Úrslit í 300 metra riffli

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Jul 2013 14:20

Í morgun var haldið landsmót í 300 metra riffli (60 skot liggjandi) við bestu aðstæður en stillt var og þurrt.

Þrír keppendur mættu til keppni og voru úrslitin á þennan veg.

Theodór Kjartansson, SKef, var í 1. sæti með 572 stig
Tómas Þorkelsson, SFK, var í 2. sæti með 496 stig
Hannes G Haraldsson, SFK, var í 3. sæti með 495 stig

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Þess ber að geta að þetta er fyrsta mótið sem haldið er á vegum skotfélagsins Skyttur og það fyrsta sem haldið er á svæðinu. Jafnframt skilst okkur að þetta sé einnig það fyrsta sem sé haldið á Íslandi í 300 metra riffli með 60 skotum liggjandi. 10. ágúst verður svo Íslandsmót í þessari grein hjá þeim í skotfélagi Keflavíkur.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Jul 2013 22:18

Til hamingju með áfangann :-) en afhverju er skotið svona mörgum skotum ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Jul 2013 22:34

Takk fyrir það

Þetta er í reglum alþjóða skotsambandsins og greinin er einfaldlega svona. 60 skot á klukkutíma :) Ætli það sé ekki til að gera greinina ennþá erfiðari en þetta er stór grein og mjög mikið keppt í henni í evrópu. Held samt að fjöldi skota hafi verið svona mikill mjög lengi. Það er skotið sama fjölda í 50 metra riffli sem er eins grein nema með 22 lr. og svo er skotið fleirri skotum í þriggja stöðu riffli þar sem að mig minnir er skotið 40 skotum í hverri stöðu, standandi, krjúpandi og liggjandi.

http://en.wikipedia.org/wiki/300_metre_rifle_prone
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af konnari » 21 Jul 2013 10:03

60 skot á klukkutíma ! Svo voru sumir með niðurgang yfir því að skjóta 5 skotum á 5 mínútum í skotprófinu :lol: því það færi svo ílla með hlaupin :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Jul 2013 11:25

Þarna voru menn að skjóta öllu jafnvel innan 20 cm hrings á 300 metrum. Liggjandi án tvífóta en með ól og n.b. án sjónauka. Það samsvara tæplega 7 cm hring á 100 metrum. Þetta er erfið grein og reynir virkilega á skotfimi einstaklings. Vona að þessar greinar eigi eftir að sækja í sig veðrið hér heima, 50 metrar og 300 metrarnir.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Jul 2013 18:03

Mynd af keppendum. T.f.v. Tómas, Theodór og Hannes

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af krossdal » 21 Jul 2013 23:34

Hvaða cal eru menn að nota í þessu? Eitthvað eitt betra en annað?
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Jul 2013 23:43

Og fleirri ljósmyndir eftir Steinar Einarsson:

Mynd

Mynd

Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Jul 2013 00:24

Þetta eru magnaðar myndir hjá þér Maggi... frábært skor hjá Tedda í þessu móti og þetta verður væntanlega skráð sem Íslandsmet í þessari grein þar sem ekkert met er til skráð í dag.

Þetta er nokkuð hátt skor sem verður líklega erfitt að bæta á næstu árum. Þetta er líklega ein mest spennandi skotgreinin ef ég á að tala fyrir sjálfan mig, gaman að sjá að allt gekk vel og veðrið hefur leikið við ykkur!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Jul 2013 00:29

krossdal skrifaði:Hvaða cal eru menn að nota í þessu? Eitthvað eitt betra en annað?
Ég held að út í Evrópu sé 6mmBR langmest notað, en svo eru örugglega nokkuð margir sem nota líka 6XC sem er calið sem Teddi notar. Áður var 308 mikið notað í þetta og líklega hefur 6,5 x 55 líka verið nokkuð mikið brúkað í gegnum tíðina.

Einnig var 6,5 x 47 hannað fyrir svona skytterí upphaflega af Lapua og Gruning & Elminger... 6 mm hylkin eru bara yfirleitt með svo lítið bakslag og í eðli sínu mjög nákvæm og þess vegna henta þau mjög vel í þessa grein.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Úrslit í 300 metra riffli

Ólesinn póstur af konnari » 22 Jul 2013 12:48

Eftir því sem ég best veit þá er 6mm br og 6.5x55 langvinsælast svo kemur 308win og nýjasta kaliberið 6xc þar á eftir.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Svara