Að létta gikk

Allt sem viðkemur byssum
uxinn
Posts: 22
Joined: 05 Mar 2012 23:48
Location: Akureyri

Að létta gikk

Unread post by uxinn »

Veit ekki einhver renstluboltin hvernig maður léttir gikkin í tikka t3 lite
kv Arnar
kv Arnar Þór Hjaltason
arnart@simnet.is
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Að létta gikk

Unread post by Gisminn »

Já ég veit það. Það er stilliskrúfa í gikkverkinu en í guðanabænum fáðu mann með reynslu og helst lærðan því það getur verið hættulegt að létta gikkinn of mikið og þegar búið er að létta þá er oftast sett gengjulím til að vera viss um að skrúfan sé kjurr. Of léttur gikkur getur valdið slysaskoti ef högg kemur á riffilinn.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að létta gikk

Unread post by Veiðimeistarinn »

Þetta er verk sem eingöngu á að vinna hjá byssusmið.
Ég hef séð of mikið af fúski í svona málum og þar af leiðandi stórhættuleg vopn á veiðislóð, með allt of kvikan gikk. :(
Í Guðana bænum látið vinna þetta verk hjá byssusmið :)
Last edited by Veiðimeistarinn on 14 Jun 2012 08:47, edited 1 time in total.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: Að létta gikk

Unread post by Benni »

.
Last edited by Benni on 14 Jun 2012 09:05, edited 1 time in total.
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að létta gikk

Unread post by Veiðimeistarinn »

Benni, Það eru til ákveðin prinsipp í þessum fræðum :!:
NÚMER EITT:
Aldrei að ráðleggja mönnum að stilla gikk sjálfir :!:
NÚMER TVÖ:
Aldrei að ráðleggja mönnum að stilla gikk sjálfir :!:
NÚMER ÞRJÚ:
Aldrei..................... :!:

Því er nú einu sinn þannig farið að menn eru misjafnlega í stakk búnir til að gera svona hluti, menn eru jú mishandlagnir og hafa misjafnan skilning á svona ,,byssugangverki" :?
Ég mundi alveg teysta mér til að gera svona, enn, það er bara prinsipp hjá mér að gera það ekki, ef svona hlutur mistekst vil ég ekki bera ábyrgð á að slys hljótist af :oops:
Þetta er hins vegar pottþétt ef byssusmiður gerir þetta, þeir vita hvað þeir eru að gera og hafa tæki til að mæla átakið á gikkinn :D
Ég hef séð skot hlaupa af útaf svona amatör stilltum gikk og ég veit ekki havaða Guðsmildi það var að það hlaust ekki slys af því :o
Í skotmennskunni verða kannski ekki stórslys, en þau eru endanleg og ekki aftur tekin :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: Að létta gikk

Unread post by Benni »

Jú það er svosem alveg rétt hjá þér Sigurður en ég er bara að segja það sama og stendur í bæklingnum sem kemur með Tikka rifflunum en ég skal taka þetta út...
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að létta gikk

Unread post by Veiðimeistarinn »

Takk fyrir þetta Benni, þetta var ekki illa meint, né beint neitt sérstaklega gegn þér, en það er aldrei of varlega farið í þessum efnum :D
Ég er svo harður á þessu prinsippi að ég hef margoft ráðlagt mönnum sem búa úti á landi að senda vopnin eða taka þau með sér til Reykjavíkur ef þarf að laga svona 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Stefán_Jökull
Posts: 76
Joined: 28 May 2012 10:41
Location: Skagafjörður

Re: Að létta gikk

Unread post by Stefán_Jökull »

Mig langar að stela umræðunni ef ég má.

Hvernig gikk mæla menn með á Ruger M77 MkII?
Kv. Stefán Jökull
User avatar
TotiOla
Posts: 406
Joined: 07 Mar 2012 21:21
Location: 210 Garðabæ

Re: Að létta gikk

Unread post by TotiOla »

Þrátt fyrir að vera sammála því að menn fari aldrei of varlega þá finnst mér nú full hart kveðið hér að ofan ef menn mega ekki fara eftir leiðbeiningum í Tikka bæklingnum og prufa sig hægt og rólega áfram. Ég gerði það amk. á mínum Tikkum eftir að hafa lesið mig í gegnum manual-inn auk ýmissa umsagna á netinu (auðvitað teknum með fyrirvara). Stífaði á annarri og létti örlítið á hinni. Passaði mig bara að dry fire-a á milli til þess að átta mig á muninum og prufa bump-fire varúðarráðstöfunina :geek:

Það má benda á það að í manual-num kemur fram að stilliskrúfan sé "self-locking" og því eigi gengjulím eða slikt að vera óþarfi, þó auðvitað sé aldrei of varlega farið. Ef menn treysta sér ekki í þetta, vilja hafa öryggi vel fast á oddinum og/eða ætla að fara að leika sér á gráu línunni (skotfimis-gikknæmni) þá leita þeir auðvitað til fagmanns sem hefur tæki og tól til mælinga á slíku og er það hið besta mál. Ég vil líka taka það fram að ég er á engan hátt að hvetja menn til þess að gera þetta sjálfir en við vitum að þegar þetta er auglýstur eiginleiki þá munu menn reyna þetta og því að mínu mati betra að eiga hér upplýsta umræðu um þetta en að þagga niður eða skammast með stóryrðum :mrgreen:

Hér að neðan fylgir umræddur texti sem allir Tikku eigendur, sem og netnotendur almennt, hafa greiðan aðgang að og ÆTTU að hafa lesið áður en þeir notuðu riffilinn.
TIKKA T3 Varmint MANUAL wrote:TRIGGER ADJUSTMENT (F IG. 10)
If you wish to alter the trigger weight, you may do so by turning the screw (1) with a 2.5mm Allen key (the same one that comes with OPTILOCK scope rings). This operation can be effected by detaching the magazine and exposing the screw-hole in the magazine well with a proper tool as shown in Fig. 11. Turn the key counter-clockwise if you wish to lighten the weight. Weight comes from the factory set at 13-15N (3lbs) and can be altered between 10 and 20N (2-4lbs). NOTE! Screw (1) is self-locking and can only be turned with a proper tool. NOTE! FOR SAFETY REASONS DO NOT ATTEMPT TO REDUCE TRIGGER WEIGHT BELOW 10N (2LBS).
If you wish, you can first detach the barreled action from the stock in order to have a freer access to the trigger-adjustment screw. To detach the barreled action from the stock, simply remove the trigger-guard fastening screws and lift the barreled action out of the stock. When reassembling the barreled action to the stock, be sure to reinstall the aluminum recoil block in its proper place in the stock.
Mbk.
Þórarinn Ólason
uxinn
Posts: 22
Joined: 05 Mar 2012 23:48
Location: Akureyri

Re: Að létta gikk

Unread post by uxinn »

ég þakka málefnalega umræðu ég á sjálfur sako og þar er stilliskrúfa í magasinhúsinu lángaði bara að vita hvort þetta væri svipað í tikkuni ég er ekki að fara rífa eithvað í sundur eða stlipa eithvað það vara bara svo einfalt að létta gikkin á sako hélt að þetta væri svipað hjá tikka
kv Arnar Þór Hjaltason
arnart@simnet.is
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að létta gikk

Unread post by Veiðimeistarinn »

Þórarinn, það er tvennt sem menn gera ekki sjálfir almennt þegar byssur eru annars vegar, menn létta ekki gikk sjálfir og menn gera ekki við boltan sjálfir.
Allir sómakærir menn hætta ekki á að þetta mistakist að einhverju leiti og riffillinn verði kviklæstur eða hleypi af sér nánast af sjálfu sér sem getur gerst hvort sem átt er við gikk eða bolta.

Þú segir ,,Ég vil líka taka það fram að ég er á engan hátt að hvetja menn til þess að gera þetta sjálfir en við vitum að þegar þetta er auglýstur eiginleiki þá munu menn reyna þetta og því að mínu mati betra að eiga hér upplýsta umræðu um þetta en að þagga niður eða skammast með stóryrðum"

Ef það er ekki beinlínis að hvetja menn til að gera þessa hluti, að birta hér inni langan lista af leiðbeiningum hvernig þetta á að gera, veit ég ekki hvað það er að hvetja menn til verka!
Skiptir þá engu máli hvort þetta er auglýstur eiginleiki eður ei.
Umræðan hér verður aldrei upplýstari en svo að þetta takmarkast við getu manna sem er að sönnu misjöfn, verst er að getan kemur ekki í ljós fyrr en of seint og slysið er skeð!
Það er í versta falli rangtúlkun og útúrsnúningur að ég hafi reynt að þagga þetta niður hérna með skömmum og stóryrðum, dæmi hver fyrir sig!
Ég tel mig hafa rökstutt mitt mál vel, sem er í stuttu máli það að þetta er of áhættusamt til að hver sem er geti gert þetta. Ef þetta mistekst er þetta bara hættulegt og mér finnst við eiga að sjá sóma okkar í að hvetja ekki til hættuverka hér inni og benda mönnum strax á að fara með svona verk til fagmanna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Að létta gikk

Unread post by E.Har »

Dem Siggi þá hef ég brotið öll prinsippin oft bæði á mínum og annara rifflum!

:-) EF þú hinnsvegar þarft að spyrja fáðu einhvern með þér sem er vanur.
gerið dummy hylki og prófið oft og mikið og munið að veiðiriffil má ekki vera of léttur.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
TotiOla
Posts: 406
Joined: 07 Mar 2012 21:21
Location: 210 Garðabæ

Re: Að létta gikk

Unread post by TotiOla »

Sigurður. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.
Ég er á þeirri skoðun að ef fólki er treystandi til þess að hlaða sín eigin skot (sem við vitum að getur haft hrikalegar afleiðingar ef ekki er varlega farið og menn leika sér oft á gráu línunni) þá sé fólki alveg treystandi til þess að fikra sig áfram með þetta, hægt og örugglega, líkt og menn fikra sig áfram við það að finna rétta/hraða hleðslu.
Mín skoðun, þó ég virði þína.
Og auðvitað erum við sammála með það að ef maður treystir sér ekki í þetta eða er ekki alveg viss, þá leitar maður til fagmanns. Ég mun amk. gera það ef ég fer að útfæra aðra Tikkuna í einhverja pappaskotfimi (þ.e.a.s. ef ég vil láta létta hann eins og hægt er án þess að fara yfir hættumörkin).
P.s. eins og ég sagði áður þá var ég ekki að pósta neinu sem fólk getur ekki fundið á 2 min. á netinu og ætti að vera búið að lesa ef það á Tikku.
Mbk.
Þórarinn Ólason
User avatar
skepnan
Skytta
Posts: 256
Joined: 01 Apr 2012 12:35

Re: Að létta gikk

Unread post by skepnan »

Sælir félagar, á Weatherby-inum mínum eru tvær stilliskrúfur. Sú að framan er fyrir notandann og með henni er hægt að létta gikkin að einhverju leyti en sú að aftan er engöngu fyrir byssusmiði eða aðra viðurkennda aðila. Þetta þykir mér ansi hentugt :D

Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð
Post Reply