Page 1 of 1
Vesturröst að taka pöntun fyrir Rössler, hlaup og fl.
Posted: 18 Dec 2012 10:15
by maggragg
Þeir hjá Vesturröst létu mig vita að þeir væru að taka pöntun fyrir Rössler milli jóla og nýárs. M.a. hlaup ef menn óska eftir einhverju sérstökum cal. Þeir þurfa að taka inn lágmarksmag af hlaupum þannig að ef einhverjir hafa áhuga á því að bæta við safnið er um að gera að hafa samband við þá því þetta verða sérpantanir.
Re: Vesturröst að taka pöntun fyrir Rössler, hlaup og fl.
Posted: 18 Dec 2012 10:36
by Veiðimeistarinn
Ég veit að það er líka hægt að panta Rössler gegn um Veiðfluguna á Reyðarfirði sem líklega fer í þennan sama pakka Vesturrastar.
Það er flott þjónusta við okkur austanmenn að fara til Björgvins og spekulera í hlutunum augliti til auglitis en þurfa ekki að liggja í símanum til að panta svona pakka.
Re: Vesturröst að taka pöntun fyrir Rössler, hlaup og fl.
Posted: 20 Dec 2012 10:45
by Gunnar Óli
sælir/sælar
er að velta fyrir mér hvernig svona hlutir fara fram?
þ.e.a.s hver er afgreiðslutíminn á svona pöntunum og hvernig er með greiðslu, borga menn allt eða hluta áður?
bara svona forvitni! (stefni á Rössler í framtíðinni)
Re: Vesturröst að taka pöntun fyrir Rössler, hlaup og fl.
Posted: 20 Dec 2012 10:52
by maggragg
Ég þekki það ekki nákvæmlega. En Jón Ingi í Vesturröst talaði um að þeir taki inn eins stóra sendingu í einu og þeir geta en það borgar sig ekki að panta lítið í einu. Þessvegna eru þeir að taka niður pöntun núna á hlaupum og verður það svo ekki gert aftur strax. Hringdu bara í þá og kannaðu með þetta. Afgreiðslutíminn er án efa nokkrir mánuðir eins og er algengt með byssur sem eru pantaðar að utan.