Nýtt veiðigler
- Stefán_Jökull
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:76
- Skráður:28 May 2012 10:41
- Staðsetning:Skagafjörður
Sælt veri fólkið.
Nú er svo komið að mig langar í veiðikíki. Mig langar í eitthvað undir 40.000 krónum, með sæmilega stækkun, 7 til 10 sinnum 40 eða 50.
Hafið þið einhverja reynslu af t.d. celestron sjónaukum? Þeir eru nefnilega glettilega ódýrir.
Með bestu kveðjum,
Stefán Jökull.
Nú er svo komið að mig langar í veiðikíki. Mig langar í eitthvað undir 40.000 krónum, með sæmilega stækkun, 7 til 10 sinnum 40 eða 50.
Hafið þið einhverja reynslu af t.d. celestron sjónaukum? Þeir eru nefnilega glettilega ódýrir.
Með bestu kveðjum,
Stefán Jökull.
Kv. Stefán Jökull
Re: Nýtt veiðigler
Sæll Stefán Jökull, ég þekki ekki Celestron sjónauka en ég veit að menn hafa náð góðum árangri á mótum nú nýverið með Nikko Stirling sjónauka. Ég myndi allavega gefa honum séns. Veiðihornið er með 4,5-14x50 á 38,980 ríkiskrónur á vefnum hjá sér.
Kveðja Keli
Kveðja Keli
- Aflabrestur
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:490
- Skráður:25 Feb 2012 08:01
- Staðsetning:Sauðárkrókur
Re: Nýtt veiðigler
Sæll félagi.
Geti ráð fyrir að þú sért að spá í handsjónauka ég mundi líta alvarlega á Olympus glerin í kaupfélaginu okkar góða, koma verulega á óvart og verðið er þannig að þú færð 2-3 á þennan aur.
Svo veistu náttúrulega að ef það fæst ekki í kaupfélaginu þá þarftu það ekki....
Geti ráð fyrir að þú sért að spá í handsjónauka ég mundi líta alvarlega á Olympus glerin í kaupfélaginu okkar góða, koma verulega á óvart og verðið er þannig að þú færð 2-3 á þennan aur.
Svo veistu náttúrulega að ef það fæst ekki í kaupfélaginu þá þarftu það ekki....
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
Re: Nýtt veiðigler
Sæll keli ég held að Stefán sé að leita að handsjónauka
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
Re: Nýtt veiðigler
Nú þá bara bullaði ég út í eitt, það er ekkert nýtt
Re: Nýtt veiðigler
Athugaðu hvort að Hlað sé komið með Vortex handsjónauka, og þá Vortex Dimondback. Þeir hafa verið að fá góða dóma. Hef reyndar bara horft í gegnum dýrari Vortex sjónauka (bæði riffil og handsjónauka) og þeir voru frábærir. Keypti fyrir félaga minn Vortex Viper HD 10x42 og hann var alveg magnaður. Ef Hlað er ekki komið með þetta prufaðu þá bara að panta þá frá USA.
- gkristjansson
- Skytta
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:250
- Skráður:02 May 2012 14:21
- Staðsetning:Ungverjaland
Re: Nýtt veiðigler
Hef einn Celestron sjónauka (keypti hann handa konunni þar sem hann var svo ódýr).
Sannast sagna get ég persónulega ekki mælt með þessu gleri til veiða en er ágætur ef maður er að leika túrista og þarf ekki að sjá smálhlutina......
Sannast sagna get ég persónulega ekki mælt með þessu gleri til veiða en er ágætur ef maður er að leika túrista og þarf ekki að sjá smálhlutina......
Kveðja,
Guðfinnur Kristjánsson
Guðfinnur Kristjánsson
Re: Nýtt veiðigler
Sælir
Hef ekki mikla reynslu en hef þó litið í gegnum nokkra Bushnell, einn Celestron og svo einn lítinn Zeiss.
Ég keypti mér svo þennan í vor. Gæti ekki verið sáttari. Mjög skýr og góður. Þó töluvert utan budgets.
Mæli með Vortex og því að þú athugir hjá Hlað eða með að panta að utan eins og Gísli kom inn á.
http://theopticzone.com/products-page/b ... -hd-10x42/
Hef ekki mikla reynslu en hef þó litið í gegnum nokkra Bushnell, einn Celestron og svo einn lítinn Zeiss.
Ég keypti mér svo þennan í vor. Gæti ekki verið sáttari. Mjög skýr og góður. Þó töluvert utan budgets.
Mæli með Vortex og því að þú athugir hjá Hlað eða með að panta að utan eins og Gísli kom inn á.
http://theopticzone.com/products-page/b ... -hd-10x42/
Mbk.
Þórarinn Ólason
Þórarinn Ólason
Re: Nýtt veiðigler
Skoðaðu þessa síðu.
http://www.opticsplanet.com/binoculars.html
Ég mæli með að panta frá þeim. Ég pantaði sjónauka á riffilinn frá þeim og það tók 4 eða 5 daga að fá hann.
Mjög góð þjónusta.
Svo geturu skoðað þarna á síðunni og valið hvert erki fyrir sig, t.d eru 38 gerðir af vortex þarna
http://www.opticsplanet.com/binoculars.html
Ég mæli með að panta frá þeim. Ég pantaði sjónauka á riffilinn frá þeim og það tók 4 eða 5 daga að fá hann.
Mjög góð þjónusta.
Svo geturu skoðað þarna á síðunni og valið hvert erki fyrir sig, t.d eru 38 gerðir af vortex þarna
Árnmar J Guðmundsson
- Stefán_Jökull
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:76
- Skráður:28 May 2012 10:41
- Staðsetning:Skagafjörður
Re: Nýtt veiðigler
Ég þakka fyrir hjálpina. Nú er bara að velja og hafna.
Svo er gamla settið að fara í möndulveldareisu í október svo að þar gæti reynst drjúgur akur að plægja.
Bestu þakkir aftur.
Svo er gamla settið að fara í möndulveldareisu í október svo að þar gæti reynst drjúgur akur að plægja.
Bestu þakkir aftur.
Kv. Stefán Jökull