Page 1 of 2

Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 09 Dec 2012 22:13
by maggragg
Merkilega byssa sem var að koma úr verksmiðjum Savage. Sennilega hugsað sem tæki fyrir byrjendur í veiði, veit ekki hvort að hún sé praktískt við veiðar á Íslandi? Gæti kannski hentað við minkaveiðar?

Tvíhleypa fyrir .22LR eða .22WMR og .410.

Image

Image

http://savagearms.com/firearms/model/Model42

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 09 Dec 2012 22:23
by Tf-Óli
Þetta er öruglega afbragðsgott í bakpokan á svona "in to the wild" ferðalögum. En eins og þú segir, varla hér á landi.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 09 Dec 2012 23:39
by 257wby
"Spes"faktorinn er ekki nógu hár til að yfirvinna ljótleikann :)
Eins og maðurinn sagði, "lífið er of stutt til að veiða með ljótri byssu".

Kv.
Guðmann

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 10 Dec 2012 15:17
by TotiOla
257wby wrote:Eins og maðurinn sagði, "lífið er of stutt til að veiða með ljótri byssu".
:lol: Við verðum að fá LIKE-hnapp ef/þegar það verður möguleiki á svona spjallborði.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 10 Dec 2012 21:08
by Aflabrestur
Sælir.
Strákar þetta er það ljótt að þetta er orðið flott aftur væri alveg til í eina svona í fullorðins cal þe. ekki minna en .30-06/12ga en 45/70/10ga væri enn betra. Annars framleiddi Savage lengi combi byssu sem hét model 24.
Mig hefur alltaf langað í svona grip en aldrei komist nær því en að eiga svona hlaup á Brno 104 naglbít, þannig að ef eh. veit um þannig lás þá vill ég kaupa.
Svo eru nokkrar Baikal combi á ferðinni hér það en væri náttúrulega toppurinn komast yfir þannig.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 10 Dec 2012 21:27
by Veiðimeistarinn
Það væri nú allt í lagi að eiga svona ef hægt væri að fá gripinn á sama verði og hann fæst hjá Guns America eða Gallery of Guns í Ameríkuhreppi á rúmlega 60 þúsund í okkar ástkæru ylhýru krónum, ef ég skil það rétt.

Fegurð í byssum er svo afstætt hugtak, einhverntíman var haft eftir einhverjum kokki í sjónvarpinu hjá þeim í Spaugstofunni ,,því ljótari sem fiskurinn er því betri er hann á bragðið".

Hvað um frasann ,,það er fallegur dagur þegar vel veiðist"!
Það væri hægt að afbaka þetta og segja ,,byssan er falleg þegar vel veiðist"!
Eða fyrir pappaskytturnar ,,séu gruppurnar góðar er byssan falleg"!

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 11 Dec 2012 08:32
by Stefán_Jökull
Ég er sammála Jóni, væri alveg til í svona grip í skárra kalíberi. Nr. 12 og .222 til dæmis.

Þetta er skemmtilega ljótt verkfæri, því verður ekki neitað, og ef verðið heldur sér, og óskahlaupvíddir fengjust, þá er þarna komið nýja bóndarörið mitt. ;)

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 11 Dec 2012 12:05
by EBJ
Sæll Stefán_Jökull...

Er alveg sammála þér með bóndarör í 12/222 á einmitt eitt þannig,
fannst það nokkuð áhugavert...

Svo á ég annað bóndarör kanski áhugavert líka, og þá í mink... 22LR / 28 GA.
Spurning ..

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 11 Dec 2012 15:07
by skepnan
Sæll Stefán Jökull, ég tel mig hafa fundið hið ágætasta bóndarör á vefnum.
http://eaacorp.com/portfolio-item/mp94- ... tgunrifle/
Baikal í .223 rem og 12ga saman í aðeins fallegri grip ;)
Svo er líka hægt að fá gripinn í 308 (eitthvað fyrir Sigurð :lol: ), 30-06 og 7.62x39. Það hlýtur að vera fyrir stórbændur :roll: Svona rollu smábóndi eins og ég væri náðarsamlegastur ef ég fengi að kaupa mér svona 223 :oops: :oops:

Kveðja Keli

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 11 Dec 2012 18:13
by Stefán_Jökull
http://www.hiss.is/product.php?id_product=79

Nú er bara að vita hvað þeir taka fyrir gripinn. Þetta er ríkisbyssan, ég fullyrði það!

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 15:34
by Veiðimeistarinn
Keli minn, þakka ábendingua en ég á þegar svona ríkisbyssu af Valmet gerð 12/222 svo ég þarf ekki á 308 að halda, enda vil ég frekar halda geðheilsunni :lol:
Ég er alveg sammála ykkur að þetta er mjög hentug kombinasjón af byssu að vera og nýtist mér til dæmis mjög vel á grenjum, þá er ég með tvær byssur í einni og sömu veiðigræjunni.
Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að þegar tófan kemur heim og ég fylgist með henni koma gegn um red dottinn, tilbúinn með fingurinn á riffilgikknum, sem er sá aftari, en tófan kemur nær og nær án þess að stoppa, þá er gott að geta fært sig fram á fremri gikkinn og tekið hana með haglabyssunni.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 16:01
by Stefán_Jökull
Þetta er gaman að sjá. Stækkar kíkirinn eitthvað? Veit um 4x kíki sem væri ídeal á svona grip.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 16:42
by Veiðimeistarinn
Ég kíkti á hann, það stendur á honum 1x28, svo hann stækkar ekki neitt og er með 28 mm linsu, á móti svona 32mm uppí 56 í venjulegum kíkjum.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 17:07
by 257wby
Þarna erum við farnir að tala saman :) Bæði Valmetinn (Marocchi Finn Classic í dag) og Baikalinn eru afbragðs verkfæri og líta betur út en Savage afkvæmið :D
Væri gaman að eiga svona combi byssu í 12ga og t.d. 222rem, og svo auka 12ga hlaup á hana :)

Kv.
Guðmann

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 19:42
by Stefán_Jökull
Hafði samband við Hiss.is. Stórar líkur á að ég slái til næst þegar ég fæ kaupleyfi frá frúnni.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 19:53
by Gisminn
nefndu þeir verð ?

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 12 Dec 2012 19:56
by Aflabrestur
Sæll Stefán.
Ég væri alveg til í að vera með ef panta á svona grip, það þarf ekkert helv..... leyfi frá frúnni bara láta vaða. Það er svo miklu auðveldara að fá fyrirgefningu en leyfi ;) en fékkstu eh. verðhugmynd? þær voru á rétt um 80.000- í Ellingsen þegar þær voru til þar. Og ég asnaðist ekki til að kaupa eina.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 13 Dec 2012 14:54
by Stefán_Jökull
Hiss nefndi 140.000 fyrir þriggja tommu 12/.222 Baikal.
Svo er Marocchi FinnClassic á 180.000 hjá Hlað.

FinnClassic er uppseldur.

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 04 Jan 2013 19:46
by maggragg
Sá svona Savage tvíhleypu í Vesturröst áðann. Þeir eru greinilega komnir með hana á boðstólinn. .22LR og .410

Re: Ný "veiðibyssa" frá Savage

Posted: 04 Jan 2013 22:03
by Aflabrestur
Sæll.
Var verðmiði á kvikindinu?