Page 1 of 2
Tvífótur á Sauer 202
Posted: 06 Jan 2013 19:56
by atlimann
Sælir,
ég var að velta því fyrir mér hvort einhver ykkar hér gæti hjálpað mér með að finna tvífót á riffilinn minn sem er Sauer 202

alveg eins og þessi hér að ofan.
Þannir er málið að mig langar ekki að láta bora í framskeptið til að koma tvífótsfestingu fyrir, ég hef heyrt draugasögur þess efnis að það ef hann lendir í einhverju hnjaski að þá gæti festingin brotnað úr viðnum.
Ég er búin að leita og leita á vefnum og finn ekkert "patent" sem gæti virkað fyrir mig því að mig langar að koma festingunni fyrir í gatið framan á framskeptinu þar sem ólin á að koma.
ég fann reyndar eina mynd af "mounti"

(þessi nr.3) sem er í áttina á því sem mig langar í en það passar ekki því framskeptið er ekki beint á rifflinum, þetta mount þarf að ná niður fyrir totuna á framskeptinu.
Svo er önnur mynd hér sem kannki gefur ágæta mynd af því sem ég er að leita af

Svo eru festingarnar sem eru fyrir ólina "quick release" þannig að það þyrfti að vera sama system.
Hvað segið þið um þetta, er þetta bara einhverjir draumórar hjá mér eða verð ég bara að láta bora í skeptið?
Atli Már
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 06 Jan 2013 21:17
by sindrisig
Sæll.
Ein tillaga væri í þá átt að láta kveikja festingu á hlaupið, þá þarf ekki að bora í skeptið en það þýðir að þú færð einhvern aukahlut undir hlaupið sjálft. Spurningin er bara hvernig það er og hvort það sé eitthvað sem þú ert sáttur við.
Kv.
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 06 Jan 2013 21:52
by konnari
Sæll félagi !
Ég var nákvæmlega í þínum sporum fyrir nokkrum árum síðan þegar ég keypti minn Sauer og eftir mikla umhugsun þá datt mér ekki í hug að fara bora gat og eyðileggja þennan fína við þannig að ég keypti mér auka Synthetic skepti á hann og sé ekki eftir því.....ég lét svo byssusmið bora í plastskeptið tvífótsfestingu með bolta og ró á hinum endanum og málið dautt og útkoman er rosa fín þannig að ég nota plastskeptið í slarkið og viðarskeptið í skógarveiði þar sem ekki er þörf á tvífæti. Hér er mynd af græjunni...
P.s. til hamingju með frábæran riffil...virkilega vel valið hjá þér !

Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 06 Jan 2013 22:08
by KOH
sindrisig wrote:Sæll.
Ein tillaga væri í þá átt að láta kveikja festingu á hlaupið, þá þarf ekki að bora í skeptið en það þýðir að þú færð einhvern aukahlut undir hlaupið sjálft. Spurningin er bara hvernig það er og hvort það sé eitthvað sem þú ert sáttur við.
Kv.
Mundi þá ekki sveiflan í hlaupinu ruglast ef hlaupið stæði á tvífótnum. (erfitt að útskýra en vona að þið fattið hvað ég er að meina).

Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 06 Jan 2013 23:12
by E.Har

jú og nara að kveikja einhvað í hlaupið er auðvitað
Bora í skeptið annaðhvort ólarfestingu undir það fyrir t.d Harris eða Framan á það fyrir versapod.
Eðalabba bara með rest!
Ef þú vilt ekki hreyfa við spýtunni þá er plastið málið!
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 08:01
by Veiðimeistarinn
KOH!
Hér hefur skapast sú venja að spjallverjar koma fram undir fullu nafni!
http://spjall.skyttur.is/vefurinn/fasta ... -t385.html
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 10:03
by E.Har
KOH velkominn á vefinn.
Smelltu nafni í fasta undirskrift, annars verðurðu hirtur áfram

Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 10:22
by TotiOla
KOH wrote:sindrisig wrote:Sæll.
Ein tillaga væri í þá átt að láta kveikja festingu á hlaupið, þá þarf ekki að bora í skeptið en það þýðir að þú færð einhvern aukahlut undir hlaupið sjálft. Spurningin er bara hvernig það er og hvort það sé eitthvað sem þú ert sáttur við.
Kv.
Mundi þá ekki sveiflan í hlaupinu ruglast ef hlaupið stæði á tvífótnum. (erfitt að útskýra en vona að þið fattið hvað ég er að meina).

Ég er sammála KOH í þessu. Held að þú ættir að forðast það að setja þetta beint á hlaup. Besta lausnin hingað til er að mínu mati sterkt plastskepti og tvífótur á það.
Einnig hafa menn sem sett hafa tvófót á viðarskeptið kvartað undan ónákvæmni, sem þá er rakin til þess að skeptið sveigist upp og byrji að snerta hlaupið (sel það þó ekki dýrara en ég keypti það af öðrum, erlendum, spjallsíðum).
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 11:48
by agustbm
Sæll vertu,
Ég átti svona 202, reyndar með svarta synthetic skeptinu. Ég leysti þetta eins og Arnfinnur, þ.e.a.s að bora í gegn fyrir gegnum-gangandi festingu sem fór svo í gegnum snittaða plötu. Þetta var alveg skothelt og virkaði mjög vel.
Skil vel að þú viljir ekki eyðilegga viðinn, held samt að eina lausnin sé auka Synthetic skepti eða láta borinn í þetta. Sjálfur myndi ég aldrei tengja þetta við hlaupið.

- gangi þér sem best að leysa þetta.
kveðja, ÁBM
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 16:57
by joivill
Sæll Atli Már.
Það er besta lausnin að setja skrúfu í forskeftið en það er reyndar ekki alveg sama hvernig það er gert , er búin að gera þetta við fjöldan allan af rifflun og hef bara einu sinni séð þetta brotna út en það var þegar eigandin datt með riffilin, hef líka séð það á öðrum rifflum með spítu skeftum,
Það borgar sig aldrei að setja þetta á hlaupið, þú fynnur einga festingu til að láta í gatið fyrir ólarfestinguna, það hefu aldrei að ég hef séð að þetta hafi þau áhrif að skeftið dragist að hlaupin, það skeður bara þegar skrúfan sem liggur eftir forskeftinu er hert of mikið það er eingin ástæða til að herða hana bara stoppa þegar skeftið er komið á sinn stað. Auka syntec skefti kosta nálægt 100 þús þannig að það er nokkuð dýr lausn,Komdu bara með forskeftið niður í Ellingsen eftir að ´
eg er komin heim og ég geri þetta fyrirþig fyrir lítin aur
Kv Jói byssusmiður
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 17:43
by gkristjansson
Ég er sjálfur með Sauer 202 meða svona skrúfu á forskeftinu fyrir tvífót (Jói setti þetta á fyrir mig) og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum eða veseni út af þessu og ég nota byssuna mjög mikið. Var síðast að skjóta hlaupandi villisvín á 50 metra færi í gær með byssunni og ekkert að miðinu útfrá þessari skrúfu

Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 17:50
by TotiOla
gkristjansson wrote:Var síðast að skjóta hlaupandi villisvín á 50 metra færi í gær með byssunni...
Varla notaðir þú tvífótinn í þannig skot, eða hvað? Þessi ónákvæmni átti amk. að koma fram við notkun á tvífæti. En allavega. Skal, við betra tækifæri, finna þessar umræður um ónákvæmni skrifaða á tvífót undir þennan riffil. Það skal líka tekið fram aftur að ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það (s.s. frítt).
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 18:09
by atlimann
Sælir félagar,
takk fyrir svörin...
eftir að vera búin að skoða þetta vel og lengi þá er ég orðin fjandi spenntur fyrir Atlas tvífótunum, spurning hvernig er að koma því fyrir?
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 18:16
by gkristjansson
Nei, mikið rétt ég notaði ekki tvífótinn á svínið. En ég notaði hins vegar tvífótinn þegar að ég hálsskaut hreindýrs tarf á 220 metrum með honum Sigga Aðalsteins og ekki var tvífóturinn (eða skrúfan) vandamál þá

Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 18:36
by gkristjansson
Bara svona að gamni. Ég er með svona skrúfu festingu á framskeptinu á öllum mínum rifflum og nota líka svona "quick lock" á ólina.
Hér er mynd af nýjasta "leikfanginu" (meistarasmíði frá honum Jóa Vill) með tvífótinn á:
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 21:07
by E.Har
Ég er svo sem kmin í pladtið

Ívar félagi minn á örugglega dýrasta Sauer á norðurlöndum. Hann er með ólarfestingu.
Man þegar hann rak hann í einhverntíma á hreindýri g sagði findu stóran tarf þessi túr verður minnisstæður!
Málið er samt þanng spita eða tré ef á að veiða með þessu rispast hann.
Ég segi láttu setja á hann festingu og notaðu hann, njóttu hans.
Hver er annars tilgangurinn með að eiga hann!
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 21:24
by gkristjansson
Sammála síðasta ræðumanni......
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 07 Jan 2013 22:50
by atlimann
E.Har wrote:
Ég segi láttu setja á hann festingu og notaðu hann, njóttu hans.
Hver er annars tilgangurinn með að eiga hann!
Ég mun nota hann og njóta, ég er bara vanur að fara vel með hlutina mína þannig að ég er ekkert allof spenntur að fara þessa leið.. en við sjáum til hvað ég geri
Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 09 Jan 2013 10:09
by E.Har

Ég er samt ekki á því að það sé að fara illa með hann að setja snirtilega ólarfestingu á hann
Jafnvel hægt að setja Versapod sem kemur framan á skeftið þannig að hann sjáist varla þar sem sú festing kemur framan á framskeftið og fer í raun inn í gatið á núverandi ólarfestingu.
Ef þú ert að hugsa um Harris þá kemur hún auðvitað leiðinlega neðan á skeftið.
Svo er það hitt að smíða sé bara lítin þrífót til að hafa með svona fyrstu árin þangað til hann verur orðin persónulegri

Þegar því takmarki er náð þá má smella á hann tvífæti

Re: Tvífótur á Sauer 202
Posted: 09 Jan 2013 10:59
by joivill
Sælir
Einar ef þú hefur ekki reynslu til að mæla með þessari aðferð skaltu sleppa því,
Kv Jói byssusmiður