"Nýr" remington 700

Allt sem viðkemur byssum
Stefan_Jons
Posts: 4
Joined: 07 Jul 2012 12:22

"Nýr" remington 700

Unread post by Stefan_Jons »

Sælir, ég ákvað að prufa þetta spjallborð líka :)

Ég var að fá remma frá finna fyrir nokkrum dögum og fór uppá skotsvæði í gær að skjóta inn hlaupið, skaut 5 x 1 skoti og þríf á milli svo nokkrar 4 skota grúbbur og þríf á milli þangað til að það fer að minnka koparinn sem kom út... í þetta skiptið tók það bara 2 4 skota grúbbur og ég brosti allan hringinn þegar ég sá þær, fyrsta skotið eftir þrif er aðeins út úr en ekki mikið...
1.jpg
1.jpg (101.85 KiB) Viewed 2977 times
Finni rétti gengjurnar og lappaði lögginn, rímaði hlaupið, fræsti út skeftið og beddaði lásinn. Erum heppnir að hafa smið á þessu kaliberi til að fara með dótið okkar til :)

Þetta er Remington 700 lás, með shilen hlaupi rímað í 6.5x284 með zeiss 6-24x56 diavari FL
2.jpg
Kv, Stefán Jónsson
stefan1918(@)gmail.com
iceboy
Posts: 466
Joined: 26 Apr 2012 15:58
Contact:

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by iceboy »

Til hamingju með riffilinn.
Þetta er bara laglegasta græja.
Og flottar grúppur
Árnmar J Guðmundsson
Bc3
Posts: 156
Joined: 15 Jun 2012 16:15
Location: Grindavík

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Bc3 »

Flottar gruppur. varstu þarna seint um kvöldið? getur verið að þú sast viðhliðiná mér? ég var þarna með Tikku i kkc skepti
Kv Alfreð F. Bjōrnsson
Stefan_Jons
Posts: 4
Joined: 07 Jul 2012 12:22

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Stefan_Jons »

Sæll það getur passað... :)
Kv, Stefán Jónsson
stefan1918(@)gmail.com
Bc3
Posts: 156
Joined: 15 Jun 2012 16:15
Location: Grindavík

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Bc3 »

Ok hinn var nu ekkert síðri sem þú varst með :) hvað var hann? 6br?


Kv Alli
Kv Alfreð F. Bjōrnsson
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Gísli Snæ »

Glæsilegur riffill Stefán. Og glæsilegar gúppur.

Og hjartanlega velkominn á spjallið. Gaman að fá þig hingað.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Veiðimeistarinn »

Glæsilegur riffill, :) gott kaliber :D goðar grúppur ;)
Hjartanlega til hamingju ;)
Velkominn á spjallið, minni á föstu kveðjuna og allt það :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Stefan_Jons
Posts: 4
Joined: 07 Jul 2012 12:22

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Stefan_Jons »

Takk fyrir það allir :)

Hinn sem ég var með er 6.5x47 lapua Svakalega skemmtilegt hylki að mínu mati. Er samt mikið búin að velta fyrir mér einmitt 6mmbr skiptihlaupi á þá byssu.
Kv, Stefán Jónsson
stefan1918(@)gmail.com
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Veiðimeistarinn »

Stefán, þú ert að nota sömu hleðslu bakvið 100 gr. kúluna og ég nota í minn 6,5-284 sem er Adams & Bennet hlaup með mussle brake eftir Arnfinn í M-98 lás
Þessi hleðsla hefur verið að koma það vel út hjá mér að ég hef ekki breytt henni síðan eg eignaðist riffilinn fyrst þegar Arnfinnur setti hann upp fyrir mig fyrir 7 árum.
Reyndar nota ég þessa sömu hleðslu á bakvið 95 gr. V-Max, hún kemur eiginlega betur út en 100 grainin.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by E.Har »

Glæsilegt öfundsverð græja.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
Stefán_Jökull
Posts: 76
Joined: 28 May 2012 10:41
Location: Skagafjörður

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Stefán_Jökull »

Flott verkfæri, til hamingju með riffilinn og grúppuna, ekki er hún síðri.
Kv. Stefán Jökull
Stefan_Jons
Posts: 4
Joined: 07 Jul 2012 12:22

Re: "Nýr" remington 700

Unread post by Stefan_Jons »

Núna bara dauðlangar mér að setja hann í flottara skefti en eiga þetta afram sem létt veiðiskefti... Það er alltaf eitthvað :)
Kv, Stefán Jónsson
stefan1918(@)gmail.com
Post Reply