Page 1 of 1

mér fróðari menn um tikka.

Posted: 23 Nov 2012 18:03
by Konni Gylfa
Sælir félagar, ég var að versla mér tikku t3 varmint stainless í stað howa riffilsins sem ég ætlaði að kaupa. nú kemst ég ekki inn á tikkaperformance.com en langaði að vita hvort menn hefðu einhverjar sniðugar breytingar gert á þessum rifflum. og er ekki hægt að losna við þessi skelfingar magasin úr þessu, finnst þetta plast hræðilega ljótt.

MBK Konni Gylfa

Re: mér fróðari menn um tikka.

Posted: 23 Nov 2012 18:32
by Gísli Snæ
Sæll Konráð

Það er hægt að gera nánast allt við Tikka.

Hér er minn Tikka Varmint eftir frekar umfangsmiklar breytingar sem var að ljúka

Image

Re: mér fróðari menn um tikka.

Posted: 23 Nov 2012 18:38
by Konni Gylfa
þetta er bara glæsileg byssa. en ég hef ekki aur til að fara grs skepti núna en það er planið að setja hana í límtré. er eitthvað að græða á að vera með rail frekar en þetta venjulega basa system? og hvað er recoil lug upgrade?

Re: mér fróðari menn um tikka.

Posted: 23 Nov 2012 18:41
by Gísli Snæ
Já þú færð meiri svigrúm til að stilla sjónaukann með rail. Er með EGW rail sem var keypt í gegnum Hlað.

Er síðan með CDI botnplötu og AICS 5 skota magasín sem bæði voru keypt hjá www.tikkaperformance.com. Ekkert búinn að prufa það þar sem ég sótti riffilinn til Arnfinns í gær.

Fékk hann til að skipta um recoil lug um leið og hann beddaði riffilinn.