Page 1 of 1

Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 12:21
by Spíri
Projectið er komið í gang, fékk vitlausan lit á skeftinu (starfsmaður Boyds er litblindur :lol: ) en ég er mjög sáttur finnst skéftið mjög flott. Leyfi mönnum að fylgjast með projektinu, en þetta er langhlaup og verður framkvæmt í rólegheitum.
Uppskriftin er:
Remington 700 short action, timney gikkur, pikkantinney rail, Boyds thumble skefti svo verður sett Lothar Walter hlaup í næsta áfanga og ofan á herlegheitin fer svo Night Force NXS 8-32x56

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 12:30
by Stebbi Sniper
Flottur... þetta verður áhugavert að sjá! Það er að verða þannig að það þurfa eiginlega allir að eiga einn 6,5x47... :lol:

Hvaða kúlum ertu að spá í að skjóta úr honum? Er þetta ekki magasín riffil?

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 13:28
by gylfisig
Þetta verður án vafa góður riffill.
Ég er afar hrifinn af þessu "litla" hylki. Líklega er riffillinn sem er i mínum skáp, nr. 1 eða 2 sem var settur í þetta kaliber hérlendin. Arnfinnur var með annan i smíðum um leið og minn. Ég held að þetta hafi verið tveir þeir fyrstu hérlendis i 6,5x47.
Ég spyr líka, hvað kúluþyngdir þú horfir á? Mér finnast 120-125 grs kúlurnar skemmtilegastar.
RE 15 púðrið hefur komið vel út við þær kúluþyngdir. Ég notaði fyrst N 550 og riffillinn skaut vel með því, em ég snarhætti að nota það púður, vegna mikillar sótmyndurnar í hlaupinu, sem orsakaði ónákvæmni.

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 13:43
by Árni
Mæli sterklega með að prófa Nosler 123cc/N140
Það er allavega það besta sem hefur komið út úr mínum riffli á 500m

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 13:58
by Spíri
Stefnan er sett á 120-125 grs kúlur og er 123 scenar sú kúla sem ég horfi mest til. Þetta er svo magasýnið sem kemur "einhverntímann".

http://www.brownells.com/rifle-parts/tr ... 54974.aspx

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 14:34
by Gísli Snæ
Þetta er flottur riffill - væri persónulega ekkert að kvarta yfir litnum - mér finnst hann flottur svona. Hvernig átti hann annars að vera?

Í hvaða caliberi er doner riffillinn? Er ekkert mál að flytja inn magasín frá Brownells?

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 15:25
by skepnan
Sæll Þórður, hvað kostaði skeptið hingað komið?

Kveðja Keli

Re: Project 6,5x47Lapua

Posted: 05 Feb 2014 20:58
by Spíri
Keli skeftið kostaði mig, 159,65 us dollars með sendingarkostnaði =18765kr + 7590kr sem ég greiddi á pósthúsinu eða samtals 26355kr. Ég gerði pöntunina á sunnudag fyrir viku og fékk skeftið í hendurnar í dag sem gera tíu dagar. Varðandi magasínið Gísli, þá eru Brownells menn búnir að segja mér að þeir vilji með glöðu geði selja mér og senda magasín.