Page 1 of 1
260 Rem
Posted: 18 Nov 2012 01:41
by Sveinbjörn
Er einhver að nota þetta hér á Íslandi?
Hvaða kúlur og og svona til að rugla okkur í rýminu þá hver er munurinn á kúlu í 6,5 og 260?
Td. á Pakka sem ég er með fyrir framan mig stendur 6,5mm
og þar fyrir neðan 264''
Að sjálfssögu er ég búinn að Göggla þetta í drasl og lesið ýmisleg frá Ameríkuhrepp umþetta cal. ´
Fróðlegt væri að heyra af Landa Fjanda sem hefur notað þetta.
Re: 260 Rem
Posted: 18 Nov 2012 02:50
by maggragg
Sæll Sveinbjörn
.260 er nafnið á hylkinu sem .308 "neckað niður í .264" en .264" er einmitt það sem við köllum 6,5mm. Þetta er sama kúla og 6,5x55 notar t.d. og afköstinn mjög sambærileg ( sami hraði ). Þ.e.a.s. að það er lítill sem enginn munur á falli, eða slagkrafti, nema auðvitað að .260 Rem er short hylki og passar beint í bolta og magasín af .308 riffli.
Það er nokkrir með þetta hér heima og held ég að það sé að koma bara frábærlega út, enda hvernig getur 6,5x55 í minni umbúðum annað en komið vel út
Þetta er efst á listanum mínum núna fyrir næsta cal, er núna með 6,5x55. Þar á eftir er .284 Win orginal

Re: 260 Rem
Posted: 18 Nov 2012 10:23
by T.K.
Maggi, þú gætir haft gaman af þessari lesningu sem birtist nýverið
http://www.shootingtimes.com/2012/11/16 ... t-to-have/
Re: 260 Rem
Posted: 18 Nov 2012 17:49
by maggragg
Grendel er flott hönnun en þessu hylki var ætlað að koma í stað .223 í AR-15 útfærslum af rifflum. Hylkið er að skila sér í meiri slagkrafti og betra færi samanborið við .223 í hylki sem er ekki lengra en .223
Hinsvegar er það ekki sambærilegt við .260 eða 6.5x55 enda mun stærri hylki, og auðvitað lengri og passa ekki í AR-15. En þetta sýnir hvaða yfirburði kúlur með þvermálið 6.5 hafa yfir aðrar þegar kemur að flugeiginleikum, og mikilvægi BC stuðuls fram yfir hraða.
Re: 260 Rem
Posted: 18 Nov 2012 20:27
by Gísli Snæ
Ég er með riffil í þessu caliberi - einstaklega ánægður með hann. Hef eingöngu verið að skjóta Scenar kúlum - 123 gr og 139 gr.
Mest notað VV 160 en er ný byrjaður að prufa Reloader 17 en það er ekki komin næg reynsla á það ennþá.
http://spjall.skyttur.is/skotvopn/tikka ... -t707.html
Re: 260 Rem
Posted: 18 Nov 2012 20:28
by Gísli Snæ
Ég er með riffil í þessu caliberi - einstaklega ánægður með hann. Hef eingöngu verið að skjóta Scenar kúlum - 123 gr og 139 gr.
Mest notað VV 160 en er ný byrjaður að prufa Reloader 17 en það er ekki komin næg reynsla á það ennþá.
http://spjall.skyttur.is/skotvopn/tikka ... -t707.html
Re: 260 Rem
Posted: 19 Nov 2012 09:34
by konnari
Hér er nýleg 3 skota grúppa (á 100m) úr Sakoinum mínum í 260 rem. kúlan er 123 gr. Hornady A-max.....þetta kaliber er bara algjör snilld.
Re: 260 Rem
Posted: 19 Nov 2012 10:48
by maggragg
Það eru þónokkrir póstar hér á spjallinu sem fjalla um þetta hylki eða koma inn á það...
http://spjall.skyttur.is/endurhledsla/l ... -t121.html
http://spjall.skyttur.is/skotvopn/nokku ... -t491.html
http://spjall.skyttur.is/riffillgreinar ... -t252.html
Og svo fullt af öðrum þráðum en ég þarf eitthvað að fikta í leitarvélinni þvi hún virðist ekki leita af tölum eins og kaliberum!!!
Re: 260 Rem
Posted: 21 Nov 2012 09:08
by Hjörtur S
Þetta er flott grúppa Ingvar.
Ég hef einnig verið að velja A-max 123gr í 260 cal og verið ýmist með N150 eða N550. Þessi grúppa sem þú sýnir hvernig var hún hlaðin og OAL ? Þekkir þú hraðann hjá þér?