Page 1 of 1

https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 20:19
by Spíri
Hefur einhver pantað vörur frá þessari síðu??? Ég var að leggja inn pöntun í gær og hef ekki fengið neinn staðfestingar póst, ætti maður ekki að fá svpleiðis?

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 20:41
by Gísli Snæ
Sæll Þórður

Já ég hef pantað þarna. Man ekki hvort að ég fékk póst en inni á lokaðasvæðinu á vefsíðunni var regluleg uppfærsla á pöntuninni. Það stóð allt eins og stafur á bók hjá þeim. Vissi að eitthvað var ekki til þegar ég pantaði en ég gat fylgst með því þegar að það kom inn til þeirra og var póstlagt.

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 21:24
by Spíri
Takk fyrir þetta Gísli, nú er bara að bíða spenntur eftir póstinum :lol:

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 21:31
by TotiOla
Segðu mér að þú hafir verið að panta Razor HD ?? :D Djöfull væri ég til í hann!

Image

En svona fyrst ég er byrjaður... má maður forvitnast um hvað þú varst að versla?

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 22:16
by Spíri
Ég var nú bara að panta mér rail og nýtt boltahandfang ;) Er svona smátt og smátt að uppfæra aðra tikkuna mína :)

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 22:41
by TotiOla
Ég skil.

Tókstu standard rail eða fórstu í 20 MOA?

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 06 Nov 2012 23:27
by Spíri
Standard, og það upplýsist hér með að ég var að fá tölvupóst sem hljóðar svona:

This message was sent to you at the request of Tikka Performance Center, to notify you that they have shipped a package to you. For details about your shipment or to track your package, please refer to the information below.

Shipment Details
Shipped To: Thordur Sigurdsson

Þeir klikka greinilega ekki drengirnar þarna vestra :P

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 07 Nov 2012 12:21
by Gísli Snæ
Það var rosalega gott að eiga við þessa. Ég pantaði slatta frá þeim - 2 boltahandföng, standar magasín, follower, og síðast en ekki síst CDI bottom metal og AICS magasín. Ekkert vesen með útflutninginn og allt stóð eins og stafur á bók.

Held samt að þeir sendi sjónauka ekki út fyrir USA.

Mæli með þessum aðila.

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 07 Nov 2012 13:26
by Garpur
Sælir, getið þið sagt mér hvort magsínið sem þeir eru að selja þ.e, CDI bottom metal og AICS magasín -308 . tekur 284 hylki.

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 07 Nov 2012 14:04
by Gísli Snæ
Ja núna er ég ekki viss. Riffilinn minn er hjá Finna þessa stundina. Spurning um að þú bjallir bara í hann og athugir hvað hann segir.

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 07 Nov 2012 15:43
by Garpur
Goggle segir "no can do" :( , fann svar inná snipercentral.

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 07 Nov 2012 16:03
by iceboy
Ég var að skoða aðeins á þessari síðu en gat ekki fundið það semég var að leita að sem er semsagt 5 skota magasín í Tikku t3 í cal 6,5x55.

Er kannski eitthvað af þessum magasínum sem eru þarna sem passa fyrir þetta cal þó að það sé ekki talið upp?

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 08 Nov 2012 14:50
by Einar P
Þessir senda til islands ef þú villt panta annarstaðar frá en henni ameríku.

http://www.jakt.se/vapen-skyttetillbeho ... gasin.html

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 08 Nov 2012 16:35
by iceboy
Ég er alveg til í að panta úr Ameríkuhreppnum og hef gert, ég sá bara ekki fljótt magasínið fyrir mitt cal. En með aðeins betri skoðun þá er það víst þarna.

Er einhver að fara að panta þaðan? Ef svo er þá heffði ég alveg áhuga á að vera með í pöntun, svona til að ná aðeins niður sendingarkostnaði. Mig vantar bara eitt magasín og finnst blóðugt að borga helming af verði vörunnar í sendingarkostnað

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 04 Dec 2012 09:25
by Spíri
Jæja þá eru hlutirnir komnir sem ég pantaði. Miklir öðlingar þarna fyrir vestan og mjög gott að eiga við þá, mæli hiklaust með þeim þó svo að þetta hafi tekið smá tíma.

Re: https://www.tikkaperformance.com

Posted: 04 Dec 2012 11:29
by Gísli Snæ
Gott mál. Eins og ég sagði við þið - þetta tekur smá tíma hjá þeim en skilar sér að lokum.

Fór með endurbættu Tikkuna mína út í Hafnir í gær. Var m.a. að prufa CDI botnplötuna og AICS magasínið í fyrsta sinn. Þvílík snilld.

Riffillinn í heild orðinn alveg frábær.