Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by E.Har »

###################################
19. gr.
Að frátöldum þeim sem greinir í 4., 9. og 13. gr. laga þessara er óheimilt að veita þeim, sem á fyrir 20 skotvopn eða fleiri, leyfi til þess að eignast fleiri skotvopn. Lögreglustjóri getur þó heimilað einstaklingi eða safni að eignast fleiri skotvopn svo og skotfæri fyrir þau, enda sé um að ræða vopn sem hafa ótvírætt söfnunargildi svo sem vegna tengsla við sögu landsins og þau ekki bönnuð samkvæmt lögum þessum.
Þegar um er að ræða safn skal tilnefna mann sem hefur skotvopnaleyfi til þess að sjá um skotvopn þess og skotfæri. Telst hann vera ábyrgur fyrir meðferð og vörslu vopnanna ásamt stjórnendum safnsins.
Óheimilt er að nota safnvopn skv. 1. mgr. eða kaupa fyrir þau skotfæri nema með leyfi lögreglustjóra. Vopn þessi skal skrá sérstaklega í skotvopnaskrá.
###################################

Ég las draftið yfir og einnig draft að reglugerð. Mig minnti að það hefði verið sett upp ´ði reglugerðinni möguleiki á söfnunarleyfi.
Eins og þið munið þá var þarna nýbúinn harmleikur í Finnlandi og á þessum tímapungti var verið í fullri alvöru að tala um max eign 4 til 5 nothæfar byssur á mann!

20 stk er í fínu lagi yrir hefðbundna notendur. Eðlilegt hámark enda er eðlilegt að setja hámark á eign einstaklinga. Hitt er annað að það verður að vera möguleiki fyrir safnara að halda utan um sín söfn. Einnig á auðvitað að gera meiri og í raun mikklar kröfur um geymslur á slíkum söfnum svo ópróttnir skíthælar komist ekki í þau. Rétt eins og þið lentuð í fyrir norðan.

Ég er á þeirri skoðun að í stað þess að vera að kíta um hvort það hefði verið betra fyrir safnara og íþróttamenn að samtök veiðimanna væru að krítissera efnislega þessi atriði þá væri nær lagi að menn settus niður og skoðuðu hvaða breytingum við viljum ná fram. Ég vil ná Ögmundaákvæðunum til baka varðar skotíþróttabyssurnar. Við vorum óheppnir þar sem í millitíðinni frá því lögin voru skrifuð storkuðu markir þeim ákvæðum, sem hugsanlega valda því að lögreglan lætur Ögmund þrengja ákvæðin! Ég vil líka að söfnurum verði kleyft að halda utan um sín söfn að því gefnu að frá þeim sé tryggilega gengið.

Þessi lög eru ekki á dagskrá núna og í vor er kosningaþing sem eru óútreiknanleg. Við þurfum að vera komnir með strtegíu til að hamra á í allsherjarnefndinni. En ef einhvað á að ganga þá ´ættum við að gera það í samstilltu átaki.

P.S það eru að nálgast 10 ár síðan ég hætti í Stjórn Skotvís svo ekki skamma sjálfboðaliðana þar fyrir mínar skoðanir :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
257wby
Posts: 193
Joined: 21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Location: Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by 257wby »

Eitt sem veldur mér áhyggjum umfram annað í sambandi við 19 grein en þar stendur "enda sé um að ræða vopn sem hafa ótvírætt söfnunargildi svo sem vegna tengsla við sögu landsins og þau ekki bönnuð samkvæmt lögum þessum. "
Hvaða skilyrði þurfa skotvopn að uppfylla til þau geti talist hafa ótvírætt söfnunargildi,og hver á að meta söfnunargildi þeirra?

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.
User avatar
Jón Pálmason
Posts: 177
Joined: 16 Aug 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Location: Sauðárkróki

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Jón Pálmason »

Sæll félagi Einar.

Ég sé ekki að það sé eðlilegt að setja fjöldatakmarkanir á vopnaeign einstaklinga.
Er þá ekki eðlilegt að setja fjöldatakmarkanir á bílaeign einstaklinga, sem dæmi ?
Þegar skotáhugamenn/konur hafa verið í sportinu svo áratugum skiftir er ekkert óeðlilegt við það að skotvopnunum fjölgi. Það er sjálfsagt mál að hver ákveði fyrir sig hvað hann vill eiga, eða telji sig þurfa að eiga mörg skotvopn.
Nefndarmenn voru á launum var mér tjáð af starfsmanni ráðuneytisins og þá er eðlilegt að það séu gerðar meiri kröfur til þeirra um að þeir standi sig. Og sjálfsagt að þeir standi vörð um sameiginlega hagsmuni okkar. Hvort sem við teljum okkur skotveiðimenn, skotíþróttamenn, byssusafnara eða bland af öllu þessu. Það er hið besta mál að standa vörð um hagsmuni annara þegar áhugamálin skarast og skotvopn koma við sögu í þeim öllum. Alveg óþolandi þegar fulltrúar okkar leggjast á sveif með þeim sem vilja endalaust skerða okkar réttindi og eyðileggja/skaða áhugamál okkar.
Varðandi gagnrýni á sjálfboðaliðana í stjórn Skotvís vegna þinna skoðana, þá er hún engin.
Gagnrýni þá hins vegar fyrir þá afstöðu sem þeir tóku þegar þeir sendu inn samþykki sitt við frumvarpið.

Kveðja, Jón Pálmason.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði
User avatar
Morri
Posts: 116
Joined: 03 Oct 2012 22:07
Location: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Morri »

Sælir

Sammála Jóni Pálmasyni, eins og endra nær. Nema ég er ekki svona óánægður út í Skotvís eins og hann.
Ég held að menn hljóti að vera að misskilja eitthvað í sambandi við það félag almennt.

En að lögunum, við sem skrifuðum athugasemd við frumvarpið komum flestir inn á 19.greinina, enda er hún argasta bull, og get ég ekki verið sammála því að það þrufi að vera eitthvað þak á því hvað hver eigi margar byssur! Sjálfsagt?? - Nei.

Það er í lagi að gera meiri kröfur á þá sem eiga meira en eitthvað ákveðið margar byssur, t.d. 20stk, en að banna þeim að eiga meira, er algerlega óþarfi.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur
User avatar
Aflabrestur
Posts: 490
Joined: 25 Feb 2012 08:01
Location: Sauðárkrókur

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Aflabrestur »

Sælir.
Held að það sé alveg hægt að skamma núverandi stjórn skotvís fyrir þetta, og dugleysi þar sem hún vísar öllum ákvörðunum í þessu máli til fyrri stjórnar og nefndarmanns skotvís og hefur ekki kjark eða vilja til að taka sjálfstæða ákvörðun í málinu, hélt að með nýum mönnum í brúnni blésu nýir vindar en það er greinilega bara sama golann þar enn. (Hef það á tilfinningunni að skotvís þori ekki styggja yfirvöld í þessu máli af eh. ástæðum?)
Eftir að hafa fengið í hendurnar tölvipóst þar sem nefndarmaður skotvís kallar mig og fleiri félaga í skotvís skiptimynt sem sé allt í lagi að fórna til að ná fram sínum hugar efnum á kostnað minna hagsmuna Þá var mér nóg boðið og eflaust fleirum. Enda er ég fyrrverandi félagi í skotvís í dag, vill ekki bendla nafn mitt við félag sem ástundar svona vinnubrögð, að koma sínu fram með því að skaða hagsmuni annara.
Þetta með að vísa alltaf í eh. safnaraleyfi og nefnd sem hefur löngu lokið störfum er bara yfirklór og prump til að réttlæta og reyna að fela óvinsæl mistök, en hver ætlar að meta hvað er safngripur? verður eh. staðlar um það eða verður það bara eftir því hvernig viðkomandi möppudýr fór framúr þann morgunin?
Hvað Noreg og Finnland varðar, þá er Noregur með miklu strangari vopnalög en við, stoppaði það Brevik? Finnar eru með ein frjálsustu vopnalög í evrópu ætla þeir að herða þau eftir þessi voðaverk? svörin við hvoru tvegga NEI.
Afhverju í ands...... þurfum við alltaf að vera kaþólskari en páfinn og lepja upp mestu vitleysurnar eftir öðrum í stað þess að taka sjálfstæðar og raunhæfar ákvarðanir hvers vegna ekki að fara dönsku leiðina? 25 byssur auknar kröfur um geimslu. Það er svo sem ekki undarlegt að við komum okkar málum lengra en von er þegar svona er unnið að þeim innan okkar eiginn raða.
Ég persónulega held að við þurfum orðið eh. svipað og NRA í Bandaríkjunum til að vinna í okkar málum, hélt að skotvís væri til í að tala fyrir skotmenn almennt og stiðja önnur félög og verða þannig stærra og sterkara afl fyrir vikið en svo er greinilega ekki og tel ég að það eigi eftir að skaða félagið í framtíðinni.
Annars er ég sammála nafna mínum hann er bara heldur fínpússaðri en ég í þessu.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Gisminn »

Eftir gott samtal við jón skil ég hann vel og ég er nú í skotvís en hef samt ekki fengið góða skýringu á afhverju skotvís gat ekki verið harðorðari svo það kæmi skotfélögum og söfnurum til góðs það hefði ekkert skaðað þá stefnu að vera félag veiðimanna því innan raða veiðimanna er safnarar.
Mín skoðun er að þó það sé stundum áherslu munur milli skotreyn og skotvís og fleiri þá hljóti þau að geta sameinast um svona mál sem varðar marga en skaðar engan málstað.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Jón Pálmason
Posts: 177
Joined: 16 Aug 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Location: Sauðárkróki

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Jón Pálmason »

Sæll Þorsteinn.

Þú ert væntanlega að tala um nafna minn Brynjar, þegar þú talar um Jón?
Ómar, þú getur hringt í mig þegar þér hentar, ef þú vilt fá nákvæmari fréttir af því sem hér er verið að fjalla um. Veit meira en um þetta málefni en margir sem eru að tjá sig um það.

Kveðja, Jón Pálmason
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Gisminn »

Jú það passar átti gott samtal við hann því ég er eins og þú geng bara í hlutina og klára þá :-)
Og eins og þú vissir sennilega fyrir erum við allir merkilega líkir í skoðunum ef að heildar myndin liggur ljós !
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Jón Pálmason
Posts: 177
Joined: 16 Aug 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Location: Sauðárkróki

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Unread post by Jón Pálmason »

Sæll Þorsteinn.

Jú, takk fyrir svarið.

Kv, JP
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði
Post Reply