Felulitir í íslenskri náttúru
Felulitir í íslenskri náttúru
Sælir.
Ég er að leika mér að mála gamla haglabyssu í camo-lit.
En þar sem ég er ekkert sérstaklega fróður í litadýrð íslenskrar náttúru við gæsaveiðar
þá langar mig að leita til ykkar.
Ég er með sprey sem ég keypti í Byko en ég veit ekki hver þeirra er mest ráðandi þegar maður er kominn ofaní skurð.
Sand-litaðan (hugsað sem sinulitur)
Ólífu grænn (hugsað sem graslitur)
Brún (hugsað sem moldarlitur)
Hvert er ykkar álit, hvaða litur er mest ríkjandi og minnst áberandi?
Ég er að leika mér að mála gamla haglabyssu í camo-lit.
En þar sem ég er ekkert sérstaklega fróður í litadýrð íslenskrar náttúru við gæsaveiðar
þá langar mig að leita til ykkar.
Ég er með sprey sem ég keypti í Byko en ég veit ekki hver þeirra er mest ráðandi þegar maður er kominn ofaní skurð.
Sand-litaðan (hugsað sem sinulitur)
Ólífu grænn (hugsað sem graslitur)
Brún (hugsað sem moldarlitur)
Hvert er ykkar álit, hvaða litur er mest ríkjandi og minnst áberandi?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Sá sem er kjurr en svona samt án gríns þá er ég með yfir 20 ára reynslu í gæsaveiði og það hefur alltaf sýnt sig að ef þú liggur í skurði og ert kjurr þá verður gæsin ekki vör við þig svo fremri að þú sért ekki gjörsamlega í æpndi neon litum sem sýna mannsmyndina fullkomlega. Ég er reyndar komin í camó úlpu núna vegna þess hve hlý og vatnsvarin hún er en er í bara gömlu grænu vöðlunum mínum að neðan og virkar fínt. Felulitirnir eru að mínu mati lítill faktor í þessu.Frekar að geta verið kjurr vera ekki altaf að kíkja vita hvenær á að kalla og hvenær á að þegja og hvernig á að stilla upp fyrir góða innkomu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Ég á hvorki camó úlpu né neðri flík.
Ég á svarta úlpu og svartar buxur.
Aðalástæðan fyrir þessu er að mér finnst gaman að dunda mér og fást við skemmtileg verkefni.
Þetta er gömul einhleypa sem ég á og sé samt ekki fram á að nota hana við gæsaveiði, langar bara að prufa þetta áður en ég ákveð hvort pumpan mín fái sömu yfirhalningu, bara upp á lookið =)
Ég á svarta úlpu og svartar buxur.
Aðalástæðan fyrir þessu er að mér finnst gaman að dunda mér og fást við skemmtileg verkefni.
Þetta er gömul einhleypa sem ég á og sé samt ekki fram á að nota hana við gæsaveiði, langar bara að prufa þetta áður en ég ákveð hvort pumpan mín fái sömu yfirhalningu, bara upp á lookið =)
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
- Veiðimeistarinn
- Posts: 1917
- Joined: 17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
- Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Ég held að það sé green camo fyrir gæsina og brown camo fyrir fjöllin!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Þetta camo er ekkert smá flott t.d. á heiðargæs
Er MAX4 eitthvað sem lookar mjög líkt og túnskurðir sem menn eru að liggja í á grágæs?
Var búinn að vera með þetta til leiðbeiningar með að vinna þetta en mér finnst þessi verða of contröstuð, mjög dökk og hvít.
http://www.duckhuntingchat.com/forum/vi ... 13&t=36000
Er MAX4 eitthvað sem lookar mjög líkt og túnskurðir sem menn eru að liggja í á grágæs?
Var búinn að vera með þetta til leiðbeiningar með að vinna þetta en mér finnst þessi verða of contröstuð, mjög dökk og hvít.
http://www.duckhuntingchat.com/forum/vi ... 13&t=36000
Last edited by Padrone on 15 May 2012 23:28, edited 1 time in total.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Sæll Árni, þar sem að flestir þeir skurðir sem að farið er í núna eru gamlir og grónir myndi ég velja sandinn/sinulitinn en ekki of bjartan lit samt. Mín reynsla af því að horfa á aðra í camo er sú að um leið og þeir hreyfa sig blikar svona líka fallega á ljósa litinn, eins og endurskinsmerki eða jafnvel blikkljós
(ég þoli ekki camo, vill vera í einlitu, gráu,svörtu eða grænu, en það er bara ég og litar auðvitað skoðanir mínar á efninu)
kveðja keli


kveðja keli
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Takk fyrir álitið, mér finnst frábært hvað fólk er að taka vel í þessar fyrirspurnir hér á vefnum með mikilli fagmennsku.
En hver væri þá milli liturinn? græni og minnst af brúna?
En hver væri þá milli liturinn? græni og minnst af brúna?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
- Veiðimeistarinn
- Posts: 1917
- Joined: 17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
- Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Árni, já myndin er mikið kontröstuð, set hérna inn aðra mynd af manninum ,,live", sá sem er að aðstoða hann og heldur í skankana er í brown camo, upplituðum.
Ég hef mikið spekulerað í þessum camo fatnaði, geng raunar í honum dags daglega!
Þessi litur eins og er á buxunum hjá manninum er að henta vel á hálendinu hér fyrir austan og hentar líklega vel líka í sinuskotnum gæsaskurðum.
Hins vegar finnst mér liturinn á camoinu ekki skipta öllu máli aðal atriðið er að munstrin og litirnir brjóti upp útlínur mannsins svo ekki beri eins mikið á hreyfingunum.
Á hreindýraveiðum til dæmis skiptir ekki öllu máli liturinn á camoinu, það má líka vera appelsínugult camo vegna þess að hreindýrin sjá í svarthvítu og þar eru verstu litirnir hvítt og svart, hvítt sínu verra að vísu, einlitur klæðnaður í jarðarlitunum til dæmis út í grænt og brúnt kemur einnig fínt út þar.
Það er hins vegar allt annað með gæsina ég held að hún sé ekki litblind og sjái auk þess mjög vel!
Mér sýnist liturinn á haglabyssunni á linknum sem þú settir hérna inn og er verið að mála, geta hentað bærilega.
Ég hef mikið spekulerað í þessum camo fatnaði, geng raunar í honum dags daglega!
Þessi litur eins og er á buxunum hjá manninum er að henta vel á hálendinu hér fyrir austan og hentar líklega vel líka í sinuskotnum gæsaskurðum.
Hins vegar finnst mér liturinn á camoinu ekki skipta öllu máli aðal atriðið er að munstrin og litirnir brjóti upp útlínur mannsins svo ekki beri eins mikið á hreyfingunum.
Á hreindýraveiðum til dæmis skiptir ekki öllu máli liturinn á camoinu, það má líka vera appelsínugult camo vegna þess að hreindýrin sjá í svarthvítu og þar eru verstu litirnir hvítt og svart, hvítt sínu verra að vísu, einlitur klæðnaður í jarðarlitunum til dæmis út í grænt og brúnt kemur einnig fínt út þar.
Það er hins vegar allt annað með gæsina ég held að hún sé ekki litblind og sjái auk þess mjög vel!
Mér sýnist liturinn á haglabyssunni á linknum sem þú settir hérna inn og er verið að mála, geta hentað bærilega.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- maggragg
- Skytta
- Posts: 1287
- Joined: 02 Jul 2010 07:59
- Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
- Location: Vík
- Contact:
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Ég sé að Sigurður er með þessi fræði á hreinu svo það er lítið við það hjá honum að bæta. Þetta snýst meira um að brjóta upp útlínur, að það sé ekkert sem sker sig úr umhverfinu, heldur en endilega litirnir.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
- Bowtech
- Posts: 184
- Joined: 11 Jan 2011 12:34
- Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
- Location: Sauðárkrókur
- Contact:
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Er þá ekki málið að vera í svona laufa eða grasa göllum sem brjóta um útlínurnar og ef maður hreyfir sig þá skiptir það ekki eins miklu máli þar sem maður er hluti af heildinni sem er oft á hreyfingu lika.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
- maggragg
- Skytta
- Posts: 1287
- Joined: 02 Jul 2010 07:59
- Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
- Location: Vík
- Contact:
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Þessir laufa og grasa gallar, ofta kallaðir ghilli suits eru jú gríðarlega góðir felubúningar og virka betur ef eitthvað er. Hinsvegar eru þeir frekar áhrifaríkir gagnvart mannfólki heldur en dýrum þar sem maðurinn skynjar form mjög vel og getur lesið betur út úr náttúrinni ef eitthvað stingur í stúf hvort sem það er form sem passar ekki inní umhverfið eða litir. Þá skiptir svona hlutir máli. Í bogveiði og veiði þar sem maður er kominn í mikið návígi þá getur þetta verið kostur, hægt að bæta í gallana gróðri úr umhverfinu en þar skiptir meira máli að vera hljóðlátur og lyktarlaus. Þetta snýst mikið um að spá í umhverfinu sem maður er í og reyna að passa inn í það, og auðvitað út frá þeirri bráð sem við er að etja. Litblindar skepnur gera ekki greinamun á lit fatnaðar, aðeins form og hreyfingu. Þetta er heilmikil fræði og gaman að spá í þetta.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
- Bowtech
- Posts: 184
- Joined: 11 Jan 2011 12:34
- Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
- Location: Sauðárkrókur
- Contact:
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Já. það er rétt. Var í túni síðaasta haust en mikið um flug en eitthvað var alltaf að trufla fuglinn og aldrei komst maður því hvað það var. En ætli það hafi ekki verið að maður hafi verið á of mikilli hreyfingu. en það hefði kannski hjálpað að vera í laufbúning þar sem maður var inní stráa þykkni og smá gjóla.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Nokkur dæmi um camo:
Undirritaður er í camo galla af Vellinum þegar Sölunefndin var og hét.
En þessi föli húðlitur er ekki að gera sig, að mála sig í framan er málið þó að það sé tilgerðarlegt.
kv. Sveinn A.
Nokkur dæmi um camo, held að lopapeysan hafi vinningin, vildi þó ekki ganga í henni allan daginn án hlífðar í rigningu... konan kemur sterk inn á miðjumyndinni ef vörumerkið væri hulið 
Undirritaður er í camo galla af Vellinum þegar Sölunefndin var og hét.
En þessi föli húðlitur er ekki að gera sig, að mála sig í framan er málið þó að það sé tilgerðarlegt.
kv. Sveinn A.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson
Sveinn Aðalsteinsson
- Veiðimeistarinn
- Posts: 1917
- Joined: 17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
- Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Sveinn, hverjir eru á þessum myndum, sýnist ég vera á þeirri neðstu en man ómögulega hvar hún er tekin, sé samt að hún er tekin á siðast hausti, nýja skeftir á rifflinum og nýji fjarlægðarmælirinn um hálsinn. 
Já talandi um fölan húðlit, þess vagna raka ég mig ekki og safna skeggi um veiðtímann, það er hluti af camóinu hjá mér.

Já talandi um fölan húðlit, þess vagna raka ég mig ekki og safna skeggi um veiðtímann, það er hluti af camóinu hjá mér.

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Það stemmir Siggi, þessi var tekin í ágúst í fyrra af okkur:
og þessa tókst þú í ágúst 2010, Ingólfur Péturs til vinstri:
Fer að bjalla í þig og panta dag í ágúst
Bkv., Sveinn Aðalsteinsson
og þessa tókst þú í ágúst 2010, Ingólfur Péturs til vinstri:
Fer að bjalla í þig og panta dag í ágúst

Bkv., Sveinn Aðalsteinsson
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson
Sveinn Aðalsteinsson
- Veiðimeistarinn
- Posts: 1917
- Joined: 17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
- Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Já þetta hlaut að vera, var að rugla þér saman við annan Svein hérna á spjallinu, sá er fra Vopnafirði og kom þessu þar afleiðandi ekki saman, það væri betra að sem flestir hefðu fasta kveðju undir póstunum sínum, þá mundum vér ,,alshæmers skotnu" kannski fatta hlutina betur
http://spjall.skyttur.is/vefurinn/takk- ... -t349.html
Já það er eitthvað laust hjá mér enn í agúst sérstaklega fyrripartinn

http://spjall.skyttur.is/vefurinn/takk- ... -t349.html

Já það er eitthvað laust hjá mér enn í agúst sérstaklega fyrripartinn

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- maggragg
- Skytta
- Posts: 1287
- Joined: 02 Jul 2010 07:59
- Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
- Location: Vík
- Contact:
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Varðandi feluliti og búning þá er hægt að "improviséra" og nota t.d. felunet, gamlan felugalla o.s.f.v. eins og ég gerði forðum. Þetta er þó ekki í Íslenskri náttúru

Ég er hægra meginn á myndinni.


Ég er hægra meginn á myndinni.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Re: Felulitir í íslenskri náttúru
Ég hef verið tengdur notkun felulita í áratugi og það var ekki fyrr en frekar nýlega sem ég sá rannsóknir á augum sumra dýra og fugla. Mannsaugað hefur 3 gerðir litakóna. Sum dýr hafa bara 2 og sumir fuglar 4-5. Árangurinn er að mörg dýr og fuglar skynja liti allt öðruvísi en fólk gerir. Sum (og bara sum) landdýr sjá t.d. ekki rautt, og sum sjá liti sem fólk ekki sér, t.d. útfjólublátt. Sem dæmi, grænt er góður felulitur hermanns í skógi, en dýrin í skóginum með sína náttúrulegu óvini eru öll í brúnum eða svörtum feld - aldrei græn dýr. Ég hef verið í hárauðum jakka í skógarveiði og dýr labbaði 2 metra frá mér, en um leið og ég hreyfði mig þaut það í burtu. Fuglar, sem þurfa að finna æti úr mikilli hæð, virðast sjá smáatriði betur en fólk gerir. Skordýrin á laufblöðunum eru hins vegar oft græn, a.m.k. skv. grænum skilningi mannsaugans, enda fuglamatur. Og berin eru oft “rauð”, enda líka gjarnan fuglamatur.
Svo virðist sem öll augu sjái eða skynji hreyfingu betur en kyrrstæða hluti. Mér finst eins og íslenskar gæsir fælist hvítt mannsandlit í skurði, en ef andlitið er falið koma þær nær. Pabbi vinar míns var hermaður í síðustu heimsstyrjöld og litblindur. Hann sá leyniskyttur í grænum felubúning stinga í stúf við náttúrulegu græna hluti, sem venjulegir menn ekki sáu. Eftirá að hyggja skil ég núna af hverju ég veiði ekkert betur í grænum hermannajakka en bara í venjulegri götuúlpu. Grænt fyrir manninn er ekki alltaf “grænt” í dýraríkinu.
Svo virðist sem öll augu sjái eða skynji hreyfingu betur en kyrrstæða hluti. Mér finst eins og íslenskar gæsir fælist hvítt mannsandlit í skurði, en ef andlitið er falið koma þær nær. Pabbi vinar míns var hermaður í síðustu heimsstyrjöld og litblindur. Hann sá leyniskyttur í grænum felubúning stinga í stúf við náttúrulegu græna hluti, sem venjulegir menn ekki sáu. Eftirá að hyggja skil ég núna af hverju ég veiði ekkert betur í grænum hermannajakka en bara í venjulegri götuúlpu. Grænt fyrir manninn er ekki alltaf “grænt” í dýraríkinu.