Núna erum við hjá Sportvík að undirbúa borgarferð með vörurnar okkar. Við munum verða á Skotsvæði Skotreynar laugardaginn 3 nóvember frá 13-16.
Erum með vörur til sölu á staðnum og einnig tökum við pantanir í aðrar vörur.
Kynnum fyrir ykkur nýja tegund af skotgleraugum á íslenska markaðinum til að nefna eitthvað.
Fyrir ykkur sem að ekki hafið heyrt af okkur áður þá erum við að koma ný inn á markaðinn,
við flytjum inn þrengingar frá Briley, sigti frá Hiviz, skeptispúða frá KickEez, byssutöskur frá Negrini og Megaline einnig erum við með hreinsisett frá Megaline ásamt öðrum smáhlutum tengdum hreinsun á skotvopnum. Snap caps. Skotgleraugur frá Top Gun og Post 4. Byssupokar frá TopGun.
Hvet alla til að mæta í Skotreyn með byssuna með sér og taka nokkur skot áður en rjúpnatímabilið byrjar

Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum
kv Snjólaug