Page 1 of 1

Jæja viskubrunnar!

Posted: 27 Oct 2012 13:10
by Gunnar Óli
Sælir\Sælar

Nú vantar mig upplýsingar!

Mauser með otterup hlaupi og k98 lás cal 6,5-55 - hvernig eru þessir?

Það þarf að bora fyrir sjónaukafestingum og beygja boltahandfang til að koma fyrir sjónauka - kostnaður sirka?

Hef ekki meiri upplýsingar um gripinn né hef ég skoðað hann. Allt svona á byrjunarstigi.

Re: Jæja viskubrunnar!

Posted: 27 Oct 2012 13:13
by Gunnar Óli
Má eyða.... Veit ekki afhverju þetta kom aftur :(

Re: Jæja viskubrunnar!

Posted: 27 Oct 2012 13:26
by Veiðimeistarinn
Þú hefur bara ekki getað hamið fiktputtann.....hehehehehe :lol:

Re: Jæja viskubrunnar!

Posted: 27 Oct 2012 13:50
by Gunnar Óli
Fjári fína fingur hef
Sem fiktað hafa víða
Þó er best er um þeim vef
Þá sjálfum mér að rí*a

Re: Jæja viskubrunnar!

Posted: 27 Oct 2012 14:45
by 257wby
Góður lás,gott skepti og ef hlaupið er í góðu standi þá eru þetta líklega bestu kaupin í rifflum í dag,sérstaklega ef viðkomandi hefur gaman af smá fikti :)

Kv.
Guðmann

Re: Jæja viskubrunnar!

Posted: 27 Oct 2012 15:03
by Veiðimeistarinn
Hm....hm....aftur að efni þráðarins :lol:
Bróðir minn keypti sér svona riffil notaðan fyrir ári síðan, hann lét að vísu byssygúrúinn Kidda Skarp kíkja gegn um hlaupið á honum og Kiddi gaf því bestu einkun, sá riffill var með breyttan bolta og áskrúfuð kíkisreal, hjá Agnari ef ég man rétt, það ætti að vera hægt að fá svar um kostnað þar.
Málið er nefninlega það að það voru fluttir inn nokkrir svona rifflar í pakka frá dönskum skotklúbbi og þeir voru mismikið skotnir, sumir nánast ónotaðir aðrir mikið skotnir með slitin hlaup.
Hvað sem notkun þeirra líður eru þetta ágætis vopn og oft á tíðum góð kaup, þó hlaupið sé sliðið stendur lásin alltaf fyrir sínu og hægt að fitta við hann nýtt hlaup og skinna upp skeftið eftir atvikum samanber........ http://spjall.skyttur.is/veidi/er-laegd ... -t700.html (skrolla niður).
Bróðir minn til dæmis lét Arnfinn setja nýtt hlaup á sinn þegar honum áskotnaðist lítið notað Lothar Walther hlaup í 6,5-284.
Ég ráðlegg þér endilega að kaup þennan riffil þetta eru ágætisvopn og allaf hægt að smíða úr þessu ef hlaupið er slitið.