Pattern prófun

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Björn R.
Posts: 105
Joined: 10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn: Björn Jensson
Location: Reykjavík
Contact:

Pattern prófun

Unread post by Björn R. »

Jæja, langaði að deila þessu.
Tók mig til og kannaði ákömu nokkurra skota. Reyndi að gera þetta eftir bókinni hvað varðar lengd að skotmarki og stærð skotmarks. (Stikaði það reyndar bara út en þar sem nokkuð hvass vindur var beint á móti, hafði ég vegalengdina 30m sem er ívið styttra en gert er ráð fyrir.)
Skemmst er frá að segja að það kom mér á óvart hversu mikill munur er á milli skota. (Allt voru þetta fimmur 36gr eða fjarkar 42gr. Skotin sem min Beretta vill eru frá Hull og Rio. Þessi skot komu áberandi best út og slógu út mörg dýrari merkin. (Ég reyndar var ekki með Remington skot í þetta sinn).
Þar sem það getur vel verið að önnur skot henti öðrum byssum er óþarfi að tíunda hér hvaða skot henta ekki minni byssu.

Ég myndi þó segja að öll skot voru um það bil ásættanleg eða betri (skaut þremur skotum frá hverjum framleiðanda á þrjú spjöld). Nema ein gerðin. Í fyrstu hélt ég að ég hefði ekki hitt spjaldið almennilega en eftir fimm tilraunir kom í ljós að afar fá högl rötuðu rétta leið og þau sem það gerðu voru oft í þéttu knippi á spjaldinu. En eins og ég segi það getur vel verið að þau skot séu prýðileg úr öðru hlaupi og því óþarfi að nefna nöfn.

En ég hvet aðra sem ekki hafa prófað þetta að pattern skjóta, niðurstaðan getur í öllu falli verið athyglisverð fyrir eigandann.
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Pattern prófun

Unread post by Gisminn »

Ég er með remma og 36gramma fjarkinn er að koma svakalega vel út í svona prófun en 42 gramma þristurinn var ekki að gera sig opnaði ekki bikarinn á forhlaðinu nema einusinni af 5 skotum svo ég var þanniglagað að skjóta slöggi.
En ég er sammála að þetta er mjög góð aðferð til að fatta hvað er að gera sig og hvað ekki.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Post Reply