Hvaða byssu grípið þið oftast?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
T.K.
Posts: 166
Joined: 03 Sep 2010 20:54

Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by T.K. »

Af öllum þeim byssum sem þið eigið, hver er sú sem þið notið mest....og af hverju?

Mín er hiklaust Ruger 1022. Hann er reyndar ekkert líkur standard Rugernum, allt meira og minna endurbætt, gikkur, hlaup, bolti.....Er í mjög góðu Thumbhole skepti og Sightron gler toppar þetta uppáhalds verkfæri.
Lèttur og skemmtilegur og alveg nógu nákvæmur fyrir mig á pappann og silúettur. Hlakka til að taka fyrstu skrefin í skotfimi með strákunum mínum með Rugerinn. Líklega mjög góð þjalfun fyrir verðandi riffil skyttur.
Last edited by T.K. on 13 May 2012 01:38, edited 1 time in total.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Krico skíðagönguskotfimisriffillinn minn Húnbogi, ekki spurning.
Það er vegna þess að hann er góður til markskytteríis, mun hentugra að æfa sig á hann en þungu rifflana, þá þarf meiri útbúnað til dæmis heynarhlífar og það er líka dýrara að skjóta úr þeim.
Þeir slá meira og hávaðinn er truflandi, 6,5-284 og 222.
Ég reyni að æfa mig eins lítið á þá og ég kemst af með og nota þess vegna Húnboga meira til æfinga og það kemur mjög vel út.
Ég hleð sjálfur í hina rifflana og er búinn að komast niður á hleðslur sem mér líka, svo ég þarf ekki að vera að prufa hleðslur.
Attachments
Húnbogi, Krico cal. 22
Húnbogi, Krico cal. 22
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by gylfisig »

6,5x47 í Sako lás og skepti. Hart hlaup.
Á myndinni er hann með Leupold sjónauka, en er búinn að setja á hann NF 8-32,
Er með heavy varmint skiptihlaup á hann í 6 BR Norma sem ég nota til pappagötunar.
Attachments
DSC00220.jpg
DSC00220.jpg (80.69 KiB) Viewed 3745 times
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Gisminn »

Þetta er Sako 6,5x55 Hunter 85 með Sightron 6-24x50
Treysti alltraf á hann ef aðstæður eru erfiðar = löng færi eða mikill hliðarvindur. þekki hann lang best.
Attachments
30a8870875f3515fbdacaa70bbb4e4d3.jpg
30a8870875f3515fbdacaa70bbb4e4d3.jpg (27.05 KiB) Viewed 3700 times
Last edited by Gisminn on 12 May 2012 20:23, edited 1 time in total.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
T.K.
Posts: 166
Joined: 03 Sep 2010 20:54

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by T.K. »

Þetta eru fallegir gripir strákar. Hèr er skárri mynd af Rugernum, vonandi skilar hún sér.
Image
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by maggragg »

Ætli ég verði ekki að segja Breyttir Otterupinn minn. Mauser 98 lás með Schultz & Larsen hlaupi eins og margir þekkja í 6.5x55 sem Bóbó tók í gegn. Hlaupbremsa og kvikasilfurstautur þannig að riffillin slær sama og ekkert og maður sér hvar kúlan lendir í gegnum sjónaukann. Sightron 8-32x56 sjónaukir (Nightforce á myndinni) ásamt ýmsum smáfídusum hér og þar til að geta skotið lengra. Er þarna að skjóta 20 lítra brúsa á 600 metrum og var það í mark í fyrsta skoti, reyndar rétt í kantinn á brúsanum en það skal tekið fram að skotið var vel undirbúið með útreikningum og ýmsu og á því lítið sameiginlegt með veiðiskoti :)

Image
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
konnari
Posts: 343
Joined: 12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by konnari »

Sako 85 Hunter Laminated í 300wm er án efa sá riffill sem ég nota mest í veiði, búinn að fara þrisvar eða fjórum sinnum með hann í Hreindýr og hann klikkar aldrei.

Sá riffill sem ég skýt mest úr (fyrir utan 22LR) í dag er hinsvegar Sako 85 Varmint í 260 rem.

Image

Uppáhalds riffillinn er hinsvegar Sauerinn minn S-202 með 2 hlaupum (9.3x62 og 30-06), 2 skeftum (hnota og plast) og 2 sjónaukum Schmidt&Bender 1.5-6x42 (í rekstarveiði) og Schmidt&Bender 2.5-10x56 í allt annað.

Image
Kv. Ingvar Kristjánsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Ingvar, fottir rifflar ekki amalegt að ,,grípa" svona græjur !!!
Þorsteinn Gisminn, er þetta riffillinn sem þú keyptir í Ellingsen forðum?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Gisminn »

Já það Passar
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Já það er oft hægt að fá góðan díl í Ellingsen!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Gisminn »

Já ég er ánægður með riffilinn og ég fékk góðan díl á pakka þarna en ég er búin að losa mig við allt annað sem ég var ekki ánægður með.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Nú vaknar forvitnin hjá mér! Hvað losaðir þú þig við?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Gisminn »

Byssuskáp sem var altof grunnur fyrir riffil með sjónauka rispar sjónaukana ,Hawke Endurance 30 ir sjónauka.
Svona sem dæmi séu nefnd. Það urðu dálítil leiðindi útaf þessu öllu sem voru svo sett í salt.
Gæti frætt þig nánar í síma :-)
Óþarfi að ýfa vatnið ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Já, það er eins og mig reki minni til einhverra leiðinda á ónefndum spjallvef ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Bowtech
Posts: 184
Joined: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Location: Sauðárkrókur
Contact:

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Bowtech »

Hjá mér er það Baikal /Remington MP153 hálfsjálfvirk haglabyssa.

Ástæða þess að ég gríp hana er: eina haglabyssan sem ég á og að ég er búinn að sníða skepti á hana sem passar mér og það er ekki fyrir alla að halda henni á eftir það :)

Var ekki annars verið að tala um byssur almennt ;)
Attachments
CIMG2888 (Small).gif
CIMG2888 (Small).gif (108.22 KiB) Viewed 3535 times
CIMG2887 (Small).gif
CIMG2887 (Small).gif (136.71 KiB) Viewed 3535 times
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Gisminn »

Af myndini að dæma er skeptið svakalega bratt á en er buið að blanda tvem byssum í eina fyrir þig?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Bowtech
Posts: 184
Joined: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Location: Sauðárkrókur
Contact:

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Bowtech »

Brattin er nú ekki eins mikil núna eins þegar myndin var tekin en er samt mikill, mikið meira en gengur og gerist og búinn að minnka hliðarfærsluna líka. Eitthvað varð maður að gera. þegar maður frekar í hærri kantinum. :)

Nei þetta er bara ein byssa og Mahony kubbur heflaður og slípaður til, tók 1 ár að fullkomna verkið þangað til maður var sáttur. Enda gert í róleg heitum.. Þú kíkir bara yfir fjallið steini og ég get leyft þér að sjá gripinn ;)
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Þetta er athyglisvert lag á byssunni hjá þér, ég hefði gaman af að bera svona byssu upp, ég á alltaf í hálfgerðum vandræðum með byssur, skeftið er oftar en ekki, ekki nógu droppað fyrir mig, ég er svo hávaxinn og hálslangur, en þetta er nú kannski ,,to muts". :)
Last edited by Veiðimeistarinn on 17 May 2012 09:59, edited 1 time in total.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Bowtech
Posts: 184
Joined: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Location: Sauðárkrókur
Contact:

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Bowtech »

Já en fyrir mig þá virkar þetta. Það er sama vandamál langur háls, handleggi eins og alpatros.
Veit ekki hvað ég hef mátað marga byssur og enginn hefur komið rétt upp þó að búið hafi verið að bæta við skeptisplötum ofl. Alltaf ofan á öxlum.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða byssu grípið þið oftast?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Hvað ert þú hár? Ég er 185 cm.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Post Reply