Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by E.Har »

Grunnrifillin er Blaser R 93 offroad
Sem er plastskeftur léttur veiðirifill.
Lásin er straightpull og læsisr allan hringin ekki með löggum.
Rifillin er undir 4 kg með Harris tvífæti og auka skeftispúða og löngu hlaupi.
Jafnvel með aimpointinu og 9,3 hlupinu.

Hlaup :
9,3 *62. Mauser 52 cm langt. Twist 1/10
6,5-284 Norma. 65 cm langt. Tvist 1/12
300 wsm 65 cm langt. Tvist. 1/11

Auka boltafési fyrir mismunandi hylki.
Ayka magasín fyrir mismunandi hylki, meira fóðrun inn í magasín því þau eru í raun föst og beint fyrir ofan gikkinn.

Glerin eru 3 :
Aimpoint fyrir upp close and personal, hugsað með stutta hlaupinu í skógi eða slíku.
3-12 * 50. Zeiss Diavari með lokuðum turnum, er oftast á 300 wsm og stilllt á 170 metra.
Létt og hnjaskþolin útgáfa engir turnar að snúast, toppurinn í gæderí á fjörðunum.
6-24 *50 Zeiss Diavari með ljósi og turnum. Toppurinn í sjónaukum. . Er mest ofan á 6,5-284 Frábært til að teygja sig lengra en ég get :cry:

aaxlabandaburðaról frá Nigelcloth, Neverlost taska sem er frábær, skjalataska til að fljúga með ofl smádót.

Á óskalistanum er 6 mm Br hlaup, 338 hlaup og lrs eða cism skefti svona til að sportast með á borði!

Kostir kerfisinns eru nokkrir, helst að það tekur um mínútu að skipta um hlaup, 2 ef það er milli boltagrúppa. Sjónaukar smellast af og á og breyta sér, þó verður að breyta þeim milli hlaupa, en þa er bara að skrifa klikkin hjá sér. Hann er straugtpull og því hægt að sljóta hratt. Hann er einnig stuttur og lipur þar sem það er ekkert eginlegt láshús. Galli er auðvitað verð og einnig leiðinleg magasín.

Þetta er auðvitað bara veiðibyssa svo þetta gatar ekki eins og Finnasmíði, en er bara fin græja. Norssari Tomas Hagelund er með skemtilga umfjöllun á youtube undir longrangeblog :-)
Last edited by E.Har on 17 Dec 2012 08:51, edited 1 time in total.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun.

Unread post by E.Har »

Myndin er of stór og kemur því seinna
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
Jón Pálmason
Posts: 177
Joined: 16 Aug 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Location: Sauðárkróki

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun.

Unread post by Jón Pálmason »

Sæll félagi.

Skemmtilegt framtak hjá þér.
Mætti vera meira af svona:)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun.

Unread post by E.Har »

Hér er mynd. Á honum er 300 wsm hlaupið og aimpoint.
Stubbahlaupið er 9,3 en það flutaða 6,5-284
Attachments
blaser 2b.jpg
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
Stebbi Sniper
Posts: 492
Joined: 09 Jun 2012 00:58
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by Stebbi Sniper »

Þetta er flott græja hjá þér Einar, það væri gaman að fá að sjá betri mynd af honum en þetta. Veistu hvað hann getur t.d. á 300 eða 500 metrum?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by E.Har »

Öll hlaupin eru að skjóta þokkalega.
9,3 undir tommu með verksmiðjuskotum er ekki búin að leika mér nógu mikið með það.

300 wsm vel undir hálfri. Var að leika mér soldið með 125 gr tipp og náði henni upp í 3600 fet/sec en þá opnaðist patternið aðeins. Er best á um 3400 fetum, er að skjóta 150 gr kúlum á þeim hraða líka, en virðast nákvæmastar um 3250 fet/Sec.

6,5-284 var að skjóta mjög vel úr köldu hlaupi, en um leið og það hitnaði lagði það af stað.
Ellinsenn sendi það til baka til Blaser sem klappaði því einhvað. Virðist hafa verið hand-lappað.
Fékk með skotblað frá þeim með 5 skota hálftommugrúppum með verksmiðjuskotum. Svo það lítur vel út. Hef bara ekki náð að prófa það almennilega aftur. Er að bíða eftir birtu og veðri.

Þetta er í raun meira en nóg fyrir mig. Fyrstalagi þá skítur rifillin greinilega betur en ég. Ætti að vera refabyssa út á 500, allavega næ ég því á góðum degi með wsm.

Þetta er engin Finnasmíði sem skítur gatið úr gatinu, bara léttur veiðirifill.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
Stebbi Sniper
Posts: 492
Joined: 09 Jun 2012 00:58
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by Stebbi Sniper »

Þetta er sama og ég var að lenda í með Tikkuna mína í 6,5 x 284. Þ.e. að hann skaut mjög vel svona 6 - 8 skot svo fór nákvæmnin niður á við ef ég kældi hann ekki. 0,8 MOA var kannski svona það sem ég var að gera að meðaltali með honum á 100 metrum. Einstöku grúpa niður í 0,5 MOA.

Ég skaut flottustu grúpurnar með 139 grs Scenar og svo prófaði ég 108 grs Scenar þegar ég fór í eitthvað veiðirifflamót upp í Álfsnesi og það gekk mjög vel að mínu mati. 120 grs Nosler BT fékk ég aldrei til að skjóta reglulega undir MOA. Allt eru þetta 5 skota grúppur sem ég er að tala um, 3 skotagrúpur eru ágætar, en ekki eitthvað sem hægt er að miða við.

Ég fór í gær að prófa nýja rifilinn minn og hann kom ágætlega út, ekkert alveg gat í gat. Svo lítið erfitt að skjóta útaf tíbrá.

Það væri gaman að sjá þig með Blaserinn í Áramótinu upp í Álfsnesi ef þú hefur tíma. Það er alltaf gaman að sjá hvað maður sjálfur getur undir svolitlu álagi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
konnari
Posts: 343
Joined: 12 Mar 2012 15:04

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by konnari »

Sæll Einar ! Ertu alveg viss um að twistið í 6.5-284 hlaupinu sé 1/12 " !! Það þykir mér ólíklegt því þá væri 90 gr kúla það þyngsta sem þú gætir skotið með einhverju viti ! Meira að segja þá er hinn Ultra hraði 6.5x68 sem er gerður fyrir léttar kúlur þ.e. 125 gr. og léttara með 1/10 yfirleitt.
Kv. Ingvar Kristjánsson
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by E.Har »

Nú þýðir ekki annað en fara og mæla.
Dreif mig á netið og búin að fá mismunandi upplisingar! 1/12 er hirt af netinu, hafði ekki mlt það sjálfur og hafði hugsað hann fyrir 92-100 gr kúlur á gargandi hraða. Skondið hve mikklu munar á síðunum sem ég fann. Annarsvegar sama og 6,5-55 og aðrir yfir í sama og 6,5*65 RWS frá 220 mm 254 og upp í 305! http://www.blaserpro.com/twistrates.php hér er hann í 1/8,5 !
Svo næst er bara að fara heim og mæla :-)

Hann skaut að vísu flestu vel úr köldu hlaupi. 95 g v-max upp í 139gr eða 10 gr Norma Oryx
bar þegar hann volgnaði fór hann á flakk. Verður gaman að sjá hvort hann sé komin í lag.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by E.Har »

220 mm sem er 8,7 tommur :-)
tvistið á 6,5-284 hlaupinu.


Þá er eins goptt, til hvers að vera með 6,5 og geta illa notað langar kúlur með flott BC ;)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
konnari
Posts: 343
Joined: 12 Mar 2012 15:04

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by konnari »

Já það hlaut að vera.....1/12 twist meikaði engan sens ! Ég held að þú ættir að mæla 9.3 hlaupið hjá þér líka.....flest allir 9.3 eru með 1/14 twisti.....ekki 1/10 eins og þú nefnir :D
Kv. Ingvar Kristjánsson
User avatar
jon_m
Posts: 169
Joined: 16 Dec 2012 11:12
Location: Fossárdalur
Contact:

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by jon_m »

Ég var nú búinn að heyra nokkrar sögur af honum þessum, en er fyrst að átta mig núna á hvað þetta er mikil græja. Hvar fær maður svona og hvað kostar ?

kveðja að austan
Jón Magnús
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr
Kristmundur
Posts: 75
Joined: 30 Jul 2012 17:18

Re: Blaserinn minn smá umfjöllun. (Komin mynd)

Unread post by Kristmundur »

Hér er listi yfir twist hjá flestum framleiðendum.
Vona að það gagnist einhverjum.
Attachments

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson
Post Reply