Keli minn, þakka ábendingua en ég á þegar svona ríkisbyssu af Valmet gerð 12/222 svo ég þarf ekki á 308 að halda, enda vil ég frekar halda geðheilsunni
Ég er alveg sammála ykkur að þetta er mjög hentug kombinasjón af byssu að vera og nýtist mér til dæmis mjög vel á grenjum, þá er ég með tvær byssur í einni og sömu veiðigræjunni.
Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að þegar tófan kemur heim og ég fylgist með henni koma gegn um red dottinn, tilbúinn með fingurinn á riffilgikknum, sem er sá aftari, en tófan kemur nær og nær án þess að stoppa, þá er gott að geta fært sig fram á fremri gikkinn og tekið hana með haglabyssunni.