260 Rem

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Sveinbjörn
Posts: 251
Joined: 17 Jun 2012 23:49

260 Rem

Unread post by Sveinbjörn »

Er einhver að nota þetta hér á Íslandi?
Hvaða kúlur og og svona til að rugla okkur í rýminu þá hver er munurinn á kúlu í 6,5 og 260?
Td. á Pakka sem ég er með fyrir framan mig stendur 6,5mm
og þar fyrir neðan 264''

Að sjálfssögu er ég búinn að Göggla þetta í drasl og lesið ýmisleg frá Ameríkuhrepp umþetta cal. ´
Fróðlegt væri að heyra af Landa Fjanda sem hefur notað þetta.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: 260 Rem

Unread post by maggragg »

Sæll Sveinbjörn

.260 er nafnið á hylkinu sem .308 "neckað niður í .264" en .264" er einmitt það sem við köllum 6,5mm. Þetta er sama kúla og 6,5x55 notar t.d. og afköstinn mjög sambærileg ( sami hraði ). Þ.e.a.s. að það er lítill sem enginn munur á falli, eða slagkrafti, nema auðvitað að .260 Rem er short hylki og passar beint í bolta og magasín af .308 riffli.

Það er nokkrir með þetta hér heima og held ég að það sé að koma bara frábærlega út, enda hvernig getur 6,5x55 í minni umbúðum annað en komið vel út :)

Þetta er efst á listanum mínum núna fyrir næsta cal, er núna með 6,5x55. Þar á eftir er .284 Win orginal ;)
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
T.K.
Posts: 166
Joined: 03 Sep 2010 20:54

Re: 260 Rem

Unread post by T.K. »

Maggi, þú gætir haft gaman af þessari lesningu sem birtist nýverið


http://www.shootingtimes.com/2012/11/16 ... t-to-have/
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: 260 Rem

Unread post by maggragg »

Grendel er flott hönnun en þessu hylki var ætlað að koma í stað .223 í AR-15 útfærslum af rifflum. Hylkið er að skila sér í meiri slagkrafti og betra færi samanborið við .223 í hylki sem er ekki lengra en .223

Hinsvegar er það ekki sambærilegt við .260 eða 6.5x55 enda mun stærri hylki, og auðvitað lengri og passa ekki í AR-15. En þetta sýnir hvaða yfirburði kúlur með þvermálið 6.5 hafa yfir aðrar þegar kemur að flugeiginleikum, og mikilvægi BC stuðuls fram yfir hraða.
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: 260 Rem

Unread post by Gísli Snæ »

Ég er með riffil í þessu caliberi - einstaklega ánægður með hann. Hef eingöngu verið að skjóta Scenar kúlum - 123 gr og 139 gr.

Mest notað VV 160 en er ný byrjaður að prufa Reloader 17 en það er ekki komin næg reynsla á það ennþá.

http://spjall.skyttur.is/skotvopn/tikka ... -t707.html
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: 260 Rem

Unread post by Gísli Snæ »

Ég er með riffil í þessu caliberi - einstaklega ánægður með hann. Hef eingöngu verið að skjóta Scenar kúlum - 123 gr og 139 gr.

Mest notað VV 160 en er ný byrjaður að prufa Reloader 17 en það er ekki komin næg reynsla á það ennþá.

http://spjall.skyttur.is/skotvopn/tikka ... -t707.html
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
konnari
Posts: 343
Joined: 12 Mar 2012 15:04

Re: 260 Rem

Unread post by konnari »

Hér er nýleg 3 skota grúppa (á 100m) úr Sakoinum mínum í 260 rem. kúlan er 123 gr. Hornady A-max.....þetta kaliber er bara algjör snilld.
Attachments
260 rem hornady a-max 123 gr net.jpg
260 rem hornady a-max 123 gr net.jpg (62.91 KiB) Viewed 2516 times
Kv. Ingvar Kristjánsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: 260 Rem

Unread post by maggragg »

Það eru þónokkrir póstar hér á spjallinu sem fjalla um þetta hylki eða koma inn á það...

http://spjall.skyttur.is/endurhledsla/l ... -t121.html
http://spjall.skyttur.is/skotvopn/nokku ... -t491.html
http://spjall.skyttur.is/riffillgreinar ... -t252.html

Og svo fullt af öðrum þráðum en ég þarf eitthvað að fikta í leitarvélinni þvi hún virðist ekki leita af tölum eins og kaliberum!!!
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Hjörtur S
Posts: 56
Joined: 24 May 2012 13:41
Location: Reykjavík

Re: 260 Rem

Unread post by Hjörtur S »

Þetta er flott grúppa Ingvar.
Ég hef einnig verið að velja A-max 123gr í 260 cal og verið ýmist með N150 eða N550. Þessi grúppa sem þú sýnir hvernig var hún hlaðin og OAL ? Þekkir þú hraðann hjá þér?
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is
Post Reply