Verð á hreindýrakjöti
Sælir félagar
Það var verið að spurja mig um verð á hreindýrakjöti
Og þá aðallega hvaða verð væri á dýrinum ef það væri tekið hálft dýr.
Á hvaða verði hafið þið verið að selja dýrin í hálfum eða heilum skrokk
Það var verið að spurja mig um verð á hreindýrakjöti
Og þá aðallega hvaða verð væri á dýrinum ef það væri tekið hálft dýr.
Á hvaða verði hafið þið verið að selja dýrin í hálfum eða heilum skrokk
Árnmar J Guðmundsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Verð á hreindýrakjöti
3.500 kr. gk. í hálfu og heilu, meira hausskotið!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
-
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Verð á hreindýrakjöti
Siggi er hægt að kaupa beljuskrokk hjá þér á þessu verði?Veiðimeistarinn skrifaði:3.500 kr. gk. í hálfu og heilu
40 kg skrokk á 140.000 kr?
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
Re: Verð á hreindýrakjöti
Ég held að þetta sé nálægt verði hjá Sigga miðað við skrokk á beini.Úrbeinað og pakkað erum við að tala um önnur verð en svona beint úr skinninu held ég að þetta sé nálægt verði.
Annars þekki ég ekki þennan markað.Ég fékk frábæra meðferð á mínu dýri fyrst fláð hjá Sigga svo í úrbeiningu og vacumpökkun hjá kjötiðnaðarmanni og allt borðað heima
Annars þekki ég ekki þennan markað.Ég fékk frábæra meðferð á mínu dýri fyrst fláð hjá Sigga svo í úrbeiningu og vacumpökkun hjá kjötiðnaðarmanni og allt borðað heima
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
Re: Verð á hreindýrakjöti
Já þá er þetta bara það verð sem ég hélt eða þóttist vita, ég vildi bara athuga áður en ég svaraði og segði einhverja svaka vitleysu
Árnmar J Guðmundsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Verð á hreindýrakjöti
Jenni, það gæti alveg komið til greina, það eru alltaf einhverjir veiðimenn að selja skrokka sérstaklega ef þeir eru tveir þrír saman og hafa ekki not fyrir allt kjötið.
Þarftu að fá það fyrir einhvern sérstakan tíma?
Það verður kannski eitthvað falt eftir nóvemberveiðina líka.
Minntu mig bara á þetta regluleg ég er svo gleyminn
Þarftu að fá það fyrir einhvern sérstakan tíma?
Það verður kannski eitthvað falt eftir nóvemberveiðina líka.
Minntu mig bara á þetta regluleg ég er svo gleyminn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- gkristjansson
- Skytta
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:250
- Skráður:02 May 2012 14:21
- Staðsetning:Ungverjaland
Re: Verð á hreindýrakjöti
Ég verð með Sigga á veiðum með tvo útlendinga eftir 8 daga, báðir með tarf og ég reikna fastlega með að kjötið af öðrum tarfinum verði falt ef einhver hefur áhuga.
Kveðja,
Guðfinnur Kristjánsson
Guðfinnur Kristjánsson
-
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Verð á hreindýrakjöti
Þakka þér fyrir Siggi, ég myndi kannski þyggja þetta ef það væri ekki svona skratti gaman á þessum veiðum því þetta er kosta boð allavega miða við ef maður býr á Akureyri þá er 3.500 kr á kíló fyrir 40 kg belju undir kostnaðarverði ef maður þarf að kaupa sér gistingu við veiðarnar og getur ekki samnýtt leiðsögumann og bíl á veiðarnar.Veiðimeistarinn skrifaði:Jenni, það gæti alveg komið til greina
Þannig að ef allur kostnaður er reiknaður
Leyfi 80.000
leiðsögumaður ?
Eldsneyti 25.000kr
gistin 1 til 2 nætur ?
fæði í ferðina 7000+
þá er það meira en 140.000
En ég bý gríðarlega vel og mæti sem einn af 3 um 2 dýr.
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
Re: Verð á hreindýrakjöti
Það getur bara ein tegund af veiðimönnum verið réttu meginn við núllið þegar kemur að debet og kredit og hreindýraveiði.
Sindri Karl Sigurðsson
Re: Verð á hreindýrakjöti
Fyrir margt löngu gátu laxveiðimenn borgað upp veiðileyfin sín með því að selja laxinn í verslanir. Það er löngu liðið bæði vegna hærri veiðileyfa og vegna þess að laxinn er ekki eins verðmætur lengur. Ég held að við sportveiðimenn getum varla litið á það sem raunhæft að selja aflann til að borga upp allan kostnað og það á við um hreindýraveiðina líka. Þó að kostnaður við veiðitúr hjá mér sé 250-300 þús get ég ekki búist við því að fá það fyrir skrokkinn ef hægt er að kaupa innflutt kjöt út í búð fyrir minni upphæð og þá með smásöluálagningu. (Þó verð á innfluttu sé reyndar hátt.) Ættum kannski frekar á líta jákvætt á það að fá eitthvað upp í kostnaðinn ef við viljum ekki borða bráðina sjálfir.
Brynjar Magnússon
-
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:125
- Skráður:03 Oct 2013 20:27
- Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
- Hafa samband:
Re: Verð á hreindýrakjöti
Væri áhugavert að vita hvort einhver veit c.a. kílóverð á heilum úrbeinuðum skrokk.
Að því sögðu þá er ég með til sölu heilan fláðan 90kg skrokk tilbúin til úrbeiningar á 3500 kr/kg.
til-solu/hreindyrs-skrokkur-t2575.html
Að því sögðu þá er ég með til sölu heilan fláðan 90kg skrokk tilbúin til úrbeiningar á 3500 kr/kg.
til-solu/hreindyrs-skrokkur-t2575.html
- Dr.Gæsavængur
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:57
- Skráður:05 Jun 2012 15:08
Re: Verð á hreindýrakjöti
Sæll Árnmar, Óskar og fleiri.
Þið voruð að velta fyrir ykkur verði á hreindýrakjöti. Í fyrra seldi ég helminginn af mínum tarf. Þetta var um 80kg tarfur. Ég lét vinna skrokkinn og vacumpakka, sat eftir með rúmlega 40 kg af kjöti. Ég seldi uþb. helminginn eða rétt rúm 20 kg á 6000kr/kg. eða á 120 þúsund.
Hvort það er mikið, lítið eða sanngjarnt veit ég ekki. En verð á vöru er það sem að kaupandi er tilbúinn að borga, hvorki meira né minna. Ég var allavega sáttur, átti nóg af kjöti og fékk upp í hluta kostnaðar.
Í ár er ég aftur með Tarf. Fer á veiðar um komandi helgi. Ég mun þurfa að selja skrokkinn í heilu/hálfu í ár þar sem ég mun flytja erlendis í ágúst og ég á ennþá til kjöt frá í fyrra.
Hann auglýsist hér með til sölu
Þið voruð að velta fyrir ykkur verði á hreindýrakjöti. Í fyrra seldi ég helminginn af mínum tarf. Þetta var um 80kg tarfur. Ég lét vinna skrokkinn og vacumpakka, sat eftir með rúmlega 40 kg af kjöti. Ég seldi uþb. helminginn eða rétt rúm 20 kg á 6000kr/kg. eða á 120 þúsund.
Hvort það er mikið, lítið eða sanngjarnt veit ég ekki. En verð á vöru er það sem að kaupandi er tilbúinn að borga, hvorki meira né minna. Ég var allavega sáttur, átti nóg af kjöti og fékk upp í hluta kostnaðar.
Í ár er ég aftur með Tarf. Fer á veiðar um komandi helgi. Ég mun þurfa að selja skrokkinn í heilu/hálfu í ár þar sem ég mun flytja erlendis í ágúst og ég á ennþá til kjöt frá í fyrra.
Hann auglýsist hér með til sölu
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com
atlifreyrrunolfsson@gmail.com
- gkristjansson
- Skytta
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:250
- Skráður:02 May 2012 14:21
- Staðsetning:Ungverjaland
Re: Verð á hreindýrakjöti
Við tókum tvo tarfa í ferðinni okkar, báðir voru sendir í úrbeiningu. Þannig að ég hef unnið kjöt (vakum pakkað) til sölu, sendið einkaskilaboð ef áhugi er fyrir hendi að kaupa.
Kveðja,
Guðfinnur Kristjánsson
Guðfinnur Kristjánsson