Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í skeptismáum á ca 30ára gamalli Armi P Zanoletti tvíhleypu sem ég á.
Fyrir nokkrum árum tóku skeptin á henn að springa, bæði. Ég ákvað þá að ég tæki aðeins á þeim, lakkleysti og límdi þau svo með einhverju sem þótti gáfulegt af þeim sem ég ráðfærði mig við þá. Ég var svo ekki búinn að skjóta mörgum skotum úr henni þegar þetta tók að springa á nýjan leik, og enn bættust við sprungur á stöðum sem eru viðkvæmir í afturskeptinu.
Við þetta þá lagði hér byssunni enda á maður svosem alveg nokkrar aðrar í takinu.
Nú langar mig að endurnýja skeptin á byssunni, enda skemmtileg byssa og mín fyrsta.
Er hægt að kaupa skepti á þetta ( reikna nú ekki með því)
Með hverjum mælið þið með í smíðina?
Hvað gæti svona lagað kostað?
Er gáfulegast að kaupa efni í þetta hér á landi ( hvar þá?) og fá mann sem ég þekki sem hefur aðgang að fullkomnu trésmíðaverkstæði til að fræsa það mesta og koma lagi á þetta og koma þessu svo heim og saman endanlega sjálfur?
Margar spurningar, enda flókið mál
