Að mæla grúppur
- Björn R.
- Posts: 105
- Joined: 10 Feb 2013 19:10
- Fullt nafn: Björn Jensson
- Location: Reykjavík
- Contact:
Að mæla grúppur
Sæl öll
Langar til að vita hvaða aðferð við að mæla grúppur sé almennt viðurkennd.
Sumir, segja að nákvæmast og einfaldast sé að mæla ytri brún gatanna sem lengst eru frá hvort öðru og draga frá þvermál kúlunnar.
Aðrir vilja mæla frá miðju að miðju og enn aðrir eitthvað annað.
Ég geri svo sem ekki endilega ráð fyrir að það sé mikill mismunur á milli aðferðanna svo lengi sem mælingarnar eru sæmilega framkvæmdar. En það væri gaman að vita hvaða aðferð er almennt talin viðurkennd áður en maður fer að munda rennimálið.
Með kveðju
Langar til að vita hvaða aðferð við að mæla grúppur sé almennt viðurkennd.
Sumir, segja að nákvæmast og einfaldast sé að mæla ytri brún gatanna sem lengst eru frá hvort öðru og draga frá þvermál kúlunnar.
Aðrir vilja mæla frá miðju að miðju og enn aðrir eitthvað annað.
Ég geri svo sem ekki endilega ráð fyrir að það sé mikill mismunur á milli aðferðanna svo lengi sem mælingarnar eru sæmilega framkvæmdar. En það væri gaman að vita hvaða aðferð er almennt talin viðurkennd áður en maður fer að munda rennimálið.
Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575
bjorn(hja)stopp.is
618-3575
- Stebbi Sniper
- Posts: 492
- Joined: 09 Jun 2012 00:58
- Location: Reykjavík
- Contact:
Re: Að mæla grúppur
Ég mæli með OnTarget til þess að mæla þetta! Nákvæmast og best... ef þú ætlar að mæla ytri brún í ytri brún þá verður það aldrei jafn nákvæmt eins og þetta forrit, en kannski alveg nógu nákvæmt.
Ég verð samt reyndar að viðurkenna það að ég hef ekki stundað BR skytterí að neinu marki, þannig að ég þekki t.d. ekki hvaða aðferð er notuð til þess að mæla þetta í Íslandsmótinu.
On Target:
http://ontargetshooting.com/
Ég verð samt reyndar að viðurkenna það að ég hef ekki stundað BR skytterí að neinu marki, þannig að ég þekki t.d. ekki hvaða aðferð er notuð til þess að mæla þetta í Íslandsmótinu.
On Target:
http://ontargetshooting.com/
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
- Stebbi Sniper
- Posts: 492
- Joined: 09 Jun 2012 00:58
- Location: Reykjavík
- Contact:
Re: Að mæla grúppur
Hér sérðu dæmi um notkun á þessu forriti! Þetta eru skot númer 100 - 120 úr nýja rifflinum mínum skotið í Höfnum fyrir nokkrum vikum, af tvífæti með aftur púða. Í nokkuð stöðugum og frekar litlum vindi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
Re: Að mæla grúppur
0.285 neck T, er það ekki of þröngt? (ég spyr afþví ég veit ekki)
eru ekki hylkin að mælast ca 0,293ish
eru ekki hylkin að mælast ca 0,293ish
- Stebbi Sniper
- Posts: 492
- Joined: 09 Jun 2012 00:58
- Location: Reykjavík
- Contact:
Re: Að mæla grúppur
Riffillinn minn er rýmaður með 0.290 rýmer, sem er tight neck. Þá þarf að turna hylkin, hlaðið hylki er .287, reyndar er það líklega nær .2873 ég á bara ekki græju sem mælir nógu nákvæmt til að sjá það.
Venjulegur 6,5 x 47 er hinsvegar .293 að ég held. Minnir að ég hafi lesið að fríbilið í tight neck væri fínt á bilinu .002 - .003 og bushingin ætti þá að vera c.a. .002 þrengri en hlaðið skot.. Þetta virðist allavega virka hjá mér!
Eru ekki venjuleg hlaðin hylki að mælast í kringum .290 - .291? Spyr líka vegna þess að ég man það ekki... Kannski voru þau rétt innan við .290!
Venjulegur 6,5 x 47 er hinsvegar .293 að ég held. Minnir að ég hafi lesið að fríbilið í tight neck væri fínt á bilinu .002 - .003 og bushingin ætti þá að vera c.a. .002 þrengri en hlaðið skot.. Þetta virðist allavega virka hjá mér!

Eru ekki venjuleg hlaðin hylki að mælast í kringum .290 - .291? Spyr líka vegna þess að ég man það ekki... Kannski voru þau rétt innan við .290!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
Re: Að mæla grúppur
Jahá, nú er ég hræddur um að ég þurfi að eiga eitt símtal til Finna, lét hann setja saman fyrir mig 6.5x47 í haust og er loksins að byrja að hlaða núna (skemmtilegt og ódýrt að fá þessi Type S redding dieasett)
Því þetta er hlutur sem ég þekki ekki, þeas að riffillinn sé rýmaður...
Því þetta er hlutur sem ég þekki ekki, þeas að riffillinn sé rýmaður...
Re: Að mæla grúppur
Mér finnst alltaf gaman þegar umræðurnar og viskan þróast í einhverjar áttir og maður bara les og reynir að skilja hvað menn eiga við en þetta hjálpar örugglega mörgum sem eru að stúdera hlutina gaman að þessu 

Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
- Stebbi Sniper
- Posts: 492
- Joined: 09 Jun 2012 00:58
- Location: Reykjavík
- Contact:
Re: Að mæla grúppur
Rýmerinn (borinn) er það sem er notað til þess að bora út skotstæðið í hlaup-ið og ef þú nennir að neck turna hylkin til þess að þau passi í hlaupið, þá tekur þú tight neck.
Finni á ekki rýmerinn sem var notaður til þess að rýma riffilinn (hlaupið) minn.
Þegar þú neck turnar, þarft þú að kaupa þér expander-dia og neckturner líka... ef þú hefur riffilinn ekki í tight neck þá þarf ekki að renna hylkin svo þau passi í og ef þér fannst Redding dia-rnir dýrir þá er ég ekki viss um að þú hefðir týmt að kaupa Turner og Expander aukalega til þess að geta farið í tight neck.
Redding Type-S die-ar eru nú með því besta sem þekkist í þessu dia dóti og dýrt eftir því, en það er kannski eins og með Zeiss, þú grætur bara einu sinni...
Allt er þetta gert til þess að fá hámarks nákvæmni líkt og benchrest skyttur gera... sjá myndbönd að neðan...
Part 1
http://www.youtube.com/watch?v=wZBykXq1sSQ
Part 2
http://www.youtube.com/watch?v=d5NnaUsx1tQ
Part 3
http://www.youtube.com/watch?v=JASKPjKEi4c
Finni á ekki rýmerinn sem var notaður til þess að rýma riffilinn (hlaupið) minn.
Þegar þú neck turnar, þarft þú að kaupa þér expander-dia og neckturner líka... ef þú hefur riffilinn ekki í tight neck þá þarf ekki að renna hylkin svo þau passi í og ef þér fannst Redding dia-rnir dýrir þá er ég ekki viss um að þú hefðir týmt að kaupa Turner og Expander aukalega til þess að geta farið í tight neck.
Redding Type-S die-ar eru nú með því besta sem þekkist í þessu dia dóti og dýrt eftir því, en það er kannski eins og með Zeiss, þú grætur bara einu sinni...

Allt er þetta gert til þess að fá hámarks nákvæmni líkt og benchrest skyttur gera... sjá myndbönd að neðan...
Part 1
http://www.youtube.com/watch?v=wZBykXq1sSQ
Part 2
http://www.youtube.com/watch?v=d5NnaUsx1tQ
Part 3
http://www.youtube.com/watch?v=JASKPjKEi4c
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
Re: Að mæla grúppur
Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Stefán, mjög gagnlegar.
Jájá ég veit ég græt bara einusinni en þetta er búinn að vera meira svona samfelldur grátur síðan ég ákvað að láta smíða riffil fyrir mig, maður finnur alltaf eitthvað til að eyða auka 5þús kallinum í.
Ég hef reyndar haldið utan um þetta allt saman í excel skjali, bæði fyrir riffilinn sjálfann og svo hluti tengda honum. Þetta er svo löngu farið yfir öll velsæmismörk að tárunum eru bara dropi í hafið núna :/
Jájá ég veit ég græt bara einusinni en þetta er búinn að vera meira svona samfelldur grátur síðan ég ákvað að láta smíða riffil fyrir mig, maður finnur alltaf eitthvað til að eyða auka 5þús kallinum í.
Ég hef reyndar haldið utan um þetta allt saman í excel skjali, bæði fyrir riffilinn sjálfann og svo hluti tengda honum. Þetta er svo löngu farið yfir öll velsæmismörk að tárunum eru bara dropi í hafið núna :/
- Stebbi Sniper
- Posts: 492
- Joined: 09 Jun 2012 00:58
- Location: Reykjavík
- Contact:
Re: Að mæla grúppur
Sæll Árni
Er eitthvað sem þú ert sérstaklega óánægður með varðandi kostnaðinn við það að smíða? Að leggja upp í sérsmíði með það besta fáanlega í flestu kostar ekki undir 500 þúsund, svona eftir því hvað það er sem þú ert að spá í að nota græjuna... efra þakið er svo miklu miklu hærra!
Ég á það líka skráð hvað ég lagði í þetta verk mitt og það er dýrt, enda vissi ég það þegar ég byrjaði...
Er eitthvað sem þú ert sérstaklega óánægður með varðandi kostnaðinn við það að smíða? Að leggja upp í sérsmíði með það besta fáanlega í flestu kostar ekki undir 500 þúsund, svona eftir því hvað það er sem þú ert að spá í að nota græjuna... efra þakið er svo miklu miklu hærra!
Ég á það líka skráð hvað ég lagði í þetta verk mitt og það er dýrt, enda vissi ég það þegar ég byrjaði...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
Re: Að mæla grúppur
Alls ekki óánægður með neitt, þvert á móti gæti ég ekki verið ánægðari með græjuna já og bara delluna sem maður er kominn með núna.
Hinsvegar þá hafði ég ekki rétta hugmynd um kostnað tengdan þessu þegar ég lagði af stað.
Hinsvegar þá hafði ég ekki rétta hugmynd um kostnað tengdan þessu þegar ég lagði af stað.
Re: Að mæla grúppur
Árni
Má ég spurja hvernig græju ertu að setja saman?
Er það einhver annar riffill en 270 riffillinn sem þú skaust hreindýrið með í fyrra? Var það ekki örugglega 270?
Má ég spurja hvernig græju ertu að setja saman?
Er það einhver annar riffill en 270 riffillinn sem þú skaust hreindýrið með í fyrra? Var það ekki örugglega 270?
Árnmar J Guðmundsson
Re: Að mæla grúppur
Ég er reyndar búinn að því, þetta er 6,5x47Lapua, það eina sem ég á eftir að gera er að setja timney gikkinn í hann og svo láta svart-matta hlaupið þegar ég tími að henda pening í þá "nauðsyn".
Er bara að byrja á að hlaða sjálfur núna, hef látið hlað gera það fyrir mig núna síðustu mánuði.
Ég seldi 270 riffilinn til að fjármagna þetta
Er bara að byrja á að hlaða sjálfur núna, hef látið hlað gera það fyrir mig núna síðustu mánuði.
Ég seldi 270 riffilinn til að fjármagna þetta
Re: Að mæla grúppur
Það er örugglega skemmtilegt cal.
Ég væri alveg til í að fá mér einn svoleiðis
Ég væri alveg til í að fá mér einn svoleiðis
Árnmar J Guðmundsson
Re: Að mæla grúppur
Árni - hvert ferðu til að láta "svart-matta" hlaupið?
Re: Að mæla grúppur
Mig langar hreinlega til að fara upp í byko og kaupa mér svona grillspray á 2þús og gera þetta sjálfur, áferðin er mjög svipuð, en þar sem ég veit ekki um neinn sem hefur prófað það þá tími ég því ekki á hlaupið.
Bóbó Norðfjörð gerir þetta með einhverju sérstöku duracoat sem hann pantar að utan og er rándýrt, þetta kostar á bilinu 20-30þús skilst mér þó svo ég hafi ekki talað við hann sjálfann.
Bóbó Norðfjörð gerir þetta með einhverju sérstöku duracoat sem hann pantar að utan og er rándýrt, þetta kostar á bilinu 20-30þús skilst mér þó svo ég hafi ekki talað við hann sjálfann.
- Stebbi Sniper
- Posts: 492
- Joined: 09 Jun 2012 00:58
- Location: Reykjavík
- Contact:
Re: Að mæla grúppur
Áttu ekki mynd af græjuni sem þú ert til í að deila með okkur Árni? Hvaða íhluti notaðir þú í þessa smíði og áttu mynd eða myndir af grúppum sem þú hefur verið að skjóta?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
Re: Að mæla grúppur
Alveg þónokkrar, ég ætla hinsvegar að bíða í smá stund með að henda þeim hérna inn í "verkfæraþráðinn" þangað til ég er búinn að fullklára hann 
