Biðin eftir sjónaukanum var LÖNG - eða 5 mánuðir. Pantaði hringina í því ferli og komu þeir með sjónaukanum. Hjalli í Hlað pantaði síðan fyrir mig basann og var hann það síðasta sem kom í hús (eftir stutta bið), en ég fékk hann í dag og smellti þá öllu saman. Og þetta er niðurstaðan.

En hér eru hlutirnir upptaldir.
Riffill: Tikka T3 Varmint í 260 Rem
Sjónauki: Vortex Viper PST 6-24x50 FFP Mrad með ljósi í krossi
Basi: EGW með 20 MOA halla
Hringir: Vortex PMR hringir (Seekins)
Tvífótur: Harris með veltingi
Og núna er bara að skella sér suður í Hafnir og byrjað að skjóta því sem búið er að hlaða