Ålls ekki misskilja mig á þann veg að ég væri eitthvað að tala niður til þín eða gera lítið úr þér á einhvern hátt.
Ekki hef ég haldi svo nákvæma skrá um riffilskotnar gæsir hjá mér en þær eru líklega einhverstaðar um 3000 stk.
Hef skotið þær með allskonar caliberum.
Það hafa stundum verið umræður á netinum um riffilskotnar gæsir, og sumir hafa sagt að það sé ekki gerlegt að skjóta gæsir með riffli þar sem þær skemmist alltaf.
Ég er því algjörlega ósammála, það er vel gerlegt ef menn bara hitta.
Ég skil það vel að þú fórnir gæs í svona tilraunir, það er hundleiðinlegt að skjóta rebba og komast að því að kúlan dugar ekki á hann, en miðað við myndina þá ætti nú alveg að vera hægt að stoppa skolla með þessu
Ég er einmitt að bíða eftir að fá að prófa einn svona .204 sem er verið að setja saman og ég fórnaði auka skeptinu mínu í það verkefni.