600 metrar

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

600 metrar

Unread post by maggragg »

Fór þann 12 júní 2009 og setti upp skotmark á 600 metrum. Jafn vindur var um 2-3 m/s og á skotstað virtist hann vera um 10° á skotstefnu frá vinstri

Samkvæmt útreikningum þurfti að stilla sjónaukan upp um 16,5 MOA og var það gert. Vindurinn var reiknaður 0,5 MOA þar sem ég áætlaði stefnu vindsins um 10°. Sjónaukin var stilltur á 100 m.

Fyrst reyndi ég að liggja á svörtum sandinum en tvíbráin var það mikil að það sást ekkert nema syndandi hvítur ferningur. Ég ákvað síða að skjóta af húddi á bíl og gáði svo eftir fyrsta skot.

Skotið lenti um 12 tommur eða tæp 2 MOA frá skotmarki til vinstri en hæðin var á marki. Ég leiðrétti sjónaukan um 2,5 MOA til vinstri sem var svo eftir á skoðað 1 MOA of mikið. Vindurinn blés meir á skotstefnu við skotmarkið þegar það var skoðað

Grúppa með þremur skotum mældist 0,629 MOA og var hún 7 tommum ( um 1 MOA til vinsri og rúmlega 3 tommum fyrir ofan (0,5 MOA) skotmarkið.

Þetta var skotið með Norma Golden Match 130 gr. í 6,5x55 í custom riffli og er ég gríðarlega ánægður með hann enda ekki hægt að kvarta yfir svona grúppu með verksmiðjuskotum.

Félagi minn skaut á rebbamyndina og var ákoman svipuð. Feriltaflan sem var notuð er gerð í QuickTarget og er hún nánast dead on á 600 metrum í hæð. Vindurinn er óvissuþátturinn og það sem maður þarf að leggja mörg skot í að læra á enda sá þáttur sem ræður mestu um hvar skotið lendir.

Ég tek það fram að ég er ekki að fara á hreindýr heldur var þessi skífa sett upp til gamans.
Attachments
Skotskífan
Skotskífan
Skífan með ontarget
Skífan með ontarget
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

643 metrar

Unread post by maggragg »

Og hérna eru myndir af skoti á 643 metrum síðasta haust. Í mjög góðum aðstæðum. Ég setti upp 20 lítra brúsa og mældi færið með GPS 643 metra. Reiknaði svo fallið út og vindrekið en það var örlítill hliðarvindur. Kúlan fór utan í brúsan vinstramegin og klippti í sundur miðan og gerði örlítið gat en nóg til þess að ég sá vatnsgusuna þegar kúlan hæfði brúsann. Ég tel mig hafa gert ákveðna reikniskekkju og því ekki hitt brúsan í miðjuna en það er erfitt að segja það eftir á.

Riffill:
Otterup M69 breyttur af Bóbó. Mauser lás, Schultz & Larsen hlaup 27" 6,5x55 SE
Norma Golden Match 6,5x55 130 grain.

Ljósmyndir eftir Einar Sturluson
Attachments
Mælingar
Mælingar
Skotstaða
Skotstaða
Brúsi
Brúsi
Brúsi2
Brúsi2
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Post Reply