Sælir.
Ég hef verið að velta því fyrir mér lengi að skrá mig í skotfélag. Er að velta fyrir mér hvar mér þætti best að vera. Er búsettur í Reykjavík og hef alloft skroppið uppá Álfsnes til æfinga. Finnst bara alls ekki boðlegt að borga 2.500kr. ef maður vill bara rétt svo mæta og drita nokkrum kúlum. Einnig þykir mér árgjaldið mikið fyrst það kostar enn 1.500kr. hver riffilæfing og 15.000kr árskortið á riffilvöllinn. Þó aðstaðan sé flott þá finnst mér ekkert svo spennadi að skjóta þarna heldur, mikil traffík og oft óþægilega mikið þríst á mann að klára þó tíminn sé ekki búinn milli skotæfinga. Þurfti meira segja að borga fyrir kaffibollann! Haha.
Nú hef vil ég verkar taka mér örlítið lengri bíltúr, borga lægra verð og jafnvel fá lykil af ágætu æfingasvæði svo ég gæti æft þegar hentar.
Mér skilst að svoleiðis sé það hjá Skotfélagi Suðurlands, með svæði við Þorlákshöfn. Og hjá Skotfélagi Keflavíkur í Höfnum.
Ef að þið þekkið til þessara félaga og æfingasvæða mættuð þið gjarnan segja mér frá. Hef reyndar prufað bæði riffilvöll og leyrdúfu í Höfnum og líkaði vel. Og ef fleiri félög í nágrenni Reykjavíkur bjóða álíka vel mætti líka benda mér á það.
Takk fyrir..
Skotfélag?
- Dr.Gæsavængur
- Posts: 57
- Joined: 05 Jun 2012 15:08
Skotfélag?
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com
atlifreyrrunolfsson@gmail.com
- maggragg
- Skytta
- Posts: 1287
- Joined: 02 Jul 2010 07:59
- Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
- Location: Vík
- Contact:
Re: Skotfélag?
Ef þú nenning að aka lengra þá erum við milli Hellu og Hvolsvallar og fyrirkomulagið svipað og hjá SFS og SK
Svæðið er ennþá í mótun en verður hið glæsilegasta þegar það verður tilbúið...

Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Vík
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
- Dr.Gæsavængur
- Posts: 57
- Joined: 05 Jun 2012 15:08
Re: Skotfélag?
Sæll Magnús. Takk fyrir ábendinguna, ég hugsað nú alveg til þess og var búinn að kynna mér félagið einsog ég gat hérna á þessum fína vef. Fjarlægðin er kanski bara heldur mikil svona til að skjótast, þar sem ég á sjaldan leið um Rangárvallasýsluna, en fer aftur á móti meira uppí Biskupstungur og á vesturland. Ég kem þó til að skoða málið betur á næstuni.
Kveðja.
Kveðja.
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com
atlifreyrrunolfsson@gmail.com
Re: Skotfélag?
Ég er í Skotfélaginu í Keflavík og með lykil þarna í höfnum.
Mér finnst það frábært að geta komið og farið þegar ég vill, ég er að vinna í úthaldavinnu þannig að þegar ég er á landinu þá er ég alveg í fríi, ég fer því á morgnana og er oftars einn þarna sem mér finnst mjög gott.
Einnig er frábært að þarna get ég haft hundana með til þess að venja þá við skothvellina. Muna bara að taka með allt sem hundurinn skilur eftir
Ég mæli eindregið með þeir í höfnum. Enda var ég í sömu pælingum og þú og fannst það bara of dýrt í SR enda munar ekki það svakalega miklu hvort ég keyri i Hafnir eða á Álfsesið. Auðvitað munar það aðeins en ég þarf ekki að fara eftir einhverjum opnunartíma sem er bara einn dag í viku á veturna, heldur get ég farið þegar mér hentar og það er gott veður:-)
Mér finnst það frábært að geta komið og farið þegar ég vill, ég er að vinna í úthaldavinnu þannig að þegar ég er á landinu þá er ég alveg í fríi, ég fer því á morgnana og er oftars einn þarna sem mér finnst mjög gott.
Einnig er frábært að þarna get ég haft hundana með til þess að venja þá við skothvellina. Muna bara að taka með allt sem hundurinn skilur eftir

Ég mæli eindregið með þeir í höfnum. Enda var ég í sömu pælingum og þú og fannst það bara of dýrt í SR enda munar ekki það svakalega miklu hvort ég keyri i Hafnir eða á Álfsesið. Auðvitað munar það aðeins en ég þarf ekki að fara eftir einhverjum opnunartíma sem er bara einn dag í viku á veturna, heldur get ég farið þegar mér hentar og það er gott veður:-)
Árnmar J Guðmundsson