Page 1 of 1

Heimsókn til Sako

Posted: 22 Jan 2013 23:27
by joivill
Image]

Sælir félagar , Skrapp til Finnlands um daginn og tók þátt í hnífasýningu http://www.helsinkiknifeshow.com
notaði ferðina og var nokkra daga hjá Sako, verksmiðjan skoðuð og fylgst með framleiðsluni og tók kúrs í ýmsumm ábyrgðarviðgerðum og stillingu á spangikkjum, leiðbeinandin heitr Marko Niko og er heimsmeistari í big bore og silhouette skotfymi
Kv JóiVill

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 23 Jan 2013 10:33
by Gisminn
Flott hjá þér og það er gott að endurmenta sig eða halda sér við reglulega og hnífarnir þínir eru fallegir.

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 23 Jan 2013 11:24
by E.Har
Glæsilegt. ;)

Örugglega verið gaman og fínt að eiga mann hér heima með réttindi til ábirgðarviðgerða fyrir þá :-)

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 23 Jan 2013 18:46
by joivill
Ok Þakka þér fyrir Þorsteinn , já það var þörf á þessu, við höfum orðið að senda byssur út út af smá munum.
Kv JóiVill

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 23 Jan 2013 23:31
by oskararn
Flott hjá þér að nota gott tækifæri til að bæta við eina tönn.
Þekkingin verður aldrei af okkur tekin gamli vélstjóri.

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 27 Jan 2013 21:49
by Gisminn
Ég fór að spá og spekulera vegna þess að ég er með sako hunter í 6,5x55 er ekki hægt að fá þungt hlaup í 6,5x55 fann það á tikku T3 en ekkert um það hjá Sako

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 27 Jan 2013 22:34
by Bc3
Valdi long á lítið notað 6,5 kriger HV hlaup a 60 þús og hann getur hent því á fyrir þig lika

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 27 Jan 2013 22:51
by Gisminn
Takk fyrir upplýsingarnar það má vel vera ef að það passar í sako skeptið og allt það þá kaupi ég það en ég er ekkert að fara að skipta strax heldur er meira að spá þegar mitt hlaup klárast eða að mínu mati ekki nógu nákvæmt.

Re: Heimsókn til Sako

Posted: 28 Jan 2013 19:59
by Bc3
Það ætti nu ekki vera mikið vandamál að taka úr skeptinu. Eg var enda við að taka úr mínu kkc skepti fyrir HV remington hlaupi, tók fyrst úr orginal tikke lite plast skeptinu og það var heldur ekkert mál