308 Palma

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Sveinbjörn
Posts: 251
Joined: 17 Jun 2012 23:49

308 Palma

Unread post by Sveinbjörn »

Jæja strákar hvað getið þið sagt mér um 308 Palma?
Snýst þetta um ákveðna kúluþyngd í 308 og hylki með hvellhettustæði fyrir small primer.

Eða er þetta sér 308 cal og ekki hægt að nota standard 308 win hylki?

Því meira sem ég grúska í þessu átta ég mig á því að eitthvða er ekki alveg að stemma hjá mér og kallar það eingöngu á meiri vangaveltur.

Það má finna ýmsar upplýsingar um þetta á spjallþráðum í Ameríkuhrepp og reyndar fleirri en ég sem eru að velkjast í vafa með þetta.

Sporbúðin á riffil sem er gefin upp í 308 Palma. Hlað er með Lapuahylki í 308 Palma og í Ellingsen eru til kúlur fyrir 308 Palma.

Nú vantar bara SNILLING að raða þessu upp á manna máli sem gæti hljóða einhvern veginn svona. hver gefur sig fram í það????

NEI það má ekki nota venjuleg 308 hylki.
JÁ það má nota venjuleg 308 hylki.
Það má bara nota svona kúlu 155gr. og hún á að vera svona langt frá landinu
það má nota allar venjulegar 308 kúlur en sumar eru betri en aðrar.

Reyndar er ástæðan fyrir því að þeir nota Lapua hylki með gati fyrir small primer eingöngu sú að með small primer gati sé hægt að hafa hærri þrýsting þegar heitt er hlaðið.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: 308 Palma

Unread post by maggragg »

Sæll

Palma er nafn á skotgrein úti í USA. Reglurnar eru herriffill og mesta leyfilega þyngd er 156 grain á kúlu. Aðeins er skotið með opnum sigtum og eru færin allt að 1000 yardar. Þannig að þessvegna eru menn að nota 155 gr. kúlur í .308. Palma riffill er þá riffill sem er hannaður fyrir opin sigti, með mjög löngu hlaupi því það bæði nær mestum hraða út úr .308 og líka uppá sigtin og svo tvist sem hentar 155 graina kúlum, t.d. 13,5 eða 14 tvist. Það má semsagt nota venjuleg hylki í þessa grein en menn eru að optímiséra allt sem menn geta og mega út frá reglunum.

Kúlur sem heita palma eitthvað eru bara kúlur sem hafa mjög háan BC stuðull í 155 grainum. Þarna eru menn að skjóta 155 graina á um 3000 fps og þá skiptir máli að hafa sem mestan BC stuðull til að skora hærri stig :)
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: 308 Palma

Unread post by Benni »

308 palma hylkin eru bara 308 winchester með lítilli hvellhettu það er eini munurinn. þola meiri þrísting og lítil hvellhetta á að gefa minni hraðamun milli skota sem skiptir miklu máli á löngu færunum.
Hef heirt að menn geti lent í vandræðum með að lítil hvellhetta nái ekki að kveikja almennilega í púðrinu ef það er mjög kalt úti en ég lenti aldrei í vandræðum með það þegar ég var að prófa þessi hylki.
Fiskimann
Posts: 55
Joined: 12 Oct 2012 10:03

Re: 308 Palma

Unread post by Fiskimann »

Sælir Félagar
Ég las grein um þetta fyrir nokkrum árum og minnið gæti svikið mig. Ég held að þú getir notað palma hylkið í alla W .308 riffla, þeas eina sem er öðruvísi er að það er minni primer. Það er aðallega verið að leita eftir jafnari kveikingu í púðrinu með þessum primerum og væntanlega þyrti að hækka púðurhleðslu sem mótvægi við það. Náunginn sem skrifaði þessa grein gaf lítið fyrir þetta hylki. Vildi meina að það væri hægt að fá large primera sem skiluðu sama árangri. Hann vísaði í rússneska primera sem hafa verið seldir þar ytra undir ýmsum merkjum. Gæti reynt að grafa það upp ef e-r hefur áhuga.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: 308 Palma

Unread post by E.Har »

308 palma er í sömu sami spekkum og 308 win.
samt er smá munur. Hylkið er optimeserað fyrir 155 gr kúlu sem er styttri en t.d 220 gr og því þarf að hafa smá vara á löngum kúlum, þær gætu lent fram í rillum ef riffillinn er spekkaður fyrir palma.
Við handhleðslu er þetta ekkert mál, þá ræðurðu kúlusetningunni.
Primerinn er small í palma í staðin fyrir large í 308 win. Hugmyndin er að geta aukið þrýstingin með meira púðri og komið þessum 155 greinurim á meira skrið.
Átt að geta skotið 308 palma úr öllum 308 rifflum en veruð sennilega smá jump í rillur á þessari 155 gr kúlu.

Hef annars aldrei notað svona las bara einhvað um þeta einhverntíman.
Svo endilega ræðið þetta frekar :-) Því minnið mitt er gloppótt :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
Fiskimann
Posts: 55
Joined: 12 Oct 2012 10:03

Re: 308 Palma

Unread post by Fiskimann »

Sælir félagar
Ég fletti upp á heimasíðu Lapua: http://www.lapua.com/upload/downloads/b ... se2010.pdf
Þar kemur fram að hugmyndin hafi verið að nýta áreiðanleika minni primerana. Þeir hafa jafnari brennslu sem skili sér í betri lóðréttri ákomu. Endilega leiðréttið mig ef ég er að misskilja e-ð.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson
Bc3
Posts: 156
Joined: 15 Jun 2012 16:15
Location: Grindavík

Re: 308 Palma

Unread post by Bc3 »

Ég er einmitt að láta breyta tikkuni hjá mér i 308 og var að spa i þessu hvort maður egi að fá sér palma hylki ég á óopinn kassa af lapua 308 hylkjum sem eg var að hugsa um að skipta i palma hylki
Kv Alfreð F. Bjōrnsson
Þ.B.B.
Posts: 22
Joined: 26 Aug 2012 16:53

Re: 308 Palma

Unread post by Þ.B.B. »

Sæll Sveinbjörn og takk fyrir þennann þráð, þessi umræða kveikti áhuga hjá mér á að prófa þessa nýju Sierru 155.gr Palma kúlu.
Ég ætla að skjóta henni úr óbreyttum Sako 85, hlaðna í venjulegum 308w hylkjum og feta mig áfram þar til ég verð sáttur við ákomuna.
Nú er ég að hlaða Berger 168.gr en hef áður rennt nokkrum gerðum af 165-168.gr markkúlum í gegnum riffilinn með ásættanlegum árangri en þéttustu ákomunni hef ég náð með Hornady FTX 160.gr sem gefur mér vonir um að 155.gr kúlan með þeim hraða sem henntar henni úr mínum riffli geti gert betur.
Árangurinn set ég svo hér inn öðrum til uppl.
Þorsteinn Bjarnarson.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is
Post Reply