ég var að velta því fyrir mér hvort einhver ykkar hér gæti hjálpað mér með að finna tvífót á riffilinn minn sem er Sauer 202
alveg eins og þessi hér að ofan.
Þannir er málið að mig langar ekki að láta bora í framskeptið til að koma tvífótsfestingu fyrir, ég hef heyrt draugasögur þess efnis að það ef hann lendir í einhverju hnjaski að þá gæti festingin brotnað úr viðnum.
Ég er búin að leita og leita á vefnum og finn ekkert "patent" sem gæti virkað fyrir mig því að mig langar að koma festingunni fyrir í gatið framan á framskeptinu þar sem ólin á að koma.
ég fann reyndar eina mynd af "mounti"

Svo er önnur mynd hér sem kannki gefur ágæta mynd af því sem ég er að leita af

Svo eru festingarnar sem eru fyrir ólina "quick release" þannig að það þyrfti að vera sama system.
Hvað segið þið um þetta, er þetta bara einhverjir draumórar hjá mér eða verð ég bara að láta bora í skeptið?
Atli Már