Page 1 of 1

Skeptasmíði á tvíhleypu

Posted: 04 Jan 2013 14:04
by Morri
Sælir félagar og gæfuríkt komandi veiðiár


Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í skeptismáum á ca 30ára gamalli Armi P Zanoletti tvíhleypu sem ég á.

Fyrir nokkrum árum tóku skeptin á henn að springa, bæði. Ég ákvað þá að ég tæki aðeins á þeim, lakkleysti og límdi þau svo með einhverju sem þótti gáfulegt af þeim sem ég ráðfærði mig við þá. Ég var svo ekki búinn að skjóta mörgum skotum úr henni þegar þetta tók að springa á nýjan leik, og enn bættust við sprungur á stöðum sem eru viðkvæmir í afturskeptinu.

Við þetta þá lagði hér byssunni enda á maður svosem alveg nokkrar aðrar í takinu.

Nú langar mig að endurnýja skeptin á byssunni, enda skemmtileg byssa og mín fyrsta.

Er hægt að kaupa skepti á þetta ( reikna nú ekki með því)
Með hverjum mælið þið með í smíðina?
Hvað gæti svona lagað kostað?

Er gáfulegast að kaupa efni í þetta hér á landi ( hvar þá?) og fá mann sem ég þekki sem hefur aðgang að fullkomnu trésmíðaverkstæði til að fræsa það mesta og koma lagi á þetta og koma þessu svo heim og saman endanlega sjálfur?


Margar spurningar, enda flókið mál ;)

Re: Skeptasmíði á tvíhleypu

Posted: 04 Jan 2013 17:13
by 257wby
Sæll Ómar.
Er þetta hlið við hlið eða undir yfir byssa,boxlás eða kinnalás?
Það er ekkert óyfirstíganlegt að smíða þetta,forskepti er hægt að grófvinna
að miklu leiti með fræsara.Afturskeptin eru erfiðari viðureignar sérstaklega fittun
að lás ef um kinnalás er að ræða.
Þú getur notað orginal skeptin til hliðsjónar varðandi mál og annað :)
Ég hef keypt hnotu í þau skepti sem ég hef smíðað hjá Efnissölunni í Kópavogi.

Kv. Guðmann

Re: Skeptasmíði á tvíhleypu

Posted: 04 Jan 2013 20:17
by Morri
Sæll Guðmann

Já ég held að maður myndi nú klóra sig fram út þessu, þokklega góður í höndum og þekki vel til margra snillinga sem eiga það sem vantar.

En þetta með að fá einhvern sem er vanur þessu til að taka þetta að sér frá a-ö væri eitthvað sem ég hefði gaman af að fá að vita hvað hann tæki ca fyrir. Átta mig vel að þetta er mikið verk og ekkert skepti eins.

Þetta er undir/yfir lamarlás,getur farið óvenju mikið í saman. Sennilega kallast það kinnalás þegar þunnt er í afturskeptinu fremst þar sem gikkhúsið fer yfir?

Re: Skeptasmíði á tvíhleypu

Posted: 04 Jan 2013 21:43
by 257wby
Sæll .
Kinnalás kallast það þegar gikkverkið er í hliðarplötunum,einnig til boxlásar með plötum, t.d. Guerini Essex.
Byssan þín virðist vera með frekar einföldum boxlás,beinar línur þar sem skeptið fellur að lásnum sem
gerir smíðina enn þægilegri :)
Það er ekki ódýrt að láta smíða skepti á byssur, ef ég tek dæmi af keppnisskeptum sem menn hafa verið að flytja inn að undanförnu þá er algengt verð 150-200.000 á afturskepti. Ef þú færð þurra hnotu (8-10%) þá myndi ég í þínum sporum reyna mig við þetta sjálfur, efniskostnaður er væntanlega 5-6000 kr.

Kv.
Guðmann

Es. svo er kannski eitt sem þú gætir reynt til að bjarga orginal skeptunum, ef þú getur límt það með 2 þátta epoxý lími t.d. Bison og smurt svo þunnu lagi af líminu í skeptin að innanverðu þá gefur það mikinn styrk og gæti komið í veg fyrir frekari sprungur :)
Þetta er trix sem margir framleiðendur nota í dag.

Re: Skeptasmíði á tvíhleypu

Posted: 04 Jan 2013 21:56
by Veiðimeistarinn
Er það misminni hjá mér að ég hafi einhvernstaðar heyrt af hermifræsara hérna á klakanum.
Ég hef allavega séð einhversstaðar á myndbandi, kannski á youtube þar sem svona skefti var gróffræst út úr spítu í svona hermifræsara, það er, gamla skeptið var notað sem máti í fræsarann sem fræsti nýja skeftið út sem nákvæma eftirlíkingu eftir því. Þá var bara eftir að fínpússa :idea: :?:

Re: Skeptasmíði á tvíhleypu

Posted: 04 Jan 2013 23:12
by 257wby
Mig minnir að ég hafi heyrt Halla byssusmið nefndan í sambandi við þennan "hermifræsara"

Haraldur Einarsson
Túngata 6
Álftanes
sími 892-9545

Kv
Guðmann