Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Allt sem viðkemur byssum
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Benni »

Nú er skeptið mitt frá Richard microfit loksins komið til landsins og ég hef verið að velta fyrir mér hvað menn eru að nota til að lakka eða olíubera þessi límtrésskepti?
Ég vil halda litnum á viðnum eins og kostur er svo flestar olíur sem ég hef fundið koma eiginlega ekki til greina því þær lita/dekkja viðinn of mikið.

Einhver efni sem menn geta bent á sem komið hafa vel út á svona skepti eða svipað timbur?
iceboy
Posts: 466
Joined: 26 Apr 2012 15:58
Contact:

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by iceboy »

Sæll.

Þú getur fundið mynd af mínum riffli hérna á síðunni, ég er með skepti frá sama framleiðanda.

Á það skepti fóru 3 umferðir af kraftlakki og svo 4 umferðir af bílaglæru ofan á það.

Það kemur mjög vel út
Árnmar J Guðmundsson
Sveinn
Posts: 166
Joined: 07 May 2012 20:58

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Sveinn »

Myndi aldrei lakka límtrésskefti, fallegast olíuborið og þolnast a.m.k. á veiðibyssum. Menn hafa verið að nota soðna línolíu (linseed oil, úr hörfræjum), blandað eitthvað með terpentínu í fyrstu umferðum ef þetta er ómeðhöndlað, eða dry soðna ef þetta er viðhald á skefti. Soðin línolía fæst í Húsasmiðjunni og er ólituð það ég best veit.

GRS skefti eru með leiðbeiningar:
http://grsriflestocks.com/grodas/maintenance

og eins gamli Hlaðvefurinn
http://hlad.is/forums/comments.php?foru ... adid=40775
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Benni »

Já ég er alveg á báðum áttum, olíuborið er sennilega auðveldara fyrir fúskara eins og mig en glær lakkað er hrikalega flott að mínu mati, litirnir í skeptinu koma svo vel fram þannig eins og í skeptinu hjá þér Árnmar.

pússaðir þú lakkið á milli umferða eða er þetta bara svona gljándi?
iceboy
Posts: 466
Joined: 26 Apr 2012 15:58
Contact:

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by iceboy »

Sæll.

ég pússaði lakkið á milli umferða en svo er síðasta umferðið að sjálfsögðu ekki pússuð neitt.

Það skal tekið fram til að fyrirbyggja allan misskilning að það var ekki ég sem að lakkaði skeptið heldur var það mágur minn sem er bílamálari sem lakkaði það en ég hinsvegar fékk vinnuna við að pússa þetta niður á milli umferða.

En ég er mjög ánægður með útkomuna á þessu skepti allavega.

Má ég spurja hvaða skepti þú ert með frá þeim? Semsagt hvaða týpu og hvað heytir liturinn?
Árnmar J Guðmundsson
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Benni »

Sæll já ég pantaði vinstri handar Thumbhole Target fittað fyrir Savage 12 varmint riffil
Skeptið er með 2 1/2 tommu breiðu forskepti, extra háum kinnpúða og tommu þykkum púða að aftan.
Image

Og þetta er liturinn sem er á því, svokallaður Electric blue
Image

Fæ vonandi skeptið á morgun svo það verður sennilega nóg að gera um helgina í að pússa það til og græja fyrir beddun og olíu/lakk(=
Hef heirt að þau séu mjög gróf eins og þau koma að utan.
Bc3
Posts: 156
Joined: 15 Jun 2012 16:15
Location: Grindavík

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Bc3 »

Ég hef verið að nota svona oliu a skepti sem ég vil ekki dekkja http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/37915

Eina er ad mér fynst vond lykt af henni
Kv Alfreð F. Bjōrnsson
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Benni »

Jæja loksins er það komið í hús og get ekki sagt annað en að það er grófara en ég bjóst við en allavega er ekki tekið of mikið af því neinstaðar og engin galli eða vitleisa í pöntun svo það er gott mál.
Held ég þurfi að kaupa meiri sandpappír :mrgreen:
Attachments
IMAG0083.jpg
IMAG0083.jpg (38.81 KiB) Viewed 2534 times
iceboy
Posts: 466
Joined: 26 Apr 2012 15:58
Contact:

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by iceboy »

Ja thetta er svoltid groft en thad er bara sma dund ad pussa thetta.

Fint verkefni ad setjast ut i bilskur i kvold med 2 kalda og pussa thetta.

En thu tharft liklega ad taka meira ur fyrir boltahandfanginu, thad var allavega of litid hja mer.

Gangi ther vel med thetta og endilega settu inn myndir thegar thetta er komid saman.

En mitt rad er ad taka godan tima i ad gera thetta vel svo thu verdir almennilega anægdur med thetta
Árnmar J Guðmundsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Já ég kannast við það, skeftir mitt var mjög gróft þegar ég fékk það en það er auðvelt að vinna það niður og tók ekki langan tíma, þessi viður er skemmtilega mjúkur í vinnslu.
Mitt skefti var fræst fyrir M98 lás large ring og öll fræsingin fyrir lásin í þrengra lagi en Jói Vill var enga stund að taka úr skeftinu fyrir lásinn ásamt .vi að taka úr fyrir boltahandfanginu og síðan tók hann líka úr handfanginu og þumalholunni til að skeftið passaði betur fyrir mig, Jói beddaði hann svo fyrir mig og tók úr fyrir hlaupinu á eftir.
Þett var þannig gert að hann bar einhvern lit á lásin og hlaupið, það er eitthvað svipað og er í snúruboxum hjá smiðum hrært upp í þynni síðan tók hann smám saman úr skeftinu þar sem liturinn kom af járninu, þannig felldi hann lásinn og hlaupið alveg ofan í skeftið svo hvergi koms klofið kun..... á milli, beddaði svo og endaði á að taka frítt undir hlaupið.
Hann fór eins með hendina á mér bar lit á hana og lét mig taka um postólu gripið og tók úr , lítið í einu þar sem liturinn kom.
Það er aðalatriðið að taka bara nógu lítið í einu, það er svo erfitt að bæta aftur í þegar búið er að taka of mikið.
Síðan olíubar ég hann, eða réttara sagt Jói og ég veit ekki hvaða stöff hann notaði, þó ég horfði á en það hefur dugað vel eins og allt frá honum.
Þetta er svoddan vinnugræja að það var ekkert vit í fyrir mig að lakka hann, það hefði komið rispa eða rispur á hann í fyrstu veiðiferðinni, lakkaðann en hann heldur sér furðu vel svona olíuborinn.
Attachments
Svona leit skeftið út þegar ég fékk það.
Svona leit skeftið út þegar ég fékk það.
Pússun í gangi.
Pússun í gangi.
Pússun en í gangi.
Pússun en í gangi.
Eftir pússun handarmegin.
Eftir pússun handarmegin.
Svona leit það út þegar ég var búinn að pússa hann kinnpúðamegin.
Svona leit það út þegar ég var búinn að pússa hann kinnpúðamegin.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Lásinn og hlaupið fellt ofan í skeftið og beddað ala Jói Vill.
Attachments
Meistarinn að störfum.
Meistarinn að störfum.
Það er gott að hafa réttu græjurnar.
Það er gott að hafa réttu græjurnar.
Þarna er lásinn smollinn ofan í skeftið og fellur eins og flís við rass.
Þarna er lásinn smollinn ofan í skeftið og fellur eins og flís við rass.
Stálkíttið borið í skeftirð.
Stálkíttið borið í skeftirð.
Búið að skrúfa lásinn saman ofan í beddinguna sem var þurrkuð í sólarhring áður en farið var að fínpússa.
Búið að skrúfa lásinn saman ofan í beddinguna sem var þurrkuð í sólarhring áður en farið var að fínpússa.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Benni
Posts: 122
Joined: 16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn: Benjamín Þorsteinsson
Location: Húsavík

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Benni »

Glæsilegt innlegg hjá þér Sigurður, gaman að sjá hlutina koma svona saman og greinilegt að Jói er þarna á heimaslóðum.
Hef verið að pússa mig bláan í dag og prufa hvernig lásinn smellur í og kom á óvart hversu vel hann fellur í, þarf aðeins að rímka fyrir hlaupinu en það er ekki mikið.
Fann pínulítinn skriðdreka sem er alveg frábær í að pússa skeptið niður og er ég langt kominn með pússun svo þetta verkefni er komið vel á skrið.

En jú Árnmar ég þarf að taka úr kinnpúðanum fyrir boltanum til að geta dregið hann úr rifflinum og er það verkefni fyrir morguninn
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða lakk/olíu á límtrésskepti?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Það þurfti að taka úr kinnpúðanum hjá mér fyrir boltanum eins og sést á þriðju myninni að ofan en Jói leysti það með því að taka netta rauf aftur í kinnpúðan fyrir boltan þegar hann er tekinn úr, frekar en að stytta hann.
Ég hef líka séð svona gert með því að stytta kinnpúðann en mér fannst það rugla hlutföllunum í skeftinu og þess vegna völdum við Jói þessa leið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Post Reply