Sæll Halldór
Þeim sem velja 260rem virðist fjölga hratt en þegar ég lét flytja inn fyrir mig í fyrra sumar þá voru ekki margir komnir í þetta cal amk m.v. upplýsingar sem ég fékk frá Hlað.
Ég valdi Savage 12 LRP en Tikkan hans Gísla er vissulega komin með glæsilegra útlit. Ég tók Vortex Viper PST 6-24x50 EBR1/Mrad FFP og hefur hann komið vel út. Ég er einnig með Zeiss Conquest 6,5-20*50 á öðrum riffli og glerin eru áþekk á sambærilegri stækkun þó er Zeissinn líklega með vinninginn en Vortextinn hefur annað framyfir svo sem ljós í krossi og er FFP sem er verulegur kostur.