Hagsmunasamtök byssueigenda

Allt sem viðkemur byssum

Telur þú þörf á stöfnun heildarsamtaka byssueigenda

18
72%
Nei
1
4%
Nei, Skotveiðifélag Íslands (Skotvís )er nóg
4
16%
Nei, Skotíþróttasamband Íslands (Stí) er nóg
0
No votes
Nei, Skotvís og Stí er nóg
2
8%
Hef ekki skoðun á því
0
No votes
 
Total votes: 25

User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by maggragg »

Ég vildi kanna hug manna og kvenna til hagsmunasamtak byssueigenda en byssueigendur hafa átt undir högg að sækja upp á síðkastið, bæði veiðimenn og íþróttamenn. Um er að ræða samtök sem stuðla að hagsmunum byssueigenda, þ.e. að allir geti eignast lögleg vopn til löglegrar iðju, hvort sem það eru veiðar eða íþróttir og verði mótvægi gagnvart löggjafanum og framkvæmdarvaldinu. Við höfum í dag samtöku skotveiðimanna, Skotvís og svo Skotíþróttasamband Íslands sem flest skotíþróttafélög eru aðilar að.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
TotiOla
Posts: 406
Joined: 07 Mar 2012 21:21
Location: 210 Garðabæ

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by TotiOla »

Ég valdi "Já" sem svar við spurningunni, þrátt fyrir það óeigingjarna, og oft á tíðum vanmetna, starf sem Skotvís (og líklega STÍ) vinnur. Ég tel að undir umtöluðum heildarsamtökum geti skotveiðimenn og skotíþróttamenn mæst og varið hagsmuni sína.

Ætlar þú að hrinda þessu í framkvæmd Magnús? :D
Mbk.
Þórarinn Ólason
User avatar
gkristjansson
Skytta
Posts: 250
Joined: 02 May 2012 14:21
Location: Ungverjaland

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by gkristjansson »

Ég valdi "Nei", að Skotvís væri nóg.

Ég er hins vegar meðvitaður að Skotvís er sennilega ekki að sinna þörfum þeirra sem stunda markskotfimi og sennilega væri best ef Skotvís og Stí yrðu sameinuð í eitt félag. Að bæta við einu félaginu enn, held ég, myndi ekki ná tilætluðum árangri.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson
User avatar
Bowtech
Posts: 184
Joined: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Location: Sauðárkrókur
Contact:

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by Bowtech »

Valdi já. Bæði Skotvís og StÍ eru að gera góða hluti gagvart því sem snýr að sinni hlið en hins vegar eru nokkrir hópar sem lenda fyrir utan eins og hefur komið í ljós þegar drögin um vopnalög voru lögð fram.
Svo að auki þá virðist vanta samstöðu á meðal allra byssueigenda óháð hvað hópi sem þeir tilheyra.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by maggragg »

Takk fyrir umræðuna um þetta. Ég tel að við byssueigendur þurfi heildarsamtök um okkar hagsmuni. Það er ekki hægt að sameina Skotvís og Stí þar sem Stí er íþróttasamband innan ÍSÍ og því ekki bein félagasamtök. Skotvís hefur gert góða hluti en það sorglega í því er að aðeins 10% skotveiðimanna hafa áhuga á því að fá að stunda veiðar í framtíðinni hér á Íslandi með því að vera í hagsmunasamtökunum.

Ég vona að byssuáhugafólk geti sameinast í samtökum sem eru óháð því hvort menn stundi veiðar með skotvopnum, stundi íþróttir eða hafa gaman af því að safna byssum og vilja gera það áfram. Við vitum að við eigum undir högg að sækja gagnvart samfélaginu og fordómum gagnvart byssum og þurfum öflug samtök til að vinna saman að því markmiði að hafa þann rétt til þess að eiga byssur löglega og nota þær í löglegum tilgangi. Við þurfum sjálf að taka okkur á að bera virðingu fyrir áhugamálum hvors annars og ekki níða skóinn af þeim sem hafa áhuga á öðrum sviðum tengdum byssum.

Það eru ekki allir veiðimenn sem hafa áhuga á byssum og það eru ekki allir íþróttamenn sem hafa áhuga á veiðum, og það eru ekki heldur allir sem hafa áhuga á byssum þótt þeir veiði með þeim, en þeir eiga það allir sameiginlegt að vilja getað átt sínar byssur löglega og að ekki verði þrengt að þeim rétti í framtíðinni. Því þurfum við að snúa bökum saman og mín skoðun er að það þurfi ný samtök til að ná til allra óháð því hvað þeir stunda löglega með byssum. Við verðum aldrei sterkari gagnvart löggjafar og framkvæmdarvaldinu en hversu hátt rödd okkar heyrist og hversu margir við erum sem getum kallað okkur sameiginlegan hóp.

Ég hef viljað koma þessu á laggirnar. Það voru stofnuð svona samtök fyrir nokkrum árum sem aldrei komust á koppin og kannski væri bara málið að endurvekja þau.

Ég vona bara að við getum staðið saman í þessu því að að mínu mati er þetta nauðsynlegt til að við getum stundað okkar áhugamál og iðju í framtíðinni :)
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
Aflabrestur
Posts: 490
Joined: 25 Feb 2012 08:01
Location: Sauðárkrókur

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by Aflabrestur »

Sæll Maggi.
Eins og talað úr mínum munni, og ef af þessu verður þá er minn stuðningur við þessi samtök vís.
Það sem okkur vantar tilfinnanlega er eh. samtök sem ná til allra byssueiganda og að einn hópur vopnaeianda sé ekki að tala niður til annara og jafnvel vinna gegn þeim.
Ég veit ekki hvort ég tel mig veiðimann, skotíþróttamann, eða safnara. Þar sem ég geri þetta allt þe. veiði, keppi og safna byssum auk þessa að sinna félagsmálum og hagsmunum byssuáhugamanna þe. ég tel mig skotáhugamann.
það er sorglegt hve núverandi landssamtök láta lítið í sér heyra varðandi almenna hagsmuni og réttindi skotvopnaeiganda og eru of upptekinn við að sinna ákveðnum gælu verkefnum sem er að vísu ágætt svo langt sem það nær.Ef ég get orðið að liði við stofnum nýrra eða endurvakningu á eldri samtökum þá er ég til.
það þarf ekki marga félaga það þarf bara að vinna í hlutunum málefnalega og af festu og dugnaði það sést vel á td. Bogveiðifélaginu sem er ekki fjölmennt en hefur unnið af þrautsegju að sínum málum og komið þeim vel á veg.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by Gisminn »

Sælir mig langar að segja smá sögu sem er sönn vegna umræðu um smæð skotvís vegna fárra félaga.
Þannig er að ég er félagi í Bifhjólasamtökum lýðveldissins í daglegu tali Sníglar.
Fyrir ca 16 áqrum þá tókum við þá ákvörðun að bæta ímynd okkar sem bifhjólafólks og jafnframt að fara að bæta umferðarmenningu okkar og stuðla að auknu öryggi fyrir okkur.
Við vorum um 1200 manns þegar þessu var hrint af stað og nú eru virkir félagar tæpir 2000 en því miður ekki fleyri.
Og viðmótið til okkar er mjög jákvætt og nú í dag þegar þú ert í röðini að fá þér ís í sjoppuni og inn kemur mótorhjóla maður þá hopparu ekki til hliðar og segir þú mátt vera á undan af ótta við mannin.Heldur kinkar kannski góðlátlega kolli til hanns og færð nikk og bros til baka.
Og nú 16 árum síðar er öryggisbúnaður skylda og 1500 manns að meðaltali hafa fækkað Banaslysum og öðrum alvarlegum slysum svakalega mikiða og nú bara á milli síðustu 2 ára um tæp 20%
Hver þekkir ekki slagorðin.
Líttu tvisvar sérðu hjól?
Endum rúntin heima
Það er ekkert töff að vera dauður
Bara svona til að nefna dæmi.
En tilgangur sögunar er að lítill hópur einsetti sér markmið og virðist hafa tekist nokkuð vel en að sjálfsögðu er þetta endalaus vinna.
Lykillinn að velgengnini var kannski að hluta til sú að við liðum engar málamiðlanir og þetta yrði gert og er gert fyrir okkur og af okkur en síðan kom góður stuðningur frá umferðarstofu þegar árángurinn fór að koma í ljós
og sá sem braut lög samtakana undir merkjum þeirra var umsvifalaust rekinn með skömm.
Hvað er líkt með skotvís og sniglunum ?
Jú bæði eiga að gera allt fyrir þeirra áhugahóp án þess að áhugahópurinn styðji þau.
En hvað er helst ólíkt?
Sniglarnir tóku stöðu og börðust fyrir mótorhjólamannin en ekki bifreiðaökumannin þó við erum það flestir líka.
Skotvís er félag skotveiðimanna en er alltof mikið að reyna að kela við skotfélögin í leiðini og að fara einhverja milli leið sem skilar bara einhverju miðjumoði og engin er ánægður.
Ef stefnan væri hrein og skýr fyrir veiðimannin þá held ég að baráttan yrði léttari og keðjuverkunin yrði hröð. Þá gæti veiðimaðurinn verið í skotvís vegna sinna hagsmuna og svo í skotfélagi til að verða hæfari veiðimaður.
Ens og snígillinn sem berst fyrir umferðarmewnninguni en velur svo að vera félagsmaður í krossaraklúbbi innan ísí.
Og ef svo ólíklega vildi til að gamlir sniglar lesi þetta þá er ég ekkert búin að gleyma slagnum vegna ísí. :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
skepnan
Skytta
Posts: 256
Joined: 01 Apr 2012 12:35

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by skepnan »

Éttan Sjálfur Steini, ég er EKKERT gamall :lol: , las þetta samt :oops: humm Gizmó :?:
En þetta er satt, við vorum ekki mörg til að byrja með en við börðumst eins og ljón :evil:
Eftir áralanga baráttu í umferðar og tryggingarnefndinni, þar sem barist var við vindmyllur og forynjur og gömul tröll með gamaldags hugsanir og alla hina líka, þá er maður þreyttur og bardagaviljinn ekki lengur jafn mikill en maður er stoltur af því sem að hefur áorkast. EN við höfum samt ekki sérstök stæði fyrir mótorhjól eins og er í öllum siðmenntuðum löndum, þessi helv :evil: :evil: :evil: gömlu tröll :x
Þetta er eitthvað sem að menn geta búist við að bíði þeirra sem að hyggja á baráttu fyrir rétti okkar byssu(eitthvað)manna. En ég heiti mínum stuðningi svo langt sem það nær, just go for it!
Sérðu mótorhjól - líttu aftur

Kveðja Keli Skepna(Sniglaviðurnefni mitt)
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð
User avatar
Aflabrestur
Posts: 490
Joined: 25 Feb 2012 08:01
Location: Sauðárkrókur

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by Aflabrestur »

Sælir piltar.
Ég held að við ættum að halda sorglegum örlögum Sníglanna utan við þessar umræður, man enn hvað maður var montinn þegar maður fékk merkið á vinstri öxlína fyrir 20+ árumm og var aðaltöffarinn í bænum á þeim, tíma umkringdur félögum sem stóðu samann allir sem einn, ALLTAF. Ég var líka svipað svekktur þegar ég skilaði merkinu og kvaddi formlega það sem var þá orðinn sundraður og vælandi saumaklúbbur í ímynduðum ímindar vanda rúmum 15 árum seinna, þar sem félagar voru vegnir hægri/vinstri opinberlega.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by Gisminn »

Einmitt Jón það munaði nefnilega litlu að íþróttasamband næði að kljúfa sníglana í frumeindir og það er akkurat það sem ég er að benda á með áherslumuninum á skot-VEIÐI samtökum eða skot-ÍÞR'OTTA samtökum.
Last edited by Gisminn on 20 Jun 2012 00:32, edited 1 time in total.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by maggragg »

Það þurfa að vera skotveiðisamtök og skot-íþróttasamtök áfram. Þessi samtök sem ég er að tala um eiga ekki að koma í staðin fyrir þau. Ef það væru samtök sem myndu sjá um að halda þeim rétti okkar til að eiga þær byssur sem við viljum löglega þá gætu t.d. Skotvís sett krafta sína í að berjast gegn "öfga-náttúrusinnum" og fyrir því að stjórnsýslan sé ekki að ganga of langt á rétt veiðimanna meðan heildarsamtökin berjast fyrir hinum almenna rétti okkar til að eiga tækin til veiðana, og sama með skot-íþróttir. Skotvís á að hugsa um hagsmuni skotveiðimanna og einbeita sér að því, Stí að skotíþróttamönnum og svo samtök sem nær yfir þá hagsmuni sem sameina báða hópana og hina sem eru í hvorugum hópnum.

Núna fór mikið púður frá bæði Skotvís og Stí í vopnalagafrumvarpið þótt að áherslurnar hafi verið algjörlega ólíkar hvað það varðar.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Hagsmunasamtök byssueigenda

Unread post by Gisminn »

Vel að orði komist Magnús þetta var akkurat það sem ég átti við þó ég hefði notað aðra einingu sem ég þekkti vel.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Post Reply