Ég sé að hér er samansafn af mönnum sem hafa haldbæra þekkingu og reynslu og langar mig að fá álit ykkar á hvaða riffilpakka, sem fellur innan eftirfarandi ramma, ég eigi að skoða.
Riffill
Fjárhagsáætlun (samþykkt af betri helmingi): ca. 150-200 þús.
Notkun: Kemur til með að vera notaður á hreindýr (s.s. cal .243+) í haust ef af kaupum verður fyrir skotpróf.
Sérviska: Er hrifinn af óalgengari cal. eins og 25-06 (kostir vs. gallar?) og kannski 6,5x55 (þó það sé nú frekar algengt).
Á fyrir Tikku í .223, bara svo það komi fram.
Sjónauki
Fjárhagsáætlun: ca. 50-100 þús.
Sérviska: Hef gaman af mikilli stækkun (s.s. 20+ stækkun væri kostur en ekki skilyrði) og target turrets heilla líka.
Var að losa Gismann við Osprey Tactical 10-40x50 (budget) sjónauka, svo að það komi fram.
Þeir rifflar sem ég hef helst hallast að við þá litlu leit sem ég hef haft tíma til að fara í eru:
Howa Sporter Ambi í 6,5x55
http://veidimadurinn.is/Default.aspx?mf ... 42&vID=318
Howa Axiom Varminter í .243 eða .308
http://veidimadurinn.is/Default.aspx?mf ... 42&vID=324
Model 700 SPS SS í 25-06
http://hlad.is/display.php?page_id=6&Ma ... ductID=214
Tikka Hunter í 25-06
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/73212
Ef þið hafið aðrar hugmyndir, reynslusögur, álit, ábendingar, flottann pakka til sölu eða bara eitthvað að segja um þetta endilega deilið
