Veiði dagsins 2020

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Ágú 2020 21:04

Í gær 23. águst var farið til veiða á svæði 1 með Matthíasi Águstssyni og Sindra Jóni Grétarssyni, haldið inn frá Miðfirði sem leið lá inn í Lambafell inn og austur fyrir Djúpavatn þar sem Grétar frændi hafði fundið dýrin sem runnu út fyrir austan Djúpavatnið.
Þar felldi Matthías 103 kg tarf með 61 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Brno C2 cal. 308 og færið var 130 metrar.
Sindri Jón felldi 46 kg. simlu með 3 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Tikka T3 cal. 6,5x55 og færið var 220 metrar.
Viðhengi
IMG_3256.JPG
Matthías við tarfinn ásamt Gísla bróðir sínum.
IMG_3266.JPG
Sindri Jón við simluna ásamt Grétari föður sínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Ágú 2020 21:17

Í dag var farið til veiða á svæði 2 að leiita að tarfi með Garðari Tryggvasyni.
Eftir gríðarlega yfirferð um Gauksstaðaheiði, Merkisheiði og Klausturselsheiði þar sem ekkert fannst var haldið heim á leið, veiðilausir undir kvöld.
Farið upp með Valagilsá austur fyrir Valavatn, út að Þverá upp í Hnefilinn innanverðan, inn Gauksstaðabrúnir, inn með Merkishálsi inn að Treglu, inn í Klausturselsheiði, austur í Svartöldu, út í Mórauðumela að Mórauðavatni, niður með Hneflu út á Villingafell og niður í bíl við Valagisá.
Viðhengi
IMG_3269.JPG
Garðar breytti túrnum í túristaferð og tók myndir af stóru og smáu, meðal annars bústað axarmorðingjans.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af petrolhead » 29 Ágú 2020 15:00

Það var lítt annað í stöðunni en gera túrista ferð úr þessum degi, enda sennilega eina tækifærið sem manni gefst þetta árið til að vera í hlutverki túrista.
En virkilega skemmtilegur dagur í blíðskapar veðri þrátt fyrir að eftirtekjan væri rír.
Mig grunar þó að ég gæti fengið bakreikning frá veiðimeistaranum fyrir þrif á sætinu á Can am sex hjóli hans þar sem hann þeysti um krákustíga þeirra heiða er hann upp telur á yfirferð slíkri að undirrituðum þótti á köflum nóg um, enda lítt vanur slíkum ferðamáta sem þessum, en þetta vandist þó ágætlega og kjarkur minn orðinn mun meiri í dagslok en þegar við lögðum í hann að morgni dags.

Mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2020 18:16

Eftir veiðilausa daginn með Garðari Tryggvasyni var aftur haldið þann 25. ág. á svæði 2 nú með tvo tarfa vegna þess að Pétur Alan Guðmundsson hafði bæst við með annan tarf.
Við byrjuðum að fara inn á Múla, þaðan út heiði á raflínuslóð á Miðheiðarháls út hannyfir Treglu að Bræðrum út að Mekisgreni.
Dýrin voru þar austur af, utan við Hengifossárvötnin, þeim fylgt eftir niður undir gangnakofann á Melstað.
Þar felldi Garðar 100 kg. tarf með 56 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Mauser cal. 6,5-06 AI og færið var 319 metrar.
Þétur Alan felldi 80 kg tarf með 42 mm bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var 145 metrar.
Farin slóðin til baka um Koníaksskarð og Stóröxl inn að Mekisgreni.
Viðhengi
IMG_3277.JPG
Garðar var rúskinn með sinn tarf..
IMG_3285.JPG
Pétur með tarfinn undir ljósaskiptin.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 04 Sep 2020 21:14, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2020 18:22

Þann 26. ágúst var farið á svæði 1 að veiða einn tarf með Þorsteini Birgissyni.
Ekið sem leið lá norður í Bakkafjörð, inn frá Miðfirði inn að Djúpavatni.
Þar felldi Þorsteinn 95 kg tarf með 75 mm bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Mauser 03 cal. 6,5x65 og færið var 166 m.
Viðhengi
IMG_3292.JPG
Steini Stál við tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af petrolhead » 04 Sep 2020 19:52

Þetta var virkilega skemmtileg veiðiferð og gaman að fá Pétur Alan með seinni daginn. Nú er bara að fara að hlakka til næstu ferðar.
Takk kærlega fyrir Siggi og Pétur.
Mbk
Gæi
Síðast breytt af petrolhead þann 05 Sep 2020 11:43, breytt í 1 skipti samtals.
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2020 21:56

Þann 27. ágúst lá leiðin aftur á svæðii 2 fyrir einn tarf með Garðari Eyland Bárðarsyni og eina simlu með Jóni Gunnari Stefánssyni, sem kom og beið á kantinum.
Farið upp frá Smáragrund inn í Skálafell, Grjótháls þar sem sáust dýr við Húsárvötnin.
Hófst nú ein undarleegasta atburðarrás sem ég hef upplifað á hreindýraveiðum.
Á undaan okkur lentu tveir Kornflexpakkagædar sem ættu helst að gera allt annað en vera að leiðsegja mönnum á hreindýr.
Fyrst héldust þeir í hendur, að því er virtist, og gengu á eftir dýrunum þvert um heiðina, þarna máttum við bíða í sex klukkuttðima eftir að þeir reyndu að skapa sér færi með misgáfulegum fálmandi aðferðum og misvísandi upplýsingum til okkar að þeir væru komnir í færi eða alveg að komast í færi, þó við sæum allt annað og við þessir þrír leiðsögumenn sem biðum með sjö veiðimenn hefðum margoft getað verið búnir að láta fella öll dýrin sem voru á okkar vegum og löngu farnir heim.
Eftir fjóra tíma náði sá fyrri loksins að fella tarf og enn beðið eftir þeim seinni að minnsta kosti tvo tíma í viðbót þar til hann náði loksins að fella annan tarf.
Þá var svo hallað degi og við gátum loksins undir myrkur byrjað að veiða það sem var á okkar vegum.
Þá tók við annar kafli þar sem þessir kornflexpakkar eða menn á þeirra snærum voru gangandi kring um hjörðina í vindlínu við hana. jafnvel gargandi eftir dýrunum og trufluðu okkur svo við veiðarnar að við náðum ekki nema fimm af þessum sjö dýrum, á þeim stutta tíma sem við höfðum fram í myrkur.
Aðspurður sagði sá sem felldi fyrri tarfinn, af hverju hann hefði verið svona lengi, svaraði hann, ,,ég vildi ekki láta son minn skjóta einhvern smátarf".
Ég segi nú bara, af hverrju í ósköpunum fékk maðurinn sér þá ekki alvöru leiðsögumann ???
Eftir allt þetta japl jaml og fuður felldi Garðar 80 kg. tarf með 50 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Savage 110 cal. 6,5 Credmore og færið var 210 metrar.
Alveg undir harða myrkur, þegar ekki var lengur myndljóst og þoka að leggjast yfir, náði Jón Gunnar svo að fella sína simlu sem vóg 33 kg með 1 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako cal. 270 WSM og færið var um 90 metrar.
Viðhengi
IMG_3304.JPG
Garðar við tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2020 22:24

Þann 28. ágúst lá leiðin á svæði 1 að leita tarfa með Sigurdór Sigurðssyni og Gísla J. Johnsen, með Vestmannaeyinga á kantinum.
Ekið í 4 klukkutíma frá Vaðbekku norður í Bakkafjörð, farið upp frá Miðfjarðarnesseli í Miðfirði inn Kverkártungu, Háurðir norður yfir Kverká fram hjá Surti, inn í Kvíslamót, upp á Kíilabrúnir og inn á Barðmel.
Norður undir Eyjavatni felldi Sigurdór 113 kg. tarf með 92 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 243 og færið var 160 metrar.
Þar felldi Gíslii einnig sinn tarf sem vóg 105 kg. með 75 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 85 cal. 6,5x55 og færið var 210 metrar.
Síðan rölttum við Sæmundur vestmaannaeyjingur Ingvarsson á eftir hjörðinni út undir Kílafjöllin, það felldi hann 104 kg. tarf með 80 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil Mauser 18 cal. 6,5 Credmore og færið var 270 metrar.
Þá var bara að aka heim aftur, mislöskuðum ökutækjum, sem tók 4 tíma.
Viðhengi
IMG_3318.JPG
Sigurdór til hægri, ásamt Gísla veiðifélaga sínum við fallinn öræfahöfðingja.
IMG_3314.JPG
Gísli við sinn tarf.
IMG_3324.JPG
Sæmundur með bláa riffilinn yfir tarfinum þar sem Bergaran varð, óvart eftir í bílnum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2020 22:45

Þann 29. ágúst var komið að seinni háleiknum með vestmannaeyingunum á svæði 1 fyrir þrjá tarfa, með Ragnari Guðmundssyni, Reyni Jóhannessyni og Gylfa R Gíslassyni.
Öll dorran ekin aftur norður inn í Kvíslamót, áð á ,,Gylfaflöt" þaðan upp á Kílabrúnir, þar felldu þeir félagar þrjá væna tarfa.
Ragnar Guðmundsson síungur áttræður unglingur felldi 93 kg. tarf með 60 mm bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Bergara Timber cal. 6,5x55 og færið var 124 metrar.
Reynir S. Jóhannesson felldi 105 kg tarf með 76 mm. baakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Bergara cal. 6,5x55 og færið var 120 metrar.
Gylfi Rafn Gíslason felldi 85 kg tarf, hann notaði veiðiriffil Sauer 202 cal. 2506 og færið var 90 metrar.
Viðhengi
IMG_3337.JPG
Það er afslappandi að veiða hreindýr og yngir menn upp.
IMG_3339.JPG
Ragnar sýnist fráleitt áttræður við sinn tarf.
IMG_3359.JPG
Reynir við sinn tarf.
IMG_3364.JPG
Það er hálfgerð Gylfaginning að kljást við stóra bola.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2020 16:51

Nú fóru í hönd erfiðir tímar, það lá fyrir að veiða 5 dýr á svæði 2 en það var ekki því að heilsa, öll dýin inn á verndarsvæðinu og ekkert að hafa.
Þann 1. sept náðist þó að veiða eina simlu á svæði 2 ég fann hana á Eyjabökkunum innan við Eyjakofa, hún hékk þar ein yfir særðum kálfi og ekki um annað að gera en fella hana og kálfinn líka.
Rúnar Vilhjálmsson felldi hana, hún vóg 42 kg. með 2 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako cal. 6,5x55 og færið var 150 metrar.
Viðhengi
IMG_3388.JPG
Rúnar með simluna einu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2020 17:15

Næsta dag var farið á svæði 1 eftir tveimur törfum og einni simlu en þoka var yfir þann dag og lítið fannst og ekkert veiddist, allt hvarf jafnhraðan í þokuna og rigninguna.
Það var ekki fyrr en 3. september sem þessi dýr veiddust.
Farið út í Vopnafjörð, upp frá Ytri Hlíð, ínn að Selá, þar fannst hjörð og ekki náðist nema ein simla hjörðin rann norður yfir Búastaðatunguna, yfir Selsána, norður yfir Mælifellsdal, hvarf siðan upp í þoku og rigningu sem ekki voru langt undan, í Kistufellinu.
Karl Axelsson felldi þó simlu undir Mælifellinu sú vóg 41 kg. með 12 mm. bakfitu, hann notaði Mauser 18 cal 6,5 Credmore og færið var 250 metrar í rigningunni þar.
Við svo búið var haldið heim á leið og þegar við höfðum farið langleiðina, hringdi Eiríkur Skjaldarsonog sagði okkur frá törfum við veginn uppá Arnórstaðamúlann.
Var snúið við á pungtinum enda farið mjög að halla degi og undir myrkur í haugarigningu náðist að fella tvo tarfa.
Axel Kristjánsson felldi þar 90 kg. tarf með 58 mm. bakfitu, hann notaði Mauser M12cal. 3006 og færið var 150 metrar.
Nafni Sigurðarson hans felldi svo 96 kg. tarf, það var mjög farið að bregða birtu, rigning og færið langt, svo hann greip bláa Mauserinn M18 með Leica sjónaukanum sem var sá bjartasti á svæðinu hann var stilltur á 300 metra og tarfurinn féll.
Ekki viðraði til myndatöku sakir veðurs sem nú breyttist óðfluga í slyddu og orðið mjög rokkið.
Viðhengi
IMG_3397.JPG
Hinn mikli hvíti veiðimaður og ég á spjalli eftir þokudag. Mynd Axel Sig.
_DSF1166.jpg
Svona var veðrið þegar gengið var frá törfunum á farangursgrindinni. Mynd Axel Sig.
_DSF1160.jpg
Þetta var að mestu staðan þessa daga. Mynd Axel Sig.
IMG_3391.jpg
Simlan hans Kalla.
IMG_3391.jpg (183.48KiB)Skoðað 6862 sinnum
IMG_3391.jpg
Simlan hans Kalla.
IMG_3391.jpg (183.48KiB)Skoðað 6862 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2020 17:20

Þann 4. sept voru veiðmenn heima við og biðu betra veðurs enda blind bylur á fjöllum og tækifærið notað til að gera snjókarla.
Áætlað að halda til veiða þegar þeir væru bráðnaðir !
Viðhengi
IMG_3402.JPG
Jóhann Már Þórisson, Jóhann Ágúst Sigmundsson og Jón Þórarinn Ásgeirsson við dásmíðar sínar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2020 17:45

Þann 5. sept var aftur haldið til veiða snjór yfir öllu og skefli á heiðum.
Farið á svæði 2 til að reyna að ná upp halanum.
Fórum á tveimur breyttum jeppum og hleyptum úr dekkum niður í 3-5 pund þegar upp á heiði var komið.
Dýrin fundust utan við Þrælahálsinn, í Sykurdraginu út undir Eyvindarfjöllum.
Þar felldi Freyr Ingólfsson simlu sem vóg 34 kg. með 18 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil sinnSako 85 cal. 6,5x55 og færið var 200 metrar.
Hafsteinn Ólafsson felldi 38 kg. simlu með 21 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Savage 110 cal. 308 og færið var 154 metrar.
Haukur Óli Snorrason felldi tarf sem vóg 83 kg. með 55 mm. bakfitu hann var með Remington 783 í cal. 308 með kit sjónauka og við treystum honum ekki alveg fyrir færinu, svo hann notaði þess vegna bláa Mauserinn M 18 cal. 6,5 Credmore og færið var 265 metrar.
Viðhengi
IMG_3405.JPG
Freyr með sína simlu.
IMG_3416.JPG
Hafsteinn við simluna, með 300 og áttuna.
IMG_3409.JPG
Haukur Óli við tarfinn.
IMG_3417.JPG
Svona leit þetta út þarna í Sykurdraginu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2020 18:02

Nú hafði safnast heldur betur upp á svæði 1 og 9 simlur þar undir, þann 6. september.
Farið norður í Búastaðatungu og inn í Austari símakofa, dýrin komu norðan úr Kistufelli hraðbyri niður yfir Selsá niður að selá og yfir hana rétt fyrir utan Ytri Hrútá og voru elt austur fyrir utan Hlíðarfell niður að Arnarvatni það í míkandi rigningu og roki undir myrkur náðust 3 simlur við illan leik og ekki einu sinni hægt að mæla færi.
Hallur Þór Hallgrímsson felldi 44 kg. simlu með 9 mm. bakfitu og notaði veiðiriffil sinn Winchester 70 cal. 6,5x47 .
Johann Ágúst Sigmundsson felldi 44 kg. simlu með 9 mm. bakfitu og notaði veiðiriffil sinn Sako 85 cal. 6,5x55.
Óttar Orri Guðjónsson felldi 45 kg. simlu haann notaði veiðiriffil sinn Tikka cal 308, svo færið hefur varla verið langt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2020 18:32

Jæja það þíddi ekki að leggja árar í bát kominn 7. september og 6 simlur eftir til að ná halanum.
Við fórum norður í Selárbotna og veiddum vel.
Jóhann Már þórisson felldi 53 kg. simlu með 30 mm bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako cal. 270 Win og færið var 200 metrar
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir felldi 51 kg. simlu með 15 mm. bakfitu hún notaði veiðiriffil sinn Sauer 202 cal 6,5-284 og færið var 210 metrar.
Úlfar Þór Svavarsson felldi 53 kg. simlu með 20 mm bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Tac cal. 30-338 og færið var 220 metrar.
Sveinbjörn Árni Björgvinsson felldi 35 kg. simlu með 2 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Rössler Títan cal. 6.5x47 og færið var 160 metrar.
Árni Sveinbjörnsson felldi 47 kg. simlu með 20 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 85 cal. 243 og færið var 175 metrar.
Jón Þórarinn Ásgeirsson felldi 38 kg. simlu með 2 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Howa 1500 cal. 6,5 Credmore og færið var 180 metrar.
Viðhengi
IMG_3432.JPG
Jói Þóris hefur það cosý.
IMG_3453.JPG
Inga systir með Sauerinn og heldur uppi merki Vaðbrekku calibersins, ég fékk að vera með.
IMG_3446.JPG
Úlfar skoðar verksumerki eftir haus skot.
IMG_3425.JPG
Hornin geta spísst langan veg eftir skot úr 30-338
IMG_3425.JPG (157.46KiB)Skoðað 6854 sinnum
IMG_3425.JPG
Hornin geta spísst langan veg eftir skot úr 30-338
IMG_3425.JPG (157.46KiB)Skoðað 6854 sinnum
IMG_3441.JPG
Það var ekki langt á milli þeirra allra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2020 15:37

Þann 8. sept var enn leitað, nú að tarfi og simlu á svæði 1 en ekkert fannst fyrr en þann 9. sept.
Þá var farið víða, vitað var um dýr í Þríhyrningsfjallgarðinum en þoka á norðursvæðinu, farið um Möðrudalsöræfi, þaðan inn á Brúardali um Álftadal inn á Fagradal og loks fundust tarfar á Háumýrum við Vesturdalslæk, þeim fylgt eftir inn í Sauðafellsöldu.
Þar felldi Valur Smárason 95 kg. tarf með 62 mm bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal.6,5x47 og færið var 180 metrar.
Engar simlur voru í hópnum svo það varð að bíða betri tima.
Farið var daginn eftir um alla Brúardali og dýrin öll farin inn fyrir Kringilsá inn á Kringilsárrana.
Dagana 11. og 12. sept. var lítið að hafa á svæði 1 gekk þá á með þokum, rigningum og lélegu skyggni.
Viðhengi
IMG_3458.JPG
Valur með tarfinn, hálsskotinn.
IMG_3454.JPG
Það er fallegt á Fagradalnum, með Herðubreið í Bakgrunni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2020 16:09

Það var síðan þann 13. sept sem var farinn mikill leiðangur að leita að tarfi og simlu á svæði 1 í samfloti með Aðalsteini Hákonarsyni sem leitaði 2ja. tarfa.
Farið upp utan með Hvammsá upp utan við Hvammsáreyrar upp í Hágangaheiði, þar var loðið af hreindýrum og tekið til við veiðarnar.
Þar felldi Benedikt Ólason 104 kg. tarf með 75 mm. bakfitu, hann notaði Brno veiðiriffil sinn cal. 3006 og færið var 35 metrar.
Smári Gestsson felldi 43 kg. simlu með 8 mm bakfitu hann notaði Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 170 metrar.
Veiðimenn Aðalsteins Hákonarsonar, Reynir Örn Pálsson og Haraldur G. Helgason, felldu sinn tarfinn hvor sem vógu rúm 100 kg. hvor.
Viðhengi
IMG_3481.JPG
Það þarf mikla útgerð til að koma allri þessari veiði til byggða.
IMG_3476.JPG
Benedikt Ólason með tarfinn sem var felldur með skoti í ennið af 35 metra færi.
IMG_3475.JPG
Smári Gestsson með simluna sem veiddist eftir margra daga leit.
IMG_3467.JPG
Haraldur G. Helgason með flottan hornprúðan tarf.
IMG_3472.JPG
Reynir Örn Pálsson með myndalegan tarf.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2020 16:21

Nú hafði brugðið til betri tíðar og þann 14. sept. var farið til veiða á þremur simlum á svæði 1 með félögunum í veiðifélaginu Geldingahnappi.
Farið norður á Sandvíkurheiði, þaðan sást til dýra í Staðarheiðinni.
Þar felldi Jóhann P. Hansson 42 kg. simlu með 22 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Ruger cal. 270 Win og færið var 110 metrar.
Jónas Þór Jóhannsson felldi 49 kg. simlu með 31 mm. bakfitu, hann notaði Mauser M18 veiðiriffil og færið var 220 metrar.
Hákon Erlendsson felldi 55 kg. simlu með 17 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil Mauser M18 og færið var 210 metrar.
Viðhengi
IMG_3495.jpg
Binni er líka í veiðifélaginu og hann fékk að draga hjólið.
IMG_3495.jpg (81.34KiB)Skoðað 6768 sinnum
IMG_3495.jpg
Binni er líka í veiðifélaginu og hann fékk að draga hjólið.
IMG_3495.jpg (81.34KiB)Skoðað 6768 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2020 16:30

Ég birti hérna eina mynd til gamans, þó hún sýni ekkert gamanmál.
Myndin sýnir tarf sem veiðimaður með Jóni Agli Sveinssyni felldi í Ytri Hágangi, sá var með mikla netadræsu vafða um hornin og vist er að hún var ekki úr Hágöngunum svo hún var klárlega komin langt að.
Veiðmaðurinn hafði á orði að hann ætlaði að láta stoppa hausinn með girðingarneta dræsunni á hornunum !
Þessi tarfur hefði klárlega drepist á veiðitímanum og tekið annan með sér hefði hann ekki verið felldur.
Víst er að þegar tarrfurinn hefði farið að berjast á fengitímanum hefði annar fest við netadræsuna svo þeir hefðu báðir soltið til bana ef þeir hefðu ekki drepist á annan hátt !
Viðhengi
IMG_3484.JPG
Það er fáséð að sjá svona mikið girðingarefni vafið um hreindýrshorn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2020 16:36

Þann 15. sept var enn farið til veiða á svæði 1.
Hoggið í sama knérunn og daginn áður, farið beinustu leið norður á Sandvíkurheiði og dýrin fundust aftur í Staðarheiðinni.
Þar felldi Karl Rósinkjær 42 kg. simlu með 18 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako Forrester cal. 243 og færið var 170 metrar.
Viðhengi
IMG_3493.JPG
Karl með simluna í Staðarheiðinni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara