Hvað segja reynsluboltarnir um þessar upplýsingar? Margir áhugaverðir punktar þarna en þori samt ekki að kyngja þessu án þess að heyra hvort einhver hefur gagnrýni á þessa grein.
Þetta er ágætis grein fyrir sinn hatt órugglega allt satt sem sagt er um 308 caliberið þarna. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar, hvergi er tilgreint hver skrifaði pistilinn eða hvernig hann er til kominn, frumsaminn eða þíddur.
Það er lágmarks krafa ef þetta er frumsamið að höfundar sé getið og heimildir tilgreindar.
Sé pistillinn þíddur ber að geta höfundar þó ekki sé nema bara vegna höfundarréttarins og þíðanda að sjálfsögðu.
Frágangurinn er ekki góður stafsetninga og innsláttavillur áberandi sem minnka trúverðugleika skrifanna.
Pistillinn ber allur vott um að sá er skrifaði er ekki vanur veiðum á Íslandi, þar sem hann segir að kúlur undir 150 gr. í 308 dugi aðeins á ref og mink. Einnig ar aðeins minnst á 3006 hylkið í greininni í cal. 3006 og 270, ásamt 243 systurkaliber 308.
Pisillinn er góður fyrir áhugamenn um 308, en nýtist hinum almenna riffilveiðimann á íslandi takmarkð vegna þess að í hann vantar allan samanburð við önnur caliber sem fánleg eru, önnur en að ofan er getið.
Það eru mörg kaliber sem henta betur til veiða á Íslandi, pistillinn ber þess svolítil merki að það sé langt síðan hann var saminn og nýrri kaliber ekki komin til sögunnar, nú er svo komið að flest önnur kaliber en 308 henta betur til veiða á Íslandi.
Þetta horfði öðruvísi við í þá daga þegar valið stóð aðeins um 3006, 308, 243 og nátturulega 6,5x55.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Takk fyrir þennan fróðleik Það að höfundur setti ekki nafn sitt við þetta var einmitt það fyrsta sem ég tók eftir við lestur greinarinnar. Leitaði á allri síðunni og reyndi að finna eitthvað nafn, árangurslaust. Það eina sem ég fann var að tengiliður grunnsíðunnar, Netretinus.com, er hakkapelitas@japan.com. Er svo sem engu nær eftir að hafa komist að því
En þessari Skotskífu-síðu virðist hafa verið haldið úti frá 2002 og er ýmis fróðleikur þar inni á milli. T.d. upplýsingar fyrir veiðimenn um hvernig á að bera sig að við veiðar og verkun sem og reglugerðir og annað (líklega að einhverju leiti úreltar heimildir).
Þetta er bein þýðing á yfir 10 ára gamalli grein frá Chuck Hawks.....ég var einu sinni áskrifandi af þessari síðu sem er á margan hátt fróðleg en hann er afar Amerískur í sér ! En annað fróðlegt í hans skrifum er það að á sínum tíma þá var .308 win hans uppáhald nánar tiltekið Ruger M77 riffill en núna er hann búinn að kúpla því út fyrir 30-06 (remington riffill) sem uppáhald. Í dag er hann alltaf að mæla með 30-06 sem besta alhliða kaliberi ásamt 270, 7mm rem mag og 308......svo á það örugglega eftir að breytast aftur !
Takk fyrir ábendinguna. Passar vel að greinin sé 10 ára gömul þar sem síðan er einmitt 10 ára
En hvaða síða er þetta sem þú vísar til, "Chuck Hawks"? Værir þú til í að deila tengil?
.308 er allveg frábært alhliða cal. Það hafa hinsvegar bæst svo mörg ný cal við og önnur uppgötvast sem henta betur til ákveðinna verka. Bæði með betri kúlum, betri byssum og meiri pælingum hafa menn verið að taka önnur cal framyfir þar sem þau virðast henta til ákveðinna hluta betur en .308. Í markskotfimi henta 6 til 7 mm hylki betur vegna minna bakslags og hærri BC stuðuls kúlna. Sama á við fyrir hefðbundnar veiðar hér á landi þar sem færin eru á opnum svæðum og bakland tryggt að þá hentar að hafa hraðar kúlur. Reyndar spá menn meira í falli en vindreki ennþá hér heima en BC stuðullinn hefur meira að segja en hraðinn þegar kemur að vindrekinu. En .308 er ekkert sérstalega sterkur þar heldur.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546 "Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"