Fór að skjóta inn Tikkuna

Allt sem viðkemur byssum
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by Gísli Snæ »

Skellti mér út í Hafnir snemma í morgun til að prufa nýju græjuna og skjóta hana inn. Var með nokkrar mismunandi hleðslur með mér, alls 50 skot. COL sama á þeim öllum.

Var tiltölulega snöggur að komast á pappa og byrjaði þá að stilla inn sjónaukann. Það gekk bara mjög vel og svo ekki sé tekið sterkar til orða þá er ég MJÖG sáttur við sjónaukann - og varð það meira í lok dags (meira um það síðar).

Tók líka með mér Sako í 270 Win. Löngu kominn með mjög góða hleðslu í hann en pabbi kom með mér og leyfði ég honum að prufa Sakoinn og að lokum líka Tikkuna :D

Nokkrar myndir

Image
Finnarnir hlið við hlið

Image
Byrjaður að skjóta inn riffilinn.

Image
Ein 5 skota grúppa sem ég skaut. Er bara mjög sáttur við hana svona í upphafi þess ferils að finna hleðslur í riffilinn og skjóta hann inn. Skotið lengst til vinnstri er "shooter error" .

Eftir ca 30 skot (eftir að ég skaut grúppuna hér að ofan) fann ég að grúppurnar voru farnar að opna sig og kominn tími á að þrífa. En þar sem þá voru bara nokkur skot eftir kláraði ég þau bara og þreif riffilinn bara heima.

Þann tíma sem við vorum að skjóta inn riffilinn vorum við bara tveir. Um hádegi pökkuðum við saman og ákváðum að keyra út brautina og skoða hana. Ég var sérstaklega áhugasamur þar sem ég sá að það var búið að setja upp nýja batta út á það sem ég gerði ráð fyrir að væri 1000 m. Þegar að við snúum við sjáum við að það er annar bíll að keyra út brauting og stoppa ég til að heilsa upp á menn. Þar eru þá á ferð Arnfinnur byssusmiður og Pálmi (veit ekki hvers son - en hann skrifar hér undir nafni). Þeir voru á leiðinni út að 1000 m og þar sem ég gerði ráð fyrir að þeir væru vel græjaðir fór ég aftur niður í hús og beið eftir þeim. Var EKKI fyrir vonbrigðum með það sem þeir drógu upp úr pokunum og var rosalaga gaman að fylgjast með þeim skjóta út á 1000 m. Pálmi var meira að segja svo almennilegur að leyfa mér að taka í. ÞÚSUND ÞAKKIR Pálmi. Þetta var magnað. Alveg frábært að sjá vel græjaða menn skjóta (með árangri vill ég taka fram) út á 1000 m. Þetta gerði ekkert nema að kveikja í manni.

En nánar um sjónaukann. Finni og Pálmi voru báðir með Nightforce og fékk ég að kíkja í gegnum þá út á 1000 m til að bera saman við minn. Jú, ég sá mun, en hann var ekki mikill að mínu mati. Pálmi kíkti líka í gegnum minn (er spenntur fyrir að fá sér svona sjónauka) og varð bara sáttur - ekki satt Pálmi?

Það var reyndar alveg svakaleg tíbrá þannig að maður sá skotmörkin hjá þeim ekki mjög vel - en þó það vel að hægt var að skjóta á þau (skipti ekki máli hvort að horft var í gegnum Nightforce eða Vortex).
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
Padrone
Posts: 150
Joined: 02 May 2012 11:15
Location: Kópavogur

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by Padrone »

Flottur dagur greinilega í augljóslega góðum félagsskap mundandi frábær verkfæri.

Til hamingju
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by Gísli Snæ »

Image
Síðustu 5 skot dagsins.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
Hjörtur S
Posts: 56
Joined: 24 May 2012 13:41
Location: Reykjavík

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by Hjörtur S »

Til lukku með gripinn !
Svo kemur tími á samanburð við 1/2 tvíbura ;)

Hvaða caliber voru þeir félagar með á 1.000m?


kk
Hjörtur
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by Gísli Snæ »

Þeir voru með 338 Lapua. Sjá þráðinn hjá Pálma.

Já, endilega. Ég fer reyndar að detta á sjóinn fljótlega en við finnum tíma.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by Veiðimeistarinn »

Til hamingju með gripinn Gísli :)
Það er alltaf gaman að heyra svona nákvæmar frásagnir, þær verða alltaf fræðandi, svo eru þær alltaf svo hrikalega skemmtilegar fyrir okkur sem höfum áhuga á skotvotnum, takk fyrir þetta Gísli :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by maggragg »

Til hamingju með gripin Gísli, glæsilegur gripur :)
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
TotiOla
Posts: 406
Joined: 07 Mar 2012 21:21
Location: 210 Garðabæ

Re: Fór að skjóta inn Tikkuna

Unread post by TotiOla »

Til lukku með þetta Gísli. Gaman að geta fylgst svona með. Maður reynir kannski að muna eftir vélinni næst þegar maður fer að pappaskjóta.

Svo væri líka gaman að stilla einhvertíman mínum 6,5x55 með 4-16x50 Vortex-inum upp við hliðina á og bera saman :D
Mbk.
Þórarinn Ólason
Post Reply