Benelli Montefeltro

Allt sem viðkemur byssum
Hjaltilitli
Posts: 8
Joined: 02 Oct 2012 18:55
Location: Akureyri

Benelli Montefeltro

Unread post by Hjaltilitli »

Sælir spjallverjar.

Það er komið að því hjá mér að kaupa mína fyrstu byssu og er ég örvhentur.

ég er mikið búinn að spá í Benelli Montefeltro.

hafa menn hérna einhverjar reynslusögur af þessum byssum eða hugmyndir af öðrum örvhentum byssum sem eru í boði í dag ?

Allar athugasemdir og leiðbeiningar eru vel þegnar.

mbk. Hjalti Þórarinn
Hjalti Þórarinn Ásmundsson
User avatar
jon_m
Posts: 169
Joined: 16 Dec 2012 11:12
Location: Fossárdalur
Contact:

Re: Benelli Montefeltro

Unread post by jon_m »

Sæll Hjalti

Ég er búinn að vera með svona byssu í u.þ.b. 10 ár. Þetta er fyrsta og eina hálfsjálfvirka byssan mín og ég er mjög ánægður með hana. Þessi 10 ár hef ég reyndar ekki skotið mjög mikið, en einhver hundruð skotum á ári. Byssuna nota ég jafnt á rjúpu, gæs og svartfugl og stöku sinnum á leirdúfu. Það hefur aldrei komið fyrir að byssan skipti sér ekki eða sprengi ekki skot hjá mér, 7,9,13.

Kostirnir eru auðvitað að hún er fyrir örvhenta, hversu létt hún er og svo klikkar bakslagssktipingin ekki.

Helsti gallinn við byssuna er hversu falleg hún og er sárt að detta með hana á rjúpnaveiðunum og veltast með hana í skurðinum á gæsinni. Og að þú þarft að taka pinnan úr boltanum til að koma henni í töskuna, þar sem hún er aðeins hönnuð fyrir rétthentar byssur.

Ég mæli hiklaust með byssunni, en eins og áður segir hef ég engan marktækan samanburð við aðrar örvhentar byssur.

http://www.benelli.it/sites/default/fil ... zoom_0.png

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr
Post Reply