
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/010 ... yraskyttur
Ég er ekki alveg sammála þessum rökum sem Veiðimeistarinn setur hér fram gegn því að veiðimenn fái að fara án leiðsögumanna.Veiðimeistarinn wrote:Já alltaf flottur, eða þannig![]()
Góð frétt, nema smá misskilningur hjá Elvari Lund formanni Skotvís![]()
Þetta er ekki upphafið af því að hreindýraveiðimenn fái að fara einir á veiðar án leiðsögumanns.
Það er óframkvæmanlegt, aðallega af þremur ástæðum![]()
Í fyrsta lagi, um leið og einn veiðimaður fengi að fara án leiðsögumanns á veiðar hversu vanur sem hann annars væri á hreindýraveiðum, gætu allir hinir veiðimennirnir, já, segi og skrifa allir sem einn, kært sig inn til að fá líka að fara eftirlitsmannslausir á veiðar í krafti jafnréttisákvæða, eins og margoft hefur verið gert vegna alls mögulegs og ómögulegs í sambandi við hreindýraveiðar á síðustu árum![]()
Í öðru lagi hvar ætti að draga mörkin milli vans hreindyraveiðmanns og óvans, það er tæplega hægt vegna jafnræðisreglna sem öllum ber að fara eftir í þjóðfélaginu í dag og hefur torveldað mjög alla stórnn á hreindyraveiðum hingað til, það er meðal annars ástæðan fyrir hve seint hefur gengið að koma á námskeiðum fyrir nyja leiðsögumenn og loksins þegar eitt komst á síðasta sumar hefur verið stóra stopp með framhaldið![]()
Í þriðja lagi gengi aldrei að senda veiðimenn eina til hreindýraveiða vegna þess einfaldlega að landssvæðin sem dýrin halda sig á eru ekki stærri en raun ber vitni, það er oft tæplega pláss fyrir alla leiðsögumennina á þessum litlu svæðum nema þá fyrir þá sök að þeir hafa mikið samband sín á milli og skipuleggja veiðarnar á svæðinu með tilliti til þess. Það veit ég af eigin reinslu að er ekki alltaf auðvelt.
Það væri beinlínis hættulegt ef bættust síðan við veiðimenn á eigin vegum, í misgóðu sambandi við mennina á veiðslóðinni og sín á milli
Siggi er hægt að nálgast lista yfir þessa gæda sem eru með kornflex kusk á réttindunum sínum, ég myndi vilja vita hverjir það eru sem allavega einn vanur gæd telur þá ekki réttindana verða.Veiðimeistarinn wrote: Þessir menn eiga heiður skilið og hafa reynst ágætir leiðsögumenn, það er meira en hægt er að segja um marga hina sem fengu réttindin sín úr ,,kornflexpakka" eftir námskeiðið og hafa áunnð sér nafnbótina ,,kornflexpakkagædar" eftir framgöngu sína á veiðislóðinni síðan þá.