19. gr.
Að frátöldum þeim sem greinir í 4., 9. og 13. gr. laga þessara er óheimilt að veita þeim, sem á fyrir 20 skotvopn eða fleiri, leyfi til þess að eignast fleiri skotvopn. Lögreglustjóri getur þó heimilað einstaklingi eða safni að eignast fleiri skotvopn svo og skotfæri fyrir þau, enda sé um að ræða vopn sem hafa ótvírætt söfnunargildi svo sem vegna tengsla við sögu landsins og þau ekki bönnuð samkvæmt lögum þessum.
Þegar um er að ræða safn skal tilnefna mann sem hefur skotvopnaleyfi til þess að sjá um skotvopn þess og skotfæri. Telst hann vera ábyrgur fyrir meðferð og vörslu vopnanna ásamt stjórnendum safnsins.
Óheimilt er að nota safnvopn skv. 1. mgr. eða kaupa fyrir þau skotfæri nema með leyfi lögreglustjóra. Vopn þessi skal skrá sérstaklega í skotvopnaskrá.
###################################
Ég las draftið yfir og einnig draft að reglugerð. Mig minnti að það hefði verið sett upp ´ði reglugerðinni möguleiki á söfnunarleyfi.
Eins og þið munið þá var þarna nýbúinn harmleikur í Finnlandi og á þessum tímapungti var verið í fullri alvöru að tala um max eign 4 til 5 nothæfar byssur á mann!
20 stk er í fínu lagi yrir hefðbundna notendur. Eðlilegt hámark enda er eðlilegt að setja hámark á eign einstaklinga. Hitt er annað að það verður að vera möguleiki fyrir safnara að halda utan um sín söfn. Einnig á auðvitað að gera meiri og í raun mikklar kröfur um geymslur á slíkum söfnum svo ópróttnir skíthælar komist ekki í þau. Rétt eins og þið lentuð í fyrir norðan.
Ég er á þeirri skoðun að í stað þess að vera að kíta um hvort það hefði verið betra fyrir safnara og íþróttamenn að samtök veiðimanna væru að krítissera efnislega þessi atriði þá væri nær lagi að menn settus niður og skoðuðu hvaða breytingum við viljum ná fram. Ég vil ná Ögmundaákvæðunum til baka varðar skotíþróttabyssurnar. Við vorum óheppnir þar sem í millitíðinni frá því lögin voru skrifuð storkuðu markir þeim ákvæðum, sem hugsanlega valda því að lögreglan lætur Ögmund þrengja ákvæðin! Ég vil líka að söfnurum verði kleyft að halda utan um sín söfn að því gefnu að frá þeim sé tryggilega gengið.
Þessi lög eru ekki á dagskrá núna og í vor er kosningaþing sem eru óútreiknanleg. Við þurfum að vera komnir með strtegíu til að hamra á í allsherjarnefndinni. En ef einhvað á að ganga þá ´ættum við að gera það í samstilltu átaki.
P.S það eru að nálgast 10 ár síðan ég hætti í Stjórn Skotvís svo ekki skamma sjálfboðaliðana þar fyrir mínar skoðanir
