Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Jæja, loksins er hann tilbúinn og fyrstu 5 skeytin flugu úr honum áðan.
Notaði Norma 120gr FJ verksmiðjuhlaðin þar sem ég er ekki búinn að hlaða neitt í hann.
Verð ég að segja að það er ótrúlega mjúkt að skjóta úr honum og fyrsta grúbban lofar góðu.

Riffillinn er Tikka t3. Var áður lite 6.5x55 en er eftir breytingar er hann 6.5x284.
Lothar Walter hlaup, twistið er 1 í 9. Muzzle brake og önnur vinna við hlaupið er unnin af Arnfinni. Skeftið er Tikka varmint og sá Jói Vill um að bedda lásinn í skeftið.

Sjónaukinn er líka nýr, en það er Meopta Meopro 6-18x50.

Þessi á eftir slá í gegn 8-)
CIMG1128.JPG
CIMG1132.JPG
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Gísli Snæ »

kemur ansi vel út - sérstaklega skeftið :)
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Góður Gísli :)
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Spíri »

Góður, maður fer að verða feiminn við að fara með ykkur meisturunum :oops: með ykkar sérsmíðuðu græjur :D en uppfærsluverkefnið mitt er að fara á fullt aftur :) og er þá ekki stefnt á eitt ríkis gat :o sama hversu mörg skeytin verða :mrgreen:
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Spíri »

Já og Gísli, ég fékk tilkynningu frá póstinn um í dag að það biði mín pakki á pósthúsinu sem væri að koma að vestan :D
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
TotiOla
Posts: 406
Joined: 07 Mar 2012 21:21
Location: 210 Garðabæ

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by TotiOla »

Til lukku með gripinn Óli :) Er með einn ekki ósvipaðann en þar er einmitt draumurinn að fara úr 55 í 284 auk flútunar og bremsu (eða deyfi, ef það verður einhvertíman aðgengilegt).
Mbk.
Þórarinn Ólason
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Gísli Snæ »

Ekki var þessi sjónauki keyptur frá Húsavík?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Nei Gísli, ég keypti hann í bænum. En ég þurfti að bíða í mánuð eftir honum því að þeir seldust upp í haust.
Varð reyndar pínu pirraður því að ég hringdi á föstudegi og þá var hann til, "ekkert mál komdu bara á mánudaginn".... en svo greip ég í tómt þegar ég kom. Ég ákvað samt að bíða eftir næstu sendingu því að ég var búinn að bíta það í mig að þetta væri rétti sjónaukinn fyrir mig. Skoðaði líka flotta sjónauka frá Minox og Weaver en meopro varð fyrir valinu.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Veiðimeistarinn »

Flott græja og þrusu kaliber, bezta veiðikaliberið við íslenzkar aðstæður!
Já þau eru öll undir eyrað þessi, hvað var þetta langt?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Þetta eru hundrað metrar Siggi. Nú þarf ég að græja mig upp og finna réttu hleðslurnar. Hugsa að ég byrji á að hlaða 100 og 120 gr nossler bt.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Veiðimeistarinn »

Minn Mauser 6,5-284 er líka snúin 1 í 9 og ég nota eigöngu 100 gr. ball. tip í hann og 95 gr. V-Max með 60 gr af N560 púðri og fæ út 3400 fet á sekúndu, það er fantanákvæmt hjá mér.
En nú er ég að hætta með N500 línuna og ætla að fara yfir í sama hraða í annað hvort N160 eð N165, vegna sótmyndunarinnar þegar N500 línan er notuð eins og fram hefur komið hérna nýlega í tveimur þráðum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Þetta er allt að koma. Það var misvindasamt í dag en ég skaut á 100, 200 og 300 metrum
CIMG1174.JPG
CIMG1172.JPG
300 metra grúbban var á réttum stað á blaðinu en soldið opin. Ég ætla að hlaða meira og prufa aftur í betra veðri.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by gylfisig »

Flottur þessi... en ég myndi nú fara að prófa Húsavíkurhleðsluna :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Takk Gylfi :) Hugmyndin er að þetta sé veiðiverkfæri sem líka er gaman að leika sér með.
Ég myndi þiggja Húsvíkskar hugmyndir að hleðslum.
Hefur þú hlaðið Barnes ttsx 120 gr?

Kveðja Óli
oli@leikhusid.is
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Veiðimeistarinn »

Vaðbrekkuhleðslan kemur bara vel út félagi, bæði á 100 og 200 nema einn flyer á 200 metrunum.
Allt innan marka á haus, samkvæmt minum kokkabókum áttu að vera nokkuð öruggur með þessa hleðslu á haus út í 270 metra en upp úr því fer kúlan að hægja svo á sér að hún springur ekki eins verklega svo það verður að hitta betur til að dýrið falli örugglega.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by gylfisig »

Svona riffill á örugglega að geta skotið 0,5 tommu grúppur eða minni, á 100 metrum. Jalonen rifflarnir hafa gert það auðveldlega.
Haus á tófu er lítið skotmark, og til að hitta hann, við kannski aðstæður sem eru ekki eins og að skjóta í mark, af borði, þá þarf riffilinn að vera nákvæmur, og hleðslucomponentar sð vera þannig að þeir séu það sem byssan vill.
Ég myndi tvímælalaust nota aðeins þyngri kúlu.
Nosler BT 120 grs.
Lapua Scenar 123 grs
Hornady A max 123 grs.
Það sem ég hef hlaðið í Riffla í þessu kaliberi er:
53-54 grs Norma MRP
Primer;CCI (ekki magnum)
Nosler BT 120 grs.
Þessi hleðsla hefur verið að skjóta mjög vel úr Jalonen rifflum í cal 6,5-284 .Þeir riffla voru allir með Lothar Walther hlaup.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
User avatar
E.Har
Posts: 624
Joined: 27 May 2012 23:26
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by E.Har »

Glæsilegt :-)

Hef prófað bæði Vaðbrekku og Húsavík og er hamingjusamur me bæði.
120 er betri í vindi og það er fjandisjaldan logn á klakanum.

Prófa bara bæði.
Ég prófaði húsavíkurhleðslur í 2 útgáfum á bak við 120 barns og Hornadey líka og þetta er allt æðislegt :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Veiðimeistarinn »

Hver er munurinn á fallinu samkv töflu á 100 gr. ballistic tip með 60 gr. af N560 púðri á 3500 fetum samkvæmt mæli annarsvegar og þessum kúlum hjá þér Gylfi, Nosler BT 120 grs. Lapua Scenar 123 grs
Hornady A max 123 grs. með 53-54 grs af Norma MRP púðri ég veit ekki hraðann, hjá þér hinsvegar.
Á 200 m. og 300 m.?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by Tf-Óli »

Já Veiðimeistari, Vaðbrekkuhleðslan er komin til að vera. Tomma yfir á hundrað, á punktinum á tvöhundruð og sirka 10 - 12 sm undir á 300. Helvíti gott.
Ætla að eiga líka góða 120 gr hleðslu. BT eða Barnes. (Bara svona ef maður lendir í ísbirni :lol: )
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Unread post by gylfisig »

Ef einungis er verið að eltast við fall, þá er ég bara í allt öðru dæmi en þið.
Ég er fyrst og fremst að fá riffla til að skjóta nákvæmt, en ekki að leita eftir minnsta fallinu. Þá myndi ég einfaldlega leita að léttustu kulunni sem fáanleg er í viðkomandi kaliber.
Tæknilega fellur hún minnst út á eitthvað x færi. Þegar færin lengjast, þá er þyngri kúlan hentugri í alla staði. Ég hef farið milliveg í 6,5-284 og valið 120-125 grs. Mér fannst 140 grs kúlur of þungar fyrir það sem ég var að nota riffilinn í. Prófaði þessar léttari einnig. 100- 108 grs. Ekki vantaði nú hraðann á þær, en nákvæmnin var ekki eins og ég vildi hafa hana.
Varðandi spurningu Sigurðar um fall á þessum þyngdum, þá setti ég hleðslurnar inn í QL forritið en það vildi ekki þennan hraða sem Siggi gaf upp. Með 61 grs af N-560 þá er hraðinn gefinn tæp 3300 ft með 100 grs Nosler bt.
Miðað við zero @ 100 m. þá fellur sú kúla 7,1 cm @ 200m og 29,3 cm @300m.

Hraðinn á hleðslunni sem ég nota mest er 3015 ft með Nosler Bt 120 grs. Mælt með hraðamæli.
Miðað við zero @100 m þá er fall á 200 m 8,7 cm
Á 300 m er fallið 33 ,1 cm.
Vonandi svarar þetta spurningu Sigga að hluta til, en forritið samþykkti alls ekki þennan hraða sem Sigurður gefur upp, þannig að ég setti 1,0 grs meira í hleðsluna og fékk 3300 ft hraða með 100 grs kúlunni.
Það er lítið mál að læra á fallið, og ég tel það milku hentugra að nota þá kúlu sem flýgur nákvæmast, heldur en að eltast við ofurhraða. Að sjálfsögðu væri það ágætt, ef ofurhraðakúlan gatneglir, en það er bara ekki mín reynsla með þessi hlaup, og þetta twist (1-9).
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Post Reply