Hubertus haglaskot

Allt sem viðkemur byssum
Minuteman
Posts: 2
Joined: 28 Sep 2012 22:21

Hubertus haglaskot

Unread post by Minuteman »

Mér áskotnaðist nokkrir pakkar af Hubertus 70mm númer 4 pappa haglaskotum framleidd í Austur-Þýskalandi.
Mér langaði að leita til mér fróðari manna um sögu þessara skota og hvenær þau voru til sölu hérna heima. Sá sem gaf mér þau man ekki hvað þau eru gömul og er ég að reyna að komast að því. Ef þið viljið myndir þá er ekkert mál að henda þeim inn í fyrramálið.

Kveðja
Sigurður Orri Baldursson
Sigurður Orri Baldursson
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Hubertus haglaskot

Unread post by Tf-Óli »

Þessi skot keypti ég stundum í Kaupfélagi Borgfirðinga á níunda áratugnum. Þau voru frekar ódýr ef ég man rétt. Áttu það til að bólgna soldið í mikilli vosbúð. Ég giska á að Sambandið hafi flutt þau inn, en ég er ekki viss.
Ert þú nokkuð til í að selja einn pakka?
Eða nokkur skot?
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
Minuteman
Posts: 2
Joined: 28 Sep 2012 22:21

Re: Hubertus haglaskot

Unread post by Minuteman »

Fæ meira af þessu fljótlega verð í sambandi við þig þá.
Hvað er verið að setja á þessi skot?
Sigurður Orri Baldursson
User avatar
Aflabrestur
Posts: 490
Joined: 25 Feb 2012 08:01
Location: Sauðárkrókur

Re: Hubertus haglaskot

Unread post by Aflabrestur »

Sælir.
Ég hef aðeins verið að safna gömlum skotum. Og oftast er það bara þannig að maður lætir pakka á móti pakka nýtt gegn gömlu eða sam virði í peningum, jafnvel skiftir við félagana á eh. sem þeir eiga ekki, nú eða manni er gefið þetta af eh. sem vill losna við gömlu skotinn hans afa.
Það eru ekki stór verðmæti í þessu meira svona að varðveita söguna. Annars er töluvert af þessu austantjalds dóti enn á ferinni hér, kom mikið í vöruskiftum fyrir fisk, síld og ull.
Mátt alveg skjóta á mig hvað þú ert að fá gæti verið áhugavert baikal(a)orginalinn.is
es.
Ég á lýka eh. af skotum sem ég gæti látið í skiftum.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
Post Reply