Page 1 of 1
Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 09:22
by Garpur
Sælir, ég var að tékka á vélinni sem ég er með við ætið.
Þetta virðist lofa góðu, allavega svona til að byrja með.
http://www.youtube.com/watch?v=Bk6Hvxr9mXY&feature=plcp
http://www.youtube.com/watch?v=0tbyUKpx9Gk
http://www.youtube.com/watch?v=bMtxSyTqxtY&feature=plcp
Tímastimpillinn er ekki réttur, ég var ekki búinn að uppfæra minniskortið áður en ég setti það í

Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 10:01
by hpþ
Stórskemmtilegt, þetta er tekið nýlega sé ég. Sú mórauða aðeins farin að grána í vöngum.
Í hvaða landshluta er þetta tekið og á hvernig vél er þetta tekið ?
Gangi þér annars vel með framhaldið.

Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 10:13
by Garpur
Sæll, þetta er tekið í Skagafirðinum ekki langt frá mér, vélin er Acorn.
Þetta er ekki við skothúsið, heldur var ég að prófa að draga út þarna, mikil umferð af dýrum.
Við liggjum svo yfir þessu undir berum eða í jeppanum.
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 11:01
by Gisminn
Þetta er svakalega flott og það er samt altaf aðdáunarvert að sjá hve vör hun er um sig
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 11:17
by T.K.
skemmtilegt. Takk fyrir að sýna okkur þetta.
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 12:43
by E.Har
Glæsilegt.
Hvaða myndavél ertu með?
Finnst þér betra að taka video, hef mína venjulega styllta á myndir .-)
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 13:43
by Garpur
Sælir, þetta er Acorn vél, ég er með tvær vélar önnur er basic en hin sendir sms og myndir ef vill.
Ég notaði hana aðeins í vor við að ná erfiðum dýrum.
Ég hef vélarnar stilltar á þrjár myndir og video. Það hefur komið fyrir að videoupptakan nær ekki dýrunum ef þau hlaupa framhjá í einhverri fjarlægð en þá hef ég mynd af þeim.
Það hefur reynst vel til að vita tímann á styggum kvikindum.
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 16:17
by Gisminn
Hvaða myndavélar senda sms mig vantar svoleiðis svo ég geti bara lagst og slappað af og fengið svo sms ef dýrið er fyrir utan.
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 19:27
by maggragg
Það er fjallað um þetta eitthvað hér:
http://spjall.skyttur.is/vargur/hreyfis ... -t119.html
M.a. linkur á eina sem sendir mms skilaboð

Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 21:09
by Gisminn
Takk
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 21:29
by Morri
Sæll Garðar
Þetta eru flott myndbönd.
Þú verður að setja inn myndir þegar þau eru fallin, þessi dýr
Ég prófaði mína aðeins í sumar.... fékk aldrei nema rollur ímynd á grenið sem ég stillti á.... en hún er alveg farin að virka, með sms og myndir.
Ómar
Re: Nýjar myndir
Posted: 23 Oct 2012 23:51
by Bc3
Er þetta nálægt hofsósi?
Re: Nýjar myndir
Posted: 24 Oct 2012 09:17
by Garpur
það er ekkert langt í Hofsós, einhverjir kílómetrar.
Gott að vita að þetta virkar hjá þér Ómar, ég hafði það aldrei af að setja vélina á greni í sumar.
Vonandi hefst það næsta vor.
Re: Nýjar myndir
Posted: 24 Oct 2012 13:22
by Dr.Gæsavængur
Glæsilegar myndir! Gaman af þessum dýrum..
Hef lengi langað að prufa yfirlegu á ref en búsetan í bænum hefur gert það aðeins erfiðara fyrir. Ég vil ekki leggja út æti ef ég get ekki sinnt því.. Þeas. Skjóta kanski einn,tvo eða þrjá refi en fóðra aðra 10 með ókeypis hlaðborði.
Mínar pælingar eru semsagt þær: Ef ég færi í að leggja út æti hversu lengi er ætið látið liggja? Væri t.d. hægt að leggja út á segjum miðvikudegi og koma svo og liggja yfir helgina eftir? Fjarlægja svo hræið svo það verði ekki bara frítt fóður.. Bara pælingar..
Re: Nýjar myndir
Posted: 24 Oct 2012 13:28
by Garpur
Sæll, það er rosalega misjafnt hvað ætið liggur áður en hún fer að ganga í, stundum eru tveir-þrír dagar nóg, stundum vika, stundum lengur. Það fer eftir fæðuframboði á svæðinu og gæðum ætis ef svo má segja á hvorn vegin sem er hvort þitt er betra en annað sem hún veit af osfr., en ef þú verður var við mikla umferð og finnur góðan stað eiga þessar pælingar hjá þér alveg grundvöll.
En getur verið betra fyrir þig að liggja úti yfir þessu og þá er að hitta á gott veður og skygni.
Re: Nýjar myndir
Posted: 28 Oct 2012 12:07
by Stefán_Jökull
Góðar myndir, mikill munur að sjá þetta svona.