkur nýja tegund af skotgleraugum á íslenska markaðinum til að nefna eitthvað.

Fyrir ykkur sem að ekki hafið heyrt af okkur áður þá erum við að koma ný inn á markaðinn,
við flytjum inn þrengingar frá Briley, sigti frá Hiviz, skeptispúða frá KickEez, byssutöskur frá Negrini og Megaline einnig erum við með hreinsisett frá Megaline ásamt öðrum smáhlutum tengdum hreinsun á skotvopnum. Snap caps. Skotgleraugur frá Top Gun og Post 4. Byssupokar frá TopGun.

Hvet alla til að mæta í Skotreyn með byssuna með sér og taka nokkur skot áður en rjúpnatímabilið byrjar :)

Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum

kv Snjólaug
Last edited by sportvik on 03 Nov 2012 08:37, edited 1 time in total.
User avatar
Jón Pálmason
Posts: 177
Joined: 16 Aug 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Location: Sauðárkróki

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by Jón Pálmason »

Sæl Snjólaug.

Bestu óskir til ykkar með kynninguna.
Dagurinn sem þið veljið, er að minnsta kosti góður:)

Kveðja af Króknum, Jón P
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði
Hjölli
Posts: 27
Joined: 02 Jun 2012 21:55
Location: Kopavogur Iceland

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by Hjölli »

Það er gott og blessað að vera með kynningu
en ég get ekki verslað við firirtæki sem er bara með facebook síðu.

kv
Hjörleifur Hilmarsson
sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by sportvik »

Hjölli wrote:Það er gott og blessað að vera með kynningu
en ég get ekki verslað við firirtæki sem er bara með facebook síðu.

kv
Sæll Hjörleifur

Við erum að vinna í því að vera með meira en bara facebook síðu. Allt tekur þetta tíma og er mikil vinna að koma upp vefverslun en hún verður vonandi tilbúin núna á næstu vikum. Svo er þér frjálst að hafa samband við okkur til að fá frekari upplýsingar hjá okkur og ef þú ert á ferðinni þá erum við staðsett á Blönduósi.

kv Snjólaug
sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by sportvik »

Jón Pálmason wrote:Sæl Snjólaug.

Bestu óskir til ykkar með kynninguna.
Dagurinn sem þið veljið, er að minnsta kosti góður:)

Kveðja af Króknum, Jón P
Takk kærlega fyrir Jón, við eigum svo örugglega eftir að heimsækja ykkur einhvern tímann við tækifæri :)
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by Veiðimeistarinn »

Það er sama hėr, ég er ekki á facebook, þess vegna er ég ekki með á mörgum sviðum.
Ég kannast svosem við það fyrir, ég er ekki með kredetkort heldur, það kostar að ég get ekki nýtt mér ýmis tilboð.
Svo vefst þaðfurðulega fyrir sumum að taka við reiðufé, ég reyni að nota debetkortið mitt sem allra minnst.
Svo er það líka oft frekar erfitt að fá greiddar smáskuldir hjá vinum og kunningjum sem allir vilja millifæra en ég hef lagt út í reiðufé og vil að sjálfsögðu fá í sama.
En ég hef átt góð viðskipti við Sportvík, skilti sem Jón skildi eftir fyrir mig á kynningu í Oddsskarði, en ég varð að vísu að greiða það með millifærsku vegna þess að þau feðgin voru á braut þegar ég tók skiltið :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by sportvik »

Veiðimeistarinn wrote:Það er sama hėr, ég er ekki á facebook, þess vegna er ég ekki með á mörgum sviðum.
Ég kannast svosem við það fyrir, ég er ekki með kredetkort heldur, það kostar að ég get ekki nýtt mér ýmis tilboð.
Svo vefst þaðfurðulega fyrir sumum að taka við reiðufé, ég reyni að nota debetkortið mitt sem allra minnst.
Svo er það líka oft frekar erfitt að fá greiddar smáskuldir hjá vinum og kunningjum sem allir vilja millifæra en ég hef lagt út í reiðufé og vil að sjálfsögðu fá í sama.
En ég hef átt góð viðskipti við Sportvík, skilti sem Jón skildi eftir fyrir mig á kynningu í Oddsskarði, en ég varð að vísu að greiða það með millifærsku vegna þess að þau feðgin voru á braut þegar ég tók skiltið :D
Takk kærlega fyrir góð orð Sigurður. Vonandi kom skiltið vel út :)

Við gerum okkar besta að koma til móts við viðskiptavini okkar. Og það er alveg öruggt að við verðum ekki með einhver tilboð sem að gilda bara með kreditkortum eða álíka.
Það mun jafnt yfir alla ganga.

Eins og ég tók fram þá erum við með heimasíðu/vefverslun í vinnslu og vonumst við til þess að síðan verði klár fljótlega.

kv Snjólaug
sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by sportvik »

Jæja núna er bara vika í það að við verðum í Skotreyn. Þann 3 nóvember frá 13-16 (17)

Við verðum með allar þær vörur með okkur sem að við eigum á lager til sölu og einnig munum við taka niður pantanir. Flestar vörur sem við eigum á lager á fínum afslætti.
Hægt verður að fá ráðleggingar um val á þrengingum, skotgleraugum og sigtum.

Vöruvalið hjá Sportvík er alltaf að aukast. Við erum með vörur eins og byssutöskur, byssupoka, skotgleraugu, sigti, þrengingar, þrengingabox og fleiri aukahluti, hreinsisett og aukahluti tengda hreinsun á byssum, snap caps fyrir riffla og haglabyssur, derhúfur, sólgleraugu og núna það nýjasta hjá okkur skotgleraugu frá Post 4, skeptispúðar frá KickEez og vasaljós frá Nextorch.
Aldrei að vita nema við verðum með einhver tilboð sem verða eingöngu í boði þennan dag.

Endilega kíkið á okkur og þið sem eruð með facebook, kíkið endilega hérna inn á þennan link og smellið á going efst hægra megin.

https://www.facebook.com/events/470577889639524/

Og endilega bjóðið vinum og kunningjum með ykkur og ekki gleyma að taka makann með, jólin eru alveg að koma nefnilega. Opið hjá Skotreyn þennan dag svo um að gera að taka byssuna með sér og skella sér smá á völlinn.

Hlökkum til að sjá ykkur öll staðnum.
kv Snjólaug og Guðmann
Sportvík
sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by sportvik »

Eins og staðan er á veðurspá fyrir helgina þá erum við með það í athugun hvort að við getum komið til höfuðborgarinnar á morgun til að halda kynninguna. Við munum taka ákvörðun í kvöld í samráði við félagsmenn Skotreynar hvort að við komum. En ef það verður því miður raunin fylgist þá samt með okkur því að við ætlum samt sem áður að bjóða upp á þau tilboð sem að við ætluðum að hafa á morgun. SVo vil ég líka benda á að við munum verða í Reykjavík 30. nóvember og 1. desember í Álfheimum 2 með allar okkar vörur og einhver tilboð í gangi.

Kíkið á auglýsinguna um það hérna inni og fylgist þá með þegar nær dregur
https://www.facebook.com/events/312997148798434/

kv Snjólaug
Padrone
Posts: 150
Joined: 02 May 2012 11:15
Location: Kópavogur

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by Padrone »

*hóst* 30. nóv ... ef veður leyfir :D ;)
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
User avatar
257wby
Posts: 193
Joined: 21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Location: Blönduós

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by 257wby »

Já vonandi komumst við suður 30 nóv og getum sýnt ykkur það sem við erum með á boðstólnum (ýmislegt sniðugt í jólapakkann eða í skóinn ;) , það er orðið nokkuð langt síðan maður hefur fengið alvöru vetrarveður hérna á Blönduósi...líklega hátt í 10 ár :)

Kv.
Guðmann
Sportvík
Blönduósi.
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.
sportvik
Posts: 83
Joined: 23 Jan 2012 21:49

Re: Sportvík með kynningu í Rvík 3 nóvember

Unread post by sportvik »

Við verðum því miður að tilkynna það að við verðum ekki með kynningu á morgun á Skotsvæði Skotreynar, vegna slæmrar veðurspár, færðar og þar sem að skotsvæðið fór illa út úr veðrinu í dag.

En fylgist endilega með á morgun, við ætlum samt sem áður að bjóða upp á þau tilboð sem að áttu að vera.

Tilkynnum þau hérna inni á morgun.

Fyrir hönd Sportvíkur
Snjólaug Jónsd.
Post Reply