Project 6,5x47Lapua

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Project 6,5x47Lapua

Unread post by Spíri »

Projectið er komið í gang, fékk vitlausan lit á skeftinu (starfsmaður Boyds er litblindur :lol: ) en ég er mjög sáttur finnst skéftið mjög flott. Leyfi mönnum að fylgjast með projektinu, en þetta er langhlaup og verður framkvæmt í rólegheitum.
Uppskriftin er:
Remington 700 short action, timney gikkur, pikkantinney rail, Boyds thumble skefti svo verður sett Lothar Walter hlaup í næsta áfanga og ofan á herlegheitin fer svo Night Force NXS 8-32x56
Attachments
IMG_2125.jpg
IMG_2125.jpg (36.46 KiB) Viewed 2233 times
IMG_2121.jpg
IMG_2121.jpg (36.84 KiB) Viewed 2233 times
IMG_2118.jpg
IMG_2118.jpg (36.54 KiB) Viewed 2233 times
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Stebbi Sniper
Posts: 492
Joined: 09 Jun 2012 00:58
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by Stebbi Sniper »

Flottur... þetta verður áhugavert að sjá! Það er að verða þannig að það þurfa eiginlega allir að eiga einn 6,5x47... :lol:

Hvaða kúlum ertu að spá í að skjóta úr honum? Er þetta ekki magasín riffil?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by gylfisig »

Þetta verður án vafa góður riffill.
Ég er afar hrifinn af þessu "litla" hylki. Líklega er riffillinn sem er i mínum skáp, nr. 1 eða 2 sem var settur í þetta kaliber hérlendin. Arnfinnur var með annan i smíðum um leið og minn. Ég held að þetta hafi verið tveir þeir fyrstu hérlendis i 6,5x47.
Ég spyr líka, hvað kúluþyngdir þú horfir á? Mér finnast 120-125 grs kúlurnar skemmtilegastar.
RE 15 púðrið hefur komið vel út við þær kúluþyngdir. Ég notaði fyrst N 550 og riffillinn skaut vel með því, em ég snarhætti að nota það púður, vegna mikillar sótmyndurnar í hlaupinu, sem orsakaði ónákvæmni.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Árni
Posts: 145
Joined: 23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn: Árni Ragnar

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by Árni »

Mæli sterklega með að prófa Nosler 123cc/N140
Það er allavega það besta sem hefur komið út úr mínum riffli á 500m
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by Spíri »

Stefnan er sett á 120-125 grs kúlur og er 123 scenar sú kúla sem ég horfi mest til. Þetta er svo magasýnið sem kemur "einhverntímann".

http://www.brownells.com/rifle-parts/tr ... 54974.aspx
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by Gísli Snæ »

Þetta er flottur riffill - væri persónulega ekkert að kvarta yfir litnum - mér finnst hann flottur svona. Hvernig átti hann annars að vera?

Í hvaða caliberi er doner riffillinn? Er ekkert mál að flytja inn magasín frá Brownells?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
User avatar
skepnan
Skytta
Posts: 256
Joined: 01 Apr 2012 12:35

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by skepnan »

Sæll Þórður, hvað kostaði skeptið hingað komið?

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Project 6,5x47Lapua

Unread post by Spíri »

Keli skeftið kostaði mig, 159,65 us dollars með sendingarkostnaði =18765kr + 7590kr sem ég greiddi á pósthúsinu eða samtals 26355kr. Ég gerði pöntunina á sunnudag fyrir viku og fékk skeftið í hendurnar í dag sem gera tíu dagar. Varðandi magasínið Gísli, þá eru Brownells menn búnir að segja mér að þeir vilji með glöðu geði selja mér og senda magasín.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
Post Reply